Vestfirska fréttablaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ L Fimmtudagur 4. janúar 1996 Sýslumannsembættið í Bolungarvík Vont. en það venst ráðgjöf eða aðstoð. Undarlegt hvað varðar miklar bakvaktir Á undanförnum árum hefur átt sér stað nokkur umræða um sýslumannsembættið í Bol- ungarvík, en það er álit margra er til þekkja að eðlilegt væri að leggja það niður í núverandi mynd. Ljóst er að verulegur fjár- hagslegur sparnaður yrði strax, auk þess sem ætla mætti að þjónusta við íbúana mundi batna verulega. Það voru því gleðifréttir fyr- ir Vestfirðinga er dómsmála- ráðherra lagði fram frumvarp núna á haustþingi þess efnis að leggja ætti niður sýslumanns- embættið í Bolungarvík og fela sýslumannsembættinu á Isa- firði verkefni þess. En því miður varð það nið- urstaða Alþingis að fresta gild- istöku laganna um eitt ár. Með frestun á breyting- unni er Ijóst að Bolvíkingar munu ekki njóta bœttrar þjónustu löggœslu eins og til stóð á komandi ári. Um langan tíma hafa íbúar Bolungarvíkur og lögreglu- Einar G. Guðjónsson lögregluþjónn „Gera verður þœr kröfur að ekki verði látið dragast öllu lengur að vinna bug á úreltu fyrirkomu- lagi löggœslu í Bol- ungarvík...“ menn þar orðið að búa við afar slakan kost hvað varðar fyrir- komulag þessara mála. Afgreiðsla samdægurs Ekki er víst að allir geri sér að fullu grein fyrir þeirri þjón- ustu er sýslumannsembætti landsins veita. Hún er einkum tvíþætt, annars vegar útgáfa ýmissa leyfa, þinglýsingar og ýmis opinber skjöl, og hins vegar löggæsla. Ljóst er að allur þorri al- mennings á sjaldan erindi á sýsluskrifstofur. Kannski einu sinni á tíu ára frsti og þá til að endurnýja ökuskírteini eða vegabréf. Óhætt er að fullyrða, að veruleg hagræðing yrði við sameiningu sýsluskrifstofanna, auk þess sem afgreiðsluhraði og sérhæfing mundi batna og þar með gæði þjónustunnar. Þegar ræddar eru breytingar á sýslumannsembættinu í Bol- ungarvík vill það oft gleymast, að fólk á afar sjaldan erindi á sýsluskrifstofur en þeim mun Sýslumaður og lög- regla í jólaverkunum Það er fastur liður í jólaundirbúningnum hjá lögreglunni og sýslumanninum á ísafirði að efna til umferðargetraunar á meðal barna í lögsagnarumdæminu, í samvinnu við Umferðarráð. Mikill fjöldi barna tók þátt í getrauninni að þessu sinni eins og endranær. Á myndinni eru Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og Guðmundur Páll Jónsson lögregluvarðstjóri að draga úr lausnum, en um 130 börn hlutu vinninga sem lögreglan ók heim til þeirra á Þorláksmessu. Aðalvinningurinn var reyndar afhentur á lögreglustöðinni, en þar var um að ræða Reykjavíkurferð í boði Flugleiða. Ferðin kom í hlut Ingibjargar Óladóttur, Fagraholti 6 á ísafirði. Búa Islendingar enn í moldarkofum? Óflugustu vélar í teppabrif - djúphreinsa sófasett, mottur og stóla Hreinsun á loftum og veggjum Öflugustu vélar í gólfhreinsun - bónlosun, gólfbón Nú er tækifærið! Janúarmánuður er afsláttarmánuður á gólfhreinsun hjá MASSA. Við bjóðum: 30% afsl. af teppum vfir 250 fermetra og 15% af bónlosun og bónun 20% afslátt af teppum yfir 150 fermetra og 10% af bónlosun og bónun 10% afslátt af teppum vfir 50 fermetra og 5& afslátt af bónun MASSI ER KLASSI Suðurtanga 2, símar 456 5196, 456 5242 JJSU og 896 0542. Fastur opnunartími kl. 15-19 virka daga GERUM TILBOÐ ÞÉRAÐ KOSTN- AÐAR- oftar til Isafjarðar. í því sambandi er vert að hafa í huga, að mörg mál eru afgreidd samdægurs á sýslu- skrifstofunni á ísafirði, auk þess sem hægt er að nota póst- þjónustu. Fyrirkomulag löggæslu annarsflokks? Mörgum Bolvíkingnum hef- ur þótt símsvarafyrirkomulag löggæslunnar í Bolungarvrk heldur bágborið, en Bolvíking- ar verða að búa við það að tala við símsvara þurfi þeir að leita eftir þjónustu lögreglu utan skrifstofutíma. Raunin hefur því stundum orðið sú, að þeir hafa haft samband við lögregl- una á Isafirði og leitað eftir verður að teljast að íbúar Bol- ungarvíkur scetti sig við sím- svaralöggœslu þegar til boða stendur 24 tíma alvöru lög- gœsla frá Isafirði. Þau rök hafa verið sett fram, að Óshlíðin sé oft ófær og þar af leiðandi ekki raunhæft að veita lögregluaðstoð frá Isa- firði. í því sambandi er rétt að geta þess, að í dag búa 4 lög- reglumenn í Bolungarvík en starfa í lögreglunni á Isafirði. Án efa mundu þessir lögreglu- menn sinna löggæslu í Bolung- arvík meðan Óshlíðin væri ófær. Fyrir liggur að lögreglu- rannsóknir og forvarnir em vart með fullnægjandi hætti í Bol- ungarvik. Ekki er fyrir hendi rannsóknardeild eða sérþekk- ing lögreglumanna á rannsókn- um afbrotamála. Ljóst er að Bolvíkingar búa við afar takmarkaða þjónustu lögreglu. En með vaxandi fíkniefnanotkun hefur þörfin fyrir sérhæfmgu og sérmennt- aða lögreglumenn aukist. Raunar er lögreglumönnum er starfa í Bolungarvík boðið upp á afar slæm starfsskilyrði, bæði og vinnuskyldu. Fyrirkomulag löggæslu í Bolungarvík hlýtur að teljast slæmt, bæði fyrir íbúa og lög- reglumenn sem boðið er að starfa við þessar úreltu vinnu- aðstæður. Ætla verður að íbúar Bol- ungarvíkur búi við slakasta fyrirkomulag löggœslu á Vestfjórðum og raunar verð- ur að telja liana annars- flokks. Gera verður þær kröfur að ekki verði látið dragast öllu lengur að vinna bug á úreltu fyrirkomulagi löggæslu í Bol- ungarvík, en hætt er við að Bolvíkingar séu orðnir svo vondu vanir að þeir geri sér ekki grein fyrir að úrbóta sé þörf. Löggæsla er þjónusta og tryggja verður að hún sé í fremsta gæðaflokki. Brýnt er að allir íslendingar njóti sömu gæða hvað löggæslu áhrærir. Bolvíkingar ekki síður en aðr- ísafirði, 31. desember 1995. Einar G. Guðjónsson, lögregluþjónn. SKIPTIM ARKAD UR ÁSKÓLABÓKUM TÖKUM TIL ENDURSÖLU SKÓLABÆKUR, sem notaðar verða é vorönn í FRAMHALDSSKÓLA VESTFJARÐA. Fyrir hverja notaða bók er gefin innleggsnóta að andvirði 45% þess sem ný bók kostar. Bækurnar þurfa að vera vel með farnar og alls ekki í þær skrifað. Einungis er hægt að taka nýjustu útgáfu bóka. Um er að ræða eftirtaldar bækur: Spegill, spegill... Fram á ritvöllinn ísl. málsaga, Sölvi Sveinsson Máitækni, Kristján Eiríksson Bók af bók Stalín er ekki hér Straumar og stefnur Gegnum Ijóðmúrinn Ljóðmái Mordet pá stranden Accent on English 1, lesbók Brave New World Of Mice and Men Ftoom at the Top Tom Sawyer The Glass Menagerie Þýska fyrirþig 1, lesbók Þýska fyrir þig 2, lesbók Drei Mánner im Schnee A Propos 1, lesbók Stærðfræði 1 SA Stærðfræði 2 SN og 3 SN Tölfræði, Jón Þorvaldsson, 4. útg. Myndun og mótun lands Eðlisfræði f. framhaldsskóla, 1. B Word 6.0 fyrir Windows Excel 5.0 fyrir Windows Almenn efnafræði, 3. h. Félagsfræði 1, lan Robertson Bókfærsla 1. B, Tómas B. Sálfræði, Vöxtur og þroski Heimsbyggðin, 2. bindi Rafmagnsfræði f. framhaldsskóla 1. hl. Rafmagnsfræði 2. hluti, rafvélafræði Raffræði 2, kennslubók Rafeindatækni Móttaka skiptibóka er í Bókhlöðunni daglega 5.-12. janúar. Ath.: Bókadeildin verður LOKUÐ laugardaginn 6. janúar v. talningar. Ijl BOKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR ísafirði, sími 456 3123

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.