Feykir - 14.01.1987, Síða 6
6 FEYKIR 1/1987
Umsjón:
Eyjólfur Suerrisson
Uppskeruhátíð
Tindastóls
Föstudaginn 2. jan. var
haldin árshátíð meistaraflokks
Tindastóls í knattspyrnu. Verð-
laun voru veitt fyrir besta
leikmanninn, þann sem skoraði
flest mörkin, efnilegasta leik-
manninn og rauðaspjaldið sem
Örn Ragnarsson gaf fyrir 2
árum, ber það titilinn prúðasti
leikmaður Tindastóls. Einnig
kom varamannafélagið skemmti-
lega á óvart og veittu þeir þeim
stjórnarmanni sem sýnt hefði
mestan áhuga á knattspyrnu
félagsins verðlaun. Ekki þótti
þeim erfitt valið en verðlaunin
hlaut Erlingur Jóhannesson.
Gísli Sigurðsson hlaut titilinn
knattspyrnumaður Tindastóls
1986, og var hann vel að þeim
sigri kominn. Eyjólfur Sverris-
son hlaut verðlaunin marka-
kóngur Tindastóls 1986. Sverrir
Sverrisson var kjörinn efnilegasti
leikmaður Tindastóls og átti
hann það fyllilega skilið. Björn
Sverrisson hlaut verðlaun sem
allir knattspyrnumenn ættu að
þrá og bera virðingu fyrir en það
er rauðaspjaldið fyrir prúðmann-
lega framkomu. Þess skal getið
að Erlingur Jóhannesson gaf
flesta þá bikara sem afhentir
voru á Uppskeruhátíð Tinda-
stóls.
Sýsluskrifstofan
á Sauðárkróki
Óskar eftir að taka húsnæði á leigu fyrir skjala-
geymslu, helst sem næst skrifstofunni.
Upplýsingar í síma 5308.
Ráðgjöf - innheimta
málflutningur
Verð til viðtals að Freyjugötu 22 á Sauðárkróki
fimmtudagana 22. jan. og 19. febr. 1987 á milli
kl. 13:30 og 18:30, sími 5724.
Jóhann Pétur Sveinsson
lögfræðingur
Um leið og við óskum
viðskiptavinum okkar
gæfuriks komandi árs
kynnum við nýja þjónustu
ABf£R
Sauðárkróki
ípróttir
Tindastóll - Þór 100-110
Tindastóll og Þór frá Akureyri
háðu hörkuviðureign í höllinni á
Akureyri.
Tindastólsmenn byrjuðu leikinn
af miklum krafti og náðu 6 stiga
forystu, en er 6 mín. voru liðnar
af fyrri hálfleik hrundi leikur
Tindastóls, ekkert gekk upp og
mikið fát kom á leikmenn
liðsins. Þór jók muninn snögg-
lega í 20 stig og hélst sá munur
þar til 3. mín. voru til loka fyrri
hálfleiks, þá fóru leikmenn
Tindastóls að taka við sér og
minnkuðu þeir muninn niður í
10 stig 56-46 með mjög góðum
leik. Staðan í hálfleik var 58-46
Þór í vil.
Bæði liðin byrjuðu seinni
hálfleik mjög vel og mikil
barátta var í leik liðanna.
Tindastólsmenn minnkuðu muninn
niður í 3 stig 82-79 er seinni
hálfleikur var rúmlega hálfnaður,
liðin skiptust á að skora og var
mikill hraði í leik liðanna. Er 3
mín. voru til leiksloka var
staðan 104-98 og farið að gæta
villuvandræða hjá leikmönnum
Tindastóls. Leikmenn Þórs juku
muninn í 10 stig áður en flautað
var til leiksloka og leiknum lauk
með sigri Þórs 110-100.
Bæði liðin léku þennan leik
mjög vel að undanskildum
smákafla hjá Tindastóli í fyrri
hálfleik og fóru þau bæði yfir
hundrað stig sem er mjög
óvanalegt í íslenskum körfu-
knattleik.
Flest stig Tindastóls:
Eyjólfur Sverrisson 45 stig
Björn Sigtryggsson 19 stig.
Flest stig Þórs:
Ivar Webster 32 stig.
Sauðárkrókur:
Minkur hér og minkur þar
Minkur hér og minkur þar og
minkur allsstaðar segir fólk á
Sauðárkróki um þessar mundir
og ekki að ástæðulausu. Á
undanförnum mánuðum hefur
lögreglan nokkrum sinnum
verið kölluð til að aðstoða fólk
við að fjarlægja eða vinna á
dýrum, sem hafa þótt of
nærgöngul í bæjarlífinu.
Þannig var minkur gripinn á
hafnarsvæðinu, annar var kominn
inn í svefnherbergi á Fllíðargötu
og þeim þriðja var meinað að
komast inn í Fjölbrautaskólann
svo eitthvað sé nefnt.
Egill Helgason, sem ásamt
lögreglumönnum hefur aðstoðað
við að fjarlægja þessa óboðnu
gesti segir að allt bendi til að hér
gangi töluvert margir minkar
lausir í bænum og næsta
nágrenni. Hugleiðingar Egils
um þetta vandamál koma fram í
eftirfarandi vísu:
Hér mönnum gengur mikið tregt,
meindýrin að siða og kenna.
Því finnst mörgum merkilegt,
að minkar skríði í rúm til kvenna.
En burtséð frá glensi þá eru
fjölmargir undrandi á því að
þessi „búpeningur” skuli fá að
ganga laus og valda ýmsum
óþægindum í bænum.
(hh)
Urslit í jólagetraun Feykis
Þátttaka i getraunum Feykis
var mjög mikil, en alls bárust á
annað hundrað lausnir.
Lausnarorð krossgátunnar var
Sauðárkrókur. Nú hefur verið
dregið úr réttum lausnum og
heitir hinn heppni:
Kristinn Pálsson
Húnabraut 10, Blönduósi
Honum hafa nú verið send
verðlaunin kr. 2.000,-
Mun meiri þátttaka var í
myndagátunni, en lausnin á
henni var:
Ert þú búinn að smakka kúmen
maribo ostana frá Mjólkur-
samlaginu á Sauðárkróki
Við úrdrátt úr réttum lausnum
komu upp eftirfarandi nöfn:
1. verðlaun kr. 3.000:
Margrét Sigurðardóttir
Víðigrund 2, Sauðárkróki
2. verðlaun kr. 1.500:
Reynhildur Karlsdóttir
Víðigrund 4, Sauðárkróki
3. verðlaun kr. 500:
Fanney Hólm
Skagfirðingabraut 10, Sauðárkr.
Vinningshafar geta sótt verð-
launin á skrifstofu Feykis,
Aðalgötu 2.
Framhald af bls. 4
Dapurlegasti atburðurinn, fyrir
mig prívat og persónulega, var
fall Gamla Rauðs en sá 20 vetra
höfðingi var í haust heygður á
æskustöðvum sínum á Vatns-
nesinu. I 16 ár höfum við
vinirnir ferðast saman, ýmist
langt eða skammt, en mest um
fjöll.
Stærsta vonin er hinsvegar
bundin við fjögra vetra fola,
ótaminn. Hann er líka rauður.
Brynhildur Stefánsdóttir dregur út verðlaunahafa
Útboð
Bæjarstjórinn á Sauðárkróki óskar eftir tilboðum í öflun grjóts
í 1. áfanga smábátahafnar á Sauðárkróki. Um er að ræða að
losa, flokka og aka 3.200 m3 af grjóti.
Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Sauðárkróksbæjar,
Faxatorgi 1, gegn 3.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 28. jan. n.k.
kl. 10:00 f.h. _ . .... . _ ,,....
Bæjarstjorinn a Sauðarkroki