Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 4
VESTFIRSKA 4 Miðvikudagur 14. febrúar 1996 --- -----\ fbfttaBLAÐIB AFMÆLISVEISLA Á LAUGABÓLI Jón, bóndi og fyrrum hreppstjóri á Laugabóli á Langadalsströnd í Djúpi Guðjónsson, varð sjötugur sl. sunnu- dag. Stórveisla var haldin á hinu forna höfuðbóli og mætti margt manna í teitið, víða að, þó aðallega nágrannar úr Djúpinu. Ljósmyndari blaðsins var á ferð og tók myndirnar hér á síðunni. -GHj. Sigmundur Sigurösson, fyrrum bóndi á Óspakseyri á Ströndum, og prófasturinn, séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði. Sigmundur er nú ráðsmaður á Skjaldfönn meðan Indriði bóndi vappar um sólarstrendur í Suðurlöndum. Sjálfsagt eru það málefni sósíalista sem heitast brenna á þeim flokksfélögunum þessa stundina. Jóhanna bóndi í Svansvík Kristjánsdóttir ásamt maddöm- unni í Vatnsfirði, Ólafiu Salvarsdóttur. Tveir Jónar á Laugabóli, Guðjónsson bóndi og Hansson húskarl. Gústi í Múla og Engilbert á Tirðilmýri stinga saman nefjum Sigmundur ráðsmaður á Skjaldfönn ræðir hér við Guðmund Oddsson (,,biskupinn“) og er Guðmundur sennilega að segja frá veiðiferð („hann var svooona stór!“). Séra Baldur og Gústi í Múla, Þórður á Laugalandi spjallar við Jón „ref“ Oddsson frá Álfadal á Ingjaldssandi, síðar Gerðhömrum í Dýrafirði. Þeir eru báðir grenjaskyttur og auðvitað er umræðuefnið tófur. Minnihluti hreppsnefndar Súðavíkurhrepps var allur mættur í afmælið: Heiðar Guðbrandsson í Súðavík og Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum. Agúst Guðmundsson, fyrrum bóndi í Múla í Isafirði, ræðir hér við Ásu Ketilsdóttur á Laugalandi. Kristín Daníelsdóttir frá Tirðilmýri með dótturson sinn Kirkjubólsmenn í Langadal, Bjarni Hansson og Einar Kristjánsson, ræða við prófastinn. Einn var mættur úr meirihluta hreppsnefndarinnar í Súðavík, Sigmundur bóndi Sigmundsson á Látrum í Mjóafirði, og hér ræðir Þórður póstur Halldórsson á Laugalandi við þennan fyrrum oddvita Súðavíkurhrepps. Arngerður, dóttir Jóns á Laugabóli, Heiða Björk Jósepsdóttir, tengdadóttir Laugabólsbóndans, og Guðjón Jónsson, Guðjónssonar. Séra Baldur afhenti Jóni með tilþrifum málverk frá nokkrum vinum Jóns. Að sjálfsögðu var það málverk af hestum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.