Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐH) L Miðvikudagur 14. febrúar 1996 3 Myndir frá leik KFÍ og Leiknis í íþróttahúsi ísfirðinga á Torfnesi sl. laugardag. Glæsílegur sigur Körfuboltafelags Isafjarðar - Chrlstopher Ozment hefur verið valinn i stiörnulið og tíl að taka hátt í troðslukeppni ísfirðingar unnu um helgina glæsilegan sigur á gestum sín- um, Leikni úr Reykjavík, og urðu lokatölur 106-85. Liðið hefur tryggt sér sæti í fjögurra liða úrslitum í 1. deildinni. Að þessu sinni voru Isfirðingar ó- venju seinir í gang, en þegar nokkrar mínútur voru liðnar af leiknum var ljóst hvert stefndi. KFI tók öll völd á vellinum og Leiknismenn náðu aldrei að ógna sigri okkar manna. Fyrri hálfleikur var ekki á- ferðarfallegur, mikið var um villur og oftar en ekki lágu menn í gólfinu. Sem dæmi, þá fékk KFÍ dæmdar 20 villur á sig í fyrri hálfleik, sem er fáránlega há tala. En í seinni hálfleik varð kúvending, leikgleðin réð ríkj- um og villurnar í hálfleiknum urðu aðeins sex. Ahorfendur fengu að líta allar hliðar körfu- boltans og mörg falleg tilþrif frá báðum liðum, þó að KFI hafi haft vinninginn: Chris með fallegar troðslur, Baldur með þriggja stiga skot, Hrafn og Shiran með falleg gegnumbrot. Auðunn og Þórður með góða vöm og falleg hraðaupphlaup, Ingimar með mikið af fráköst- um og falleg „spor“, og síðast en ekki síst Magnús og Finnur með góða innkomu í erfiðri stöðu. Sem sagt, allir með góðan Ieik og þegar þannig er í pottinn búið er erfitt að vinna Isfirðinga á heimavelli þeirra. Besti maður leiksins að þessu sinni var liðsheildin, góður mórall, góðir félagar, gott lið. Nýjustu fréttir eru þær að Cristopher Ozment hefur verið valinn í stjörnulið sem leikur um helgina og til að taka þátt í troðslukeppni. - Gaui Þ. Tvær messur í Önundarfirði á sunnudag Séra Gunnar Björnsson í Holti syngur tvær messur á sunnudaginn: Barnaguðsþjón- usta verður í Flateyrarkirkju kl. 11.15 og almenn guðsþjónusta í Holtskirkju kl. 14.00. SINIINN ER 5688888' k IfóÁuflmi'ói&AA'Sem'jbý' wuUáA'. ACYCID Bflaldfla V 91K Car rental PÚ TEKUR VIC BlLNUM A FLUGVELLINUM PEGAR PÚ KEMUR OG SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAO PEGAR PÚ FERÐ Borgarafundur um fíkniefna- mál í kvöld ísafjörður. Borgarafundur, í tengslum við vímu- varnaátak BÍ á ísafirði verður haldinn í Framhaldsskóla Vestfjarða í kvöld, mið- vikudagskvöld, og hefst kl. hálfníu. Fram- sögumenn verða Guðmundur og Björn úr Mótorsmiðjunni í Reykjavík og Björn Haf- berg skólastjóri á Flateyri en Jón Tynes félagsmálastjóri stjórnar fundinum. Al- menningur er hvattur til að sækja fund- inn. Tillacja að nafni sveitarfélags Samstarfsnefnd um sameiningu sveit- arfélaga (Þingeyrar-, Mýra-, Mosvalla-, Flateyrar- og Suðureyrarhrepps og ísafjarðarkaupstaðar) auglýsir eftir til- lögu að nafni hins nýja sameinaða sveitarfélags. Hugmyndum skal skilað á skrifstofur ofangreindra sveitarfélaga fyrir kl. 12.00 þann 29. febrúar 1996 í lokuðu umslagi merktu „Samstarfsnefnd - NAFN“ F.h. samstarfsnefndar Þorsteinn Jóhannesson, form. Þríðji maðurínn og ^ BALDUR s/<rif^r Rás 2 Ríkisútvarpsins býður ýmsa skemmtilega ogfrœðandi þœtti og suma heldur lakari. Einn þeirra sem hefur heppn- ast ágœtlega er Þriðji maðurinn, sem þeir Ingólfur Margeirsson og Arni Þórarinsson sjá um á sunnudögum. Þeir eru tveir og eins og nafnið gefur til kynna bjóða þeir til sín þriðja mann- inum og rœða við við- komandi í klukkustund á- samt því að leika tónlist inn á milli. Viðmæland- inn, þriðji maðurinn, vel- ur eitt lag. Spinnst gjarn- an nokkur umræða um það hvers vegna valið er sem raun ber vitni. Hin þreytandi og ótrú- lega leiðinlega umrœða um forsetaframboð sem gekk yfir þjóðina í gúrku- tíðinni meðan alþingi átti frí í janúar tók stakkaskipt- um til hins betra með þriðja manninum sunnudaginn 4. febrúar síðast liðinn. Þá var þriðji maðurinn Guðrún Pét- ursdóttir forsetaframbjóð- andi. I Ijós kom ákaflega hlý og góð kona. Vingjarnleg, á- kveðin og greind móðir og sambýliskona varaþing- manns okkar Vestfirðinga, Olafs Hannibalssonar. Guð- rún svaraði spurningum skemmtilega og sagði velfrá í stuttu máli, afa sínum Ólafi Thors, föður Pétri Benedikts- syni og föðurbróður Bjarna Benediktssyni, tveimurfor- sætisráðherrum og þing- manninum og bankastjóran- umföður sínum. Einhvern tímann hefði þótt fáránlegt að veitafor- setaframbjóðanda svo góða umfjöllun á góðum hlustun- artíma. En það er til marks um breytta og betri fjölmiðl- un að engum þykir tiltöku- mál að tala við þann sem leitar eftir kjöri til æðsta embættis þjóðarinnar í út- varpi þjóðarinnar. Agœti hlustunartímans rœðst af því, að þeim Arna og Ingólfi hefur tekist að ná prýðistök- um á viðtalsformi sínu. Fyr- ir það ber bœði þeim og rík- isútvarpinu hrós. GUÐJÓNS ÞÁTTUR SKARPHÉÐINSSONAR! Síðasta sunnudag, hinn ll.febrúar, var viðmælandi þeirra félaga Guðjón Skarp- héðinsson, sem þá hafði einmitt verið kjörinn sóknar- prestur að Staðarstað á Snæfellsnesi, ágœtri kosn- ingu. Guðjón sem nú tekur við sem sálnahirðir á Nesinu er dœmdur maður fyrir þátt sinn í meintu manndrápi. Um er að ræða eitt umtalað- asta dóms- og sakamál síð- ari ára, svokallað Geirfmns- og Guðmundarmál. Málið varðar hvaiftveggja manna á árinu 1974. Guðjón hlaut 10 árafang- elsisdómfyrir sinn þátt í málinu. Allir aðrir sakborn- ingar og dómþolar hafa tek- íslenska réttarríkið ið aftur játningar sínar vegna síns þáttar í málunum. Einn þeirra, Sævar Marinó Ciesielski, hefur leitað réttar síns og krafist endurupptöku málanna. Ög einmitt ífyrra- dag ákvað Hæstiréttur að skipa honum málsvara til þess að leggjafram lög- frœðilega greinargerð fyrir réttinn. En sérstaklega skip- aður saksóknari hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ekki vœri ástœða til end- urupptöku. En aftur að þriðja mann- inum Guðjóni Skarphéðins- syni. Hann valdi sér lag með þeirri þekktu hljómsveit Rolling Stones, You can ’t always get what you want. Kannski hefur hann hneyksl- að einhverja þegar liann líkti þessu lagi einnar frægustu rokksveitar heimsins við sálma og kirkjutónlist. En sem skýringu gafþriðji mað- urinn, að menn fengju ekki alltafþað sem þeir vildu, en fengju hins vegar það sem þeir þyrftu. En það mun vera efni og inntak hins engilsax- neska texta lagsins. Guðjón gafágœt svör við öllum spurningum og meðal annarra var hann spurður um þátt sinn í sakamálinu, sem hann hlaut dómfyrir. RANNSÓKNAR- ÞÁTTURINN Svarið við spurningunni um sekt var einfalt. Þriðji maðurinn lýsti opinberlega yfir sakleysi sínu. Ekki nóg með það, heldur var hann mjög sannfærandi. Málið var á sínum tíma pólitískt að hans sögn og krafðist að- gerða til að leysa þrýsting fjölmiðla og stjórnmála- manna. En eins og kunnugt varfór málið oftar en einu sinni inn í sali alþingis. Fenginn var þýskur lög- regluforingi, kaþólskur, fyrr- um Gestapomaður er hafði starfað á Italíu í annarri heimsstyrjöldinni. Hans hlut- verk var aðfáfram játningu, ekkert annað. En þœr játn- ingar, þótt jöfnuðust á við af- lausn, voru ekki studdar neinum gögnum. Þœr voru hins vegar fengnar með lyfja- gjöfog miklum þrýstingi. A þessum tíma var ástand þriðja mannsins bágborið. Hann taldi gott að geta leyst vandamálið og játað. Engu skipti þótt hann þekkti lítið til annarra sak- borninga, hvorki að hans mati eða annarra dómi. Sakborningar voru dæmdir þráttfyrir að þeir tœkju játningar sínar aftur. Guðjón sá ekki ástæðu til þess að taka sína aftur. Það skipti einfaldlega ekki máli. Eftirfimm ár á Kvía- bryggjufór hann til Dan- merkur og lœrði að ekki fæst allt sem menn vilja, heldur það sem menn þutfa. Én hannfagnaði niður- stöðu prestskosninganna og allir hljóta að fagna með honum. Menn eiga þrátt fyrir allt uppreisn œru í augum hins almenna borgara. Meginniðurstaðan var þó sú, að auðvitað ætti rétt- urinn að taka málið upp. Er til harðari dómur yfir sakamálarannsókn? Er nokkur annar kostur en að rannsaka málið á ný? Verða ekki Islendingar að geta treyst réttarríkinu? Þeir sem misstu afþœtt- inum œttu að hlusta í kvöld klukkan ellefu (23:00) á Rás 2.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.