Feykir


Feykir - 11.11.1987, Blaðsíða 2

Feykir - 11.11.1987, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 37/1987 ÆEYKIW Óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ari Jóhann Sigurðsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SfMI: 95-5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson, Sæmundur Hermannsson ■ BLAÐAMENN: Björn Jóhann Björnsson sími 95- 5253, Haukur Hafstað sími 95-5959, Magnús Ólafsson sími 95-4495, Þorgrímur Daníelsson simi 95-1018, örn Þórarinsson sími 96-73254 ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 55 krónur hvert tölublað; í lausasölu 60 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 200 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf„ Sauðárkróki. Stopp nú! Það hefur varla farið fram hjá neinum sem það hefur viljað sjá, sá mikli fjöldi aðkomufólks sem gist hefur bæinn okkar Sauðárkrók að undanförnu Má segja að bærinn hafi fyllst af æskufólki víðsvegar að af landinu. Til dæmis var hér stór hópur af ungmennum frá Keflavík um síðustu helgi. Vissulega er það mjög ánægjulegt þegar tekst að skapa tengsl á milli ungmenna víðsvegar um land. Hinsvegar er ámælisvert hvað fylgir þessum heimsóknum mikill drykkjuskapur. Má segja að kastað hafi tólfunum í þeim efnum nú síðustu helgar. Hefur svo langt gengið í þeim efnum að ungmenni hafa ráfað slagandi eftir götum bæjarins. Nokkuð hefur verið um að fólk hafi ælt utaní hús við Skagfírðirigabraut og einnig hafa bílar við götuna verið „fyrir” og orðið fyrir skemmdum. Ekki má þó hengja bakara fyrir smið og er þó ekki ætlunin að hengja neinn þó á þessi mál sé minnst. En það er vissulega alvarlegt þegar allt niður í 14 ára börn eru keyrð heim af lögreglunni fyrir drykkju á almannafæri Einnig er það vítavert kæruleysi hjá forráða- mönnum vínveitingahúsa bæjarins þegar unglingar allt niður í 16 ára fá þar afgreiðslu á víni. Hvar er starfsmaður áfengisvarnaráðs bæjarins? Hver er ábyrgð vínveitingahúsanna? Og hvar eru foreldrarnir? Hvers vegna gera þeir ekkert í málunum? Er þeim kannski alveg sama þótt börnin þeirra liggi í drykkju og skemmdarverkum um nætur? Þessum spurningum og mörgum fleiri verður ekki fljótsvarað. En furðulegt er samt , hvað fólk virðist í rauninni kærulaust. Það þarf j vissulega að gera stórátak til að koma þessum ' málum í eðlilegt horf, með sameiginlegri hjálp lögreglu, heimila og skóla. „Það er meira spennandi að leikstýra” - Guðjón Ligi Sigurðsson leikstjóri í stuttu spjalli - Eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu þá frumsýnir Leikfélag Sauðár- króks Kardimommubæinn um næstu helgi. í tilefni af því tók Feykir leikstjórann Guðjón Inga Sigurðsson tali og ræddi við hann um verkið og hans leiklistarferil. Hingað er hann svo kominn í þriðja sinn, að leikstýra Kardimommubænum og bytjaði blaðamaður á því að spyrja Guðjón hvort væri betra, að vera fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu, eða leikstýra hér og þar um landið? -Hvað á að sýna Kardi- mommubæinn oft? „Það fer að sjálfsögðu eftir aðsókninni, en ég held að við ættum að geta sýnt þetta ansi oft. Þetta er góð hefð sem er komin á, að sýna barnaleikrit á haustin, þá kemur fólk frá Hofsósi, Siglufirði og stöð- unum hérna í kring. Það verður ekki farið með þetta verk á aðra staði, aðeins sýnt hér. Eigum við ekki að segja svona um 20 sýningar, miðað við ibúafjölda, og að allir mæti”. -Hvernig hefur þér gengið að moða úr þeim efnivið sem þú hefur haft í höndunum? „Eins og ég sagði erum við öll leikarar i eðli okkar. Það gengur mismunandi að ná því fram hjá þeim en þetta tekst. Það sem er erfiðast við þessa sýningu er fjöldinn og hópsenurnar ”, -Einhver lokaorð, Guðjón? „Það er náttúrulega sjálf- sagt að allir sjái Kardi- mommubæinn. A Króknum er elsta leiklistarhefð á landinu og unga fólkið og aðkomnir verða að taka þátt í að halda henni við”. Látum þessi orð verða lokaorð Guðjóns og þakkar Feykir þessum geðþekka leikstjóra fyrir spjallið, og tekur undir með honum að hvetja alla til að koma í Bifröst og sjá Kardimommu- bæinn, sjón er sögu ríkari. Guðjón Ingi hefur áður leikstýrt hjá Leikfélagi Sauðár- króks, það var árið 1983 þegar hann leikstýrði leik- ritunum „Gripið í tómt” og „Deleríum bubonis”. Guðjón útskrifaðist úr leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1962. A árum þar í kring lék hann nokkur hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Iðnó, var formaður „Leikhúss asskunnar” og Tjarnarleikhússins og í stjórn leikfélagsins Grímu. Var hann auk þess skóla- stjóri leiklistarskóla Leik- félags Kópavogs og Hafnar- fjarðar. Á árunum 1965 - 1970 sneri Guðjón sér að lands- byggðinni og setti upp leikrit víða um land. Alls hefur Guðjón Ingi leikstýrt 35 leikritum. Arið 1970 réðst Guðjón til Þjóðleikhússins I og starfaði þar til 1982, fyrst sem sýningarstjóri að aðal- starfí, auk þess að leika, en frá 1980 til hausts 1982 sem skipulags- og framkvæmda- stjóri Þjóðleikhússins. Eitt af stærri hlutverkum Guðjóns hjá Þjóðleikhúsinu má nefna að hann lék Jónatan, einn af ræningjunum í uppfærslu Þjóðleikhússins á Kardi- mommubænum árið 1973. Frá 1982 hefur Guðjón starfað á vegum Bandalags íslenskra leikfélaga og leik- stýrt hér og þar um landið. „Það er meira spennandi að leikstýra, en hitt er náttúrulega öryggi. Það er allt annar hlutur, að leika og leikstýra, en að sjálfsögðu er það góð reynsla fyrir leikara að fá að leikstýra einhverju verki. Það vilja allir láta sjá sig upp á sviði, en það er meira gaman að finna leikarann sem býr í okkur öllum”. -Hvað er það sem gerir Kardimommubæinn svona vin- sælan? „Umburðarlyndi í einföld- ustu mynd. Með einlægri vinsemd ná breyta öllu til betri vegar, en allir hafa leyfi til að vera svolítið öðru vísi en aðrir, eða eins og bæjarfógetinn Bastían segir: „Engum sæmir aðra svíkja, allan sóma stunda ber. Annars geta menn bara lifað og leikið sér”. Þetta er draumurinn okkar allra, þó hann rætist kannski seint”. -Hvernig hafa svo æfing- arnar gengið? „Æfingarnar hafa gengið nokkuð vel. Leiklega séð stöndum við vel. Það hefur gengið á ýmsu, afföll á leikurum og annað slíkt, en þetta hefst”. mita LJ ÓSRITU N ARVÉLAR FRÁBÆR GÆÐAVARA Henta jafnt smáum sem stórum fyrirtækjum Vélar fyrir þá sem gera kröfur Viðhaldsþjónusta á staðnum snjaiiL sí Skagfirfiingabraut 6b - Simi: 95-6676 - 550 Sauðárkrókur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.