Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 1
FRÉTTABLAÐIÐ Fundur um vinstra framboð í kvöld Hótel ísafjörður. Fundur um sameiginlegan framboðslista félagshyggju- fólks á norðanverðum Vest- fjörðum var haldinn sl. sunnu- dag og voru þar fulltrúar frá Alþýðuflokki, Alþýðubanda- lagi, Kvennalista, Vestfjarða- lista og óháðum listum í þeim sveitarfélögum sem sameinuð verða. Akveðið var að hvert framboð skyldi tilnefna fulltrúa í viðræðunefnd, sem boðuð hefur verið til frekari viðræðna á Hótel ísafirði í kvöld, mið- vikudagskvöld. Enginn var frá Framsóknarflokknum á fund- inum á sunnudag og virðast skiptar skoðanir meðal fram- sóknarmanna til málsins og ó- vissa um þátttöku þeirra. „Við höfum ekki fengið neitt frá þeim af eða á“, sagði Björn Hafberg, skólastjóri á Flateyri og Alþýðuflokksmaður, sem hefur verið helsti hvatamaður að sameiginlegu framboði vinstri aflanna. „Við gerum okkur ennþá vonir um að hugs- anlega komi hluti framsóknar- manna til liðs við okkur, jafnvel frá öllum flokksfélögum. Ég hef verið í sambandi við for- ystumenn í flokknum sem telja þessu máli hvergi lokið af þeirra hálfu“, sagði Björn. Ekki er neitt farið að ræða um bæjarstjóraefni tilvonandi vinstri lista, að sögn Björns. „Nei, málin eru alls ekki komin á það stig ennþá. Enn hefur ekki reynt á nein þrengri mál, hvorki málefni né uppröðun á lista eða bæjarstjóraefni." Bjöm er bjartsýnn á fram- haldið. „Já, ég held að það sé ekki ástæða til annars. Okkur er rammasta alvara með því að reyna að mynda svona breið- fylkingu. Það er fjölmargt sem mælir með því að ná saman fólki úr öllum þessum byggð- arlögum, brjóta niður flokkamúrana og setja málefn- in í öndvegi. Hér má ekkert ráða annað en hagsmunir byggðarinnar. Framundan eru gríðarlega vandasöm verkefni og öllu skiptir að það verði friður um hlutina. Við verðum að gera allt til að viðhalda byggðinni. Sérhver íbúi er dýrmætur og við megum ekki við því að missa fólkið í burtu. Það er mikilvæg forsenda fyrir blómlegu og góðu mannlífi á Isafirði að byggðirnar í kring haldi sínu“, sagði Bjöm Haf- berg. D-listi í næstu vikuP Stefnt er að því að fram- boðslisti Sjálfstæðisflokksins vegna kosninganna í samein- uðu sveitarfélagi 11. maí nk. verði tilbúinn í næstu viku, að sögn Björns Jóhannessonar lögmanns, formanns uppstill- ingarnefndar. Starf nefndarinn- ar hefur gengið vel, að sögn Bjöms, og var síðast haldinn fundur í henni á sunnudags- kvöldið. Þegar listinn er frágenginn af hálfu uppstillingarnefndar verð- ur hann lagður fyrir fundi í fulltrúaráðum flokksins á svæðinu. Ein trilla rær frá Norðurfirði Ein krókaleyfistrilla byrjaði að róa frá Norðurfirði á Ströndum eftir mánaðamótin. Eigandinn er Guðmundur | Elíasson frá Akranesi og rær t hann oftast einn en stöku sinn- um við annan mann. Ágætis I fiskirí er í flóanum en gæftir I hafa tæpast verið nógu góðar fyrir svo lítinn bát. PIZZA 67 S 456 3367 í SJALLANUM ÍSAFIRÐI Miðvikudagur 14. febrúar 1996 • 7. tbl. 22. árg. S 456 4011 -Fax 456 5225 Verð kr. 170 m/vsk Jón Guðjónsson á Laugabóli á Langadalsströnd í Djúpi varð sjötugur sl. sunnudag. Afmælisveislan á hinu forna höfuðbóli var fjölsótt og fór hið besta fram. Á þessari mynd sem tekin var í afmælisveislunni getur að líta tvo fyrrverandi hreppstjóra ásamt eiginkonum sínum. Vinstra megin á myndinni eru Steinunn Ingimundardóttir í Reykjarfirði og Hákon Salvarsson, fyrrum hreppstjóri Reykjarfjarðarhrepps, sem nú er sameinaður Súðavíkur- hreppi. Hægra megin eru síðan afmælisbarnið Jón á Laugabóli, fyrrum hreppstjóri Naut- eyrarhrepps, sem nú er sameinaður Hólmavíkurhreppi og tilheyrir því Strandasýslu, og Dóróthea Guðmundsdóttir, kona hans. - sjá einnig bls. 4. Tugir karla, engin kona Tálknafjörður. „Viðbrögðin voru mjög góð af hálfu karlmanna en engin af hálfu kvenfólks", sagði Þórður Reimarsson, verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar í samtali við Vestfirska, en fyr- irtækið auglýsti eftir starfsfólki í Morgunblaðinu í síðustu viku. „Okkur vantaði fjóra-fimm karla og fengum þá. Einnig vantaði okkur nokkrar konur en fengum þær ekki. Alls hringdu milli tuttugu og þrjátíu manns, allt karlar, engin kona. Og allir utan Vestfjarða, hver einasti.“ Guðrún Hlín er eina skipið sem leggur upp hjá Hrað- frystihúsi Tálknafjarðar um þessar mundir. „Við erum með svo fátt af fólki, um þrjátíu manns með þessum sem við vorum að ráða“, sagði Þórður. Varamenn boðaðír eftir geðbóna odduitans Broddaneshreppur. Fundur var haldinn þriðju- daginn 30. janúar sl. í hrepps- nefnd Broddaneshrepps á Ströndum. Athygli vakti að af fimm kjörnum fulltrúum í sveitarstjórninni mættu aðeins fjórir. Fyrrverandi oddviti, Gunnar Sverrisson á Þórustöð- um í Bitru, er nú í eins árs leyfi frá sveitarstjórnarstörfum vegna veikinda og situr vara- maður hans nú, Guðfinnur Finnbogason í Miðhúsum í Kollafirði, sem aðalmaður í hreppsnefnd. Franklín Þórðar- son í Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði tók við oddvitastörf- um í fjarveru Gunnars. Það sem mesta athygli vakti varðandi síðasta hreppnefndar- fund var að varamaður Torfa Halldórssonar á Broddadalsá, eða annar varamaður í hrepps- nefnd, var ekki boðaður í stað Torfa sem staddur var í Reykjavík. Varamaðurinn er Sigurður Jónsson í Stóra- Fjarðarhorni sem sat í 10 ár í hreppsnefnd í Fellshreppi fyrir sameiningu hans og Ospaks- eyrarhrepps í eitt sveitarfélag, Broddaneshrepp, árið 1992. Fljótlega eftir sameiningu komu upp illindi í nýrri hreppsnefnd um ráðningu skólabílstjóra og fleira í störf- um hreppsnefndar. Fékk hreppsnefndin meðal annars úrskurð frá félagsmálaráðu- neytinu þar sem henni var gert skylt að halda fundi sína í heyranda hljóði og auglýsa fundi fyrir íbúum sveitarfé- lagsins með hæfilegum fyrir- vara. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur hreppsnefndin haldið áfram að halda óaug- lýsta leynifundi þrátt fyrir úr- skurðinn. Ekki hefur gróið um heilt innan sveitarfélagsins sfð- an í þessum deilum. Blaðið hafði samband við Franklín Þórðarson oddvita og spurði hann hvers vegna Sig- urður hefði ekki verið boðaður á fundinn. „Þetta er rétt hjá þér“, sagði Franklín. „Það eru margar ástæður fyrir þessu. Þessi fundur - æ, hvað á ég að segja - fjallaði um fjárhagsá- ætlun og fleira. Við, þessir fimm í hreppsnefndinni, vor- um búnir að ræða málefnin okkar á milli í samtölum og einnig í síma. Svo þegar við vorum búnir að ákveða fund- arstað og tíma kom snögglega upp á að Torfi var fjarverandi. Sigurður var bara ekki inni í þeim málum sem við vorum búnir að ræða svo ég ákvað að boða hann ekki. Þetta er á- stæðan fyrir því að Sigurður var ekki boðaður“, sagði Franklín oddviti í Litla- Fjarðarhorni. -GHj. P^J L L1 N N HF. S 456 3092 • Sala & þjónusta Rafþjónusta • Raftækjasaia • Rafhönnun • Rafeindaþjónusta • Siglingatæki • Kælitæki PÓLLINN HF. NÚ ER HÆGT AÐ HRINGJA BEINT. NÝ SÍMANÚMER í DEILDUM Verslun 456 4594 Rafmagnsverkstæði 456 4529 Kælitæki 456 4599 Lager 456 4595 Rafvélaverkstæði 456 4596 Tæknideild 456 4583 Rafeindaverkstæði 456 4590 Sími 456 3092 er okkar aðalnúmer. Þaðan er gefið samband við deildir og miðlað upplýsingum. Geymið auglýsinguna! SPRAUTUM NOTAÐ OG NYTT í ÓTAL LITUM TRÉSMIÐJAN eM. sími 456 3622

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.