Feykir - 11.11.1987, Page 6
6 FEYKIR 37/1987
16. Hagyrðingaþáttur
Heilir og sælir lesendur j
góðir. I síðasta þætti birti ég
þrjár vísur sem ekki var getið
höfunda að. Þar sem einn af
lesendum þáttarins hefur nú
haft samband við mig og
staðfest eftir hvern ein af
þessum vísum er, og ekki sé !
rétt með hana farið. Ætla ég
að byrja þennan þátt með.
því að birta umrædda vísu
aftur. Höfundur hennar er
Olína Jónasdóttir, og rétt er
vísan þannig:
Öruggt rennir út á mið
unaðs kennir sálin.
Hann er enn að álpast við
ásta- og kvennamálin.
Það kemur hér önnur vísa
eftir Ólínu, en ekki veit ég
hvort hún er ort um sama I
mann.
r t I
Ast ei fipast enn sitt starf
úr þér hripar gigtin.
Og í svipan einni hvarf
árans piparlyktin.
Tímaritið Iðunn var vin-
sælt lestrarefni hér áður fyrr,
að minnsta kosti upp til
sveita. Lestrarfélag Bólstaðar-
hlíðarhrepps var kaupandi
að ritinu og var það oft á ferli
á milli bæja í hreppnum. Eitt
sinn birtist í því þessi vísa,
höfundur er Kjartan Sveins-
son:
Oft er mínum innri strák
ofraun þar af sprottin.
í mér tefla alltaf skák
andskotinn og drottinn.
t
Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug
viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur,
ömmu og langömmu.
Helgu Sigriðar Sigurðardóttur
Aðalgötu 13, Sauðárkróki
Svavar Ellertsson
Ellert Svavarsson Bergþóra Valgeirsdóttir
Hallfrföur Svavarsdóttir Benedikt Friöbjörnsson
Jóhanna Svavarsdóttir Guöjón Jónsson
Guórún Svavarsdóttir
Lilja Svavarsdóttir Geir Sigurösson
Jónas Svavarsson Jóhanna Haraldsdóttir
Svava Svavarsdóttir Hinrik Jóhannesson
Barnabörn og barnabarnabörn.
Eitt sinn er blaðið hafði
verið á ferð um Blöndudalinn
tóku menn eftir því að búið
var að skrifa aðra vísu aftan
við vísu Kjartans og var það
álit þeirra sem til þekktu að
hún myndi vera eftir Jón
Jónsson bónda á Eyvindar-
stöðum:
Meira syndgar maðurinn
minnkar kærleiks aflið.
Eftir því sem andskotinn
oftar vinnur taflið.
Önnur vísa kemur hér eftir
Jón og er hún ort um reiðhest
Guðmundar Tryggvasonar,
áður bónda í Finnstungu:
Geðið undur ljúft og létt
lítt þó grundu vægir.
Hjá Guðmundi góðan sprett
grípur stundum Ægir.
Stefán Valgeirsson alþingis-
maður er ekki frekar en
margir aðrir sáttur við þær
skattaálögur sem nú dynja á
þjóðina. Eftir að hafa hlustað
á þá krataráðherrana yrkir
Stefán:
Léttvæg ykkar reynast rökin
réttlætið er horfið sjónum.
Þeir sem hafa breiðust bökin
bera minnst hjá þessum
Jónum.
Sigfús Steindórsson á
Sauðárkróki hlustaði sér til
hrellingar á fréttir af verð-
hækkunum og kvað:
Málningarvörur
í miklu úrvali
Kópal Flos gljástig 30
Kópal Glitra gljástig 10
Kópal Dyroton gljástig 4
öll málningaráhöld
Afkoman er ekki fín
alltaf gengið lækkar.
Bensín, smjör og brennivín
bagalega hækkar.
Þegar deila sú sem nú
hefur staðið um sölu Útvegs-
bankans var í uppsiglingu
orti Sigfús þessa vísu:
Mörgum finnst nú voðinn vís
víst það truflar þankann.
Jón ætlar að selja SIS
sj ávarút vegsbankann.
Þeir sem starfa í pólitíkinni
fá oft harða gagnrýni og
oftast eru ansi skiptar
skoðanir um það sem veriðer
að framkvæma hverju sinni.
Eitt sinn er mynduð hafði
verið ríkisstjórn með þáttöku
Framsóknarílokksins orti Páll
Pétursson þessa vísu:
Við förum á sjóinn þó farið sé
lekt
og framundan leiðinda starf.
Svo gerum við allt sem er
ómögulegt
en ekkert af hinu sem þarf.
Margir muna eílaust eftir
þeirri umræðu sem varð
síðastliðið sumar þegar sjávar-
útvegsráðuneytið kærði nokkur
fiskvinnslufyrirtæki fyrir ósam-
ræmi í aflaskýrslum, og því
afurðamagni sem frá þeim
kæmi. Meðal þeirra var
fyrirtæki það sem Skúli
Alexandersson alþingismaður
veitir forstöðu. Þegar Páll á
Höllustöðum heyrði þessi
tíðindi orti hann:
Skúli er helviti hygginn og
klár
hann hausinn af þorskinum
risti.
Það ná ekki aðrir að nýta
hann skár
það er nærri því betra en hjá
Kristi.
Næst koma hér tvær vísur
sem undirritaður hefur alltaf
gaman af að rifja upp. Tilurð
þeirra var á þá leið að
boðaður var fundur í áfengis-
vamamefrid Austur-Húnavams-
sýslu. Þar áttu að mæta
fulltrúar úr öllum hreppum
sýslunnar, en þegar til átti að
taka mætti enginn fulltrúi
fyrir Ashrepp. Þá orti séra
Hjálmar Jónsson nú prestur á
Sauðárkróki:
Hollur siður heldur dvín
hefur nautnin völdin.
Skyldu þeir breyta vatni í vín
í Vatnsdalnum á kvöldin.
Vísan barst vestur í
Vatnsdalinn og var Ólafur
Sigfússon í Forsæludal ekki í
vandræðum með að svara
presti:
Ekki þarf að efa það
um þær hetjur slyngar.
í fótspor Krists þeir fylgjast
að
flestir Vatnsdælingar.
Að loknum þessum gaman-
yrðum þeirra félaga er komið
að síðustu vísunni að þessu
sinni. Er hún ættuð af
Austurlandi og leynir sér
ekki á hvaða árstíma hún er
ort. Höfundur er Gísli
Helgason í Skógargerði:
Dagsins leynir ljósið sér
langar reynast nætur.
Það er mein að Eygló er
alltof sein á fætur.
Verið þið sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson
Eiríkstöðum
541 Blönduósi
sími 95-7154
Tindastóll tapaði með sæmd
fyrir Njarðvfldngum
íslandsmeistarar Njarðvíkur
í körfubolta léku við 1.
deildarlið Tindastóls sl. laugar-
dag í Iþróttahúsi Sauðár-
króks. í stuttu máli má segja
að leikur þessi hafi verið
leikur kattarins að músinni
því Njarðvíkingar voru með
yfirburðalið og verða ^reini-
lega illsigranlegir í Úrvals-
deildinni í vetur. Lið Tinda-
stóls átti ekki mikla mögu-
leika í leiknum, en þó brá oft
fyrir góðu spili hjá strák-
unum. Njarðvíkingar unnu
leikinn með 120 stigum gegn
73 stigum Tindastóls.
Fljótlega náðu Njarðvík-
ingar góðri forystu í leiknum
og voru leikmenn Tindastóls
ráðvilltir í leik sínum. En að
fá að spila gegn liði eins og
UMFN er góð reynsla fyrir
þetta unga lið Tindastóls og
þyrftu þeir fleiri leiki sem
þessa.
Staðan í hálfleik var 52-27
og í síðari hálfleik jókst
munurinn jafnt og þétt, þar
til í lok leiksins var munurinn
orðinn 47 stig, eða 120-73
eins og fyrr greinir.
Leikmenn Tindastóls mega
alls ekki vera óánægðir með
úrslit leiksins því Njarðvík-
ingar eru með eitt besta
körfuboltalið landsins, og
stigamunurinn því eðlilegur.
Besti maður Tindastóls
var Eyjólfur Sverrisson, auk
þess sem Agúst Kárason var
sterkur. Jón Már Guðmunds-
son átti einnig ágætan leik.
Að leik loknum var
leikmönnum beggja liða
boðið í kaffisamsæti í
Safnaðarheimilinu, sem körfu-
knattleiksdeild Tindastóls stóð
fyrir.