Feykir


Feykir - 11.11.1987, Blaðsíða 5

Feykir - 11.11.1987, Blaðsíða 5
37/1987 FEYKIR 5 ínn í Dögun En rollubandalagið gerði fleira en að berjast fyrir beinum hagsmunum. Þarna voru til dæmis haldin mjög vegleg þorrablót og svo setti Rollubandalagið upp leikritið Leynimel 13. Einn veturinn sýndum vi<3 það um alla Austfirði. Ég var formaður Rollubandalagsins í fjögur ár og er rígmontinn af því enn þann dag í dag. Þegar síldarævintýrið byijaði um 1960 var maður náttúru- lega í síldinni og árið 1960 lauk ég landsprófi. Ég ætlaði síðan að fara í Kennara- skólann en ég fékk mislinga í upplestrarfríinu í landsprófmu, og þá tóku sig upp hjá mér augnveikindi. Mér var bannað að lesa eða gera eitthvað sem reynt gæti á sjónina í ein tvö ár, svo að það varð ekkert úr meiru námi. Ég vann þá almenna verkamannavinnu til ársins 1962 en þá fór ég að vinna hjá Jóni Karlssyni sem rak þá útgerð, síldarvinnslu og bóka- búð. Hjá honum var ég fulltrúi til ársins 1967. Svo fer ég suður til Reykjavíkur og gerist þar sölumaður. 1973 er ég svo kominn í félagsmálin í Reykjavík og þá tekur við hjá mér hinn pólitíski þáttur í lífi mínu”. Undir kratarós Þú varst kosinn formaður ungra jafnaðarmanna og síðan tókst þú við framkvæmda- stjórastöðu hjá Alþýðuflokknum. Þú þjónaðir þrem herrum á þessu tímabili. Hvemig var það? Leiðrétting - undir kratarós „Þetta vom miklir umbrota- tímar í Alþýðuflokknum. hann var í mikilli lægð þegar ég byrjaði. Ég man eftir því að þegar við vorum að spá fyrir kosningarnar 1974, var aðalumræðuefnið hvort okkur tækist að halda Gylfa inni í Reykjavík eða hvort Alþýðu- flokkurinn þurrkaðist út. Niðurstaðan var svo sú að við héldum honum inni á 600 atkvæðum. Síðan gerist það að árið 1975 er ákveðið að endurreisa flokkinn. Það voru aðallega við yngri mennirnir í flokknum sem stóðum að því. Þetta var hópur sem seinna var kenndur við Vilmund Gylfa- son Þessi hópur var dreifður um landið. Ég held þó að án forystu Benedikts, sem studdi okkur en hélt þó oft aftur af okkur, þegar æskubjartsýnin yfírkeyrði raunsæina, hefði endurreisnin ekki tekist. Við vitum niðurstöðuna. Hún var þessi gífurlegi kosninga- sigur flokksins í kosningunum 1978. I rauninni má segja að þessi sigur hafi verið geig- vænlegur fyrir flokkinn því hann var of stór fyrir hann. Skipulag flokksins var ekki nógu sterkt. Ég hélt því fram að hann þ);ldi hámark 11 þingmenn. Á síðari árunum vorum við Ágúst Einarsson framkvæmdarstjóri Hraðfrysti- stöðvarinnar, gjaldkerar flokks- ins og okkur tókst það fyrir flokksþingið 1980, að gera flokkinn og Alþýðublaðið skuldlaus. Ég efast um að aðrir flokkar geti státað af slíku. Árin 1974 - 1978 voru að mörgu leyti erfiður tími. Flokkurinn skítblankur og launamál í algjörum ólestri. Ef vel gekk með happdrætti fékk maður borgaða nokkra mánuði, ef illa gekk fékk maður ekki neitt. Að öðru leyti var þetta mjög skemmti- legt. Ég minnist samskipta við Alþjóðasamband jafnaðar- manna sem voru mjög ánægjuleg. Þá kynntist ég persónulega mörgum er nú halda um stjórnvölinn í sínum heimalöndum. Einnig kynntist ég fjölda manns víðsvegar hér innanlands sem eru ágætis vinir mínir síðan. Eftir að Kjartan Jóhannsson varð formaður lá það fyrir að breytingar hlytu að verða. Ég hafði fyrst og fremst verið hægri hönd Benedikts Gröndals, þannig að ég óskaði eftir því að fá að hætta sem framkvæmda- stjóri. Þá um leið var auglýst laus til umsóknar sveitarstjóra- staða á Hofsósi. Ég sótti um hana og fékk”. Af hverju yfirgefurðu höfuð- borgina? „Það eru tvær ástæður fyrir því. í fyrsta lagi sætti ég mig aldrei við það að vera Reykvíkingur, ég hef aldrei verið Reykvíkingur. Allan þann tíma sem ég var fyrir sunnan var ég NorðFirðingur. Ég er trúlega allt of mikill sveitamaður til að passa inn í borgarlífið. Nú ég var orðinn þreyttur á pólitíkinni en ég gerði mér grein fyrir því að ef ég færi ekki úr bænum þá héldi það starf stöðugt áfram. Pólitíkin var afskap- lega skemmtilegur kafli í mínu lífi sem ég hefði alls ekki viljað missa af. Góðar1 ævisögur byggjast upp á nokkrum köflum og þessum kafla er hreinleg lokið og þá er rétt að hafa hrein kaflaskil. Eftir þetta hef ég sáralítil afskipti haft af pólitík. Ennþá sit ég þó í stjórn Áburðarverksmiðjunnar fyrir krata, en því kjörtímabili lýkur eftir rúmt ár. Ég lenti að vísu í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins eftir að ég hætti sem sveitarstjóri á Hofsósi en árið 1983 sagði ég af mér þar ásamt Agústi Einarssyni. Ég ætla ekki að standa í neinni pólitík hér eftir”. Varst þú kominn í andstöðu við flokkinn? Ég hef aldrei verið mikill jámaður. Eg hef gagnrýnt það sem mér hefur fundist rangt hvort sem það hefur verið rétt gert hjá mér eða ekki. Ég var ekki í andstöðu við flokkinn t.d. þegar ég fór á Hofsós. Það var hinsvegar komin ný forysta og mér fannst það eðlilegt að hún veldi sér það samstarfsfólk sem hún óskaði eftir. Ég var búinn að vera í starfinu í sjö ár og hef örugglega verið farinn að staðna, fannst sjálfum ég búinn að gefa flokknum það sem ég gæti af mér gefið. Ég lenti að vísu í ákveðinni andstöðu 1983 þegar við Ágúst sögðum okkur úr framkvæmdastjóm- inni. Ástæða þess voru innri málefni flokksins sem ég hef aldrei rætt og vil ekki ræða um í fjölmiðlum. Þeir menn sem við deildum þá á eru ágætir vinir núna, þó svo að það hafi verið heldur minni samgangur meðan á þessu stóð. Það var í rauninni Magnúsi H. Magnússyni að þakka að sambandið rofnaði ekki alveg þrátt fyrir þessi sárindi og átök sem sannan- lega urðu. Magnús var þá varaformaður flokksins og honum tókst að hindra að sárindin breyttust í reiði”. Garðar Sveinn við erum komnir í hring, þú ert fluttur á Krókinn. „Nei alls ekki, ég er ekki fluttur á Krókinn. Ég er búsettur á Hofsósi. Ég segi nú stundum að ég sé þróunaraðstoð Hofsóss við Krókinn”. Ertu Norðfirðingur eða ertu orðinn Skagfirðingur? „Ég held að ég sé hættur að vera Norðfirðingur. Ég hætti því í júlí í hitteðfyrra. Þá fór ég austur. Það var 25 stiga hiti og æðislega gott veður. En ég stoppaði ekki nema dag og fór aftur því allt í einu rann það upp fyrir mér að Norðfjörður var ekki sá hinn sami og verið hafði í huga mínum. Þetta var orðinn miklu stærri bær og allt var orðið breytt. Þetta var bara ekki minn Norðfjörður lengur. I rauninni veit ég ekki hvort ég er orðinn Skagfirðingur. Það veltur kannske á því hvað þessi rækjukafli í lífi mínu verður langur hvort ég verð Skagfirðingur eða ekki. En svona til að gleðja lesendur, ætli ég sé ekki Skagfirðingur núna”. Launareikningur er kjarabót fyrir launþega Við bjóðum þeimfjöldaeinstaklinga sem leggja reglulega inn fé, tékkareikning sem sameinar kosti veltureiknings og sparireiknings. Launareikningur er með 17% lágmarksávöxtun og í stað þess að reikna vexti af lægstu innstæðu á 10 daga tímabili, eru reiknaðir vextir af innstæðunni eins og hún er á hverjum degi. Handhafi tékkareiknings getur breytt honum í launareikning án þess að skipta um reikningsnúmer. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslunum BIINAÐARBANKIÍSLANDS Útibúið á Sauðárkróki Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð TRAUSTUR BANKI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.