Feykir


Feykir - 03.02.1988, Page 1

Feykir - 03.02.1988, Page 1
ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA Tónlistarskólinn á Sauðárkróki: í nýtt húsnæði Sauðárkróksbær hefur nú fest kaup á húsnæði undir Tónlistarskólannn. Um erað ræða rúmlega 500 fermetra að Borgarflöt 1. Það er saumastofan Vaka sem seldi bænum part af húseign sinni. Eva Snæbjarnardóttir skóla- stjóri Tónlistarskólans sagði í samtali við Feyki vonast til að hægt yrði að slíta skólanum í nýja húsnæðinu í vor, en það réðist af því hvemig ganga myndi að innrétta húsnæðið. Formleg afhending var 1. feb. síðast liðinn. Þegar keppt var um Norður- landameistaratitilinn í þætti Ómars Ragnarssonar, Hvað heldurðu? varð lið Hún- vetninga að lúta í lægra haldi fyrir Þingeyingum eftir mjög harða og jafna keppni. Úrslitin urðu 29 á móti 23 Þingeyingum í hag. Að leikslokum má þó segja þetta: Húnvetninga hörku lið hefur unnið Skagfirðinga, en erfitt var að eiga við eitilharða Þingeyinga. Blönduós: r Utgerð Nökkva gengur sæmilega Hraðfrystihúsið á Hofsósi: Erfiðleikar í rekstrí „Ég er nokkuð ánægður með útkomuna á útgerð Nökkva HU 15” sagði Kári Snorrason á Blönduósi í samtali við blaðamann Feykis. Lítið hefur verið um bilanir á skipinu þetta fyrsta ár. Skipið var þó í slipp í hálfan mánuð þar sem það var yfirfarið m.a. með tilliti til þeirrar ábyrgðar, sem er á skipi og tækjum. Kári sagði að afli skipsins væri heldur minni en áætlanir hefðu gert ráð fyrir. Kemur þar tvennt til. Ekki var reiknað með tveimur tíu daga stoppum sem sett voru á skipið til þess að takmarka sóknina í rækjustofninn. Þá veiddist einnig minna af rækju, sem fór í rýrari flokkana og er unnin beint um borð. Aflaverðmæti úr sjó frá því að skipið hóf veiðar í fyrravetur og til áramóta var um 75 millj. kr. Hlutafé í Nökkva hf. var í upphafi ákveðið 30 millj. kr. Af því er búið að greiða 25 millj. Þar af á Særún hf. 10 millj. kr. Blönduóshreppur 7 millj. kr. og íslenska útflutn- ingsmiðstöðin 6 millj. kr. Smærri hluthafar eiga siðan afganginn. Nú á að bjóða hluthöfum að kaupa þessar 5 millj. kr. til viðbótar, að þeim frágengnum nýjum hluthöfum. „Verið að skoða stöðuna” Að sögn Kára er ekki ólíklegt að á næsta aðalfundi verði tekin ákvörðun um að auka hlutafé enn frekar. Um horfur á nýbyrjuðu ári sagði Kári að ekki þýddi annað en vera bjartsýnn. Nýsett lög um stjórnun fiskveiða virtust koma þokka- lega út fyrir útgerð skipanna Nökkva og Gissurar hvíta á Blönduósi. Hins vegar væri verðlag á rækjunni allt of lágt og því væri þessi rekstur erfiður. Erfiðast af öllu væri þó að eiga við vextina og væri fjármagnskostnaðurinn allt að sliga. Ólafur Friðriksson kaup- félagsstjóri Kaupfélags Skag- firðinga hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Verslunar- deildar Sambandsins, í stað Hjalta Pálssonar sem lét af störfum um áramótin. Ólafur tekur formlega við starfinu 1. mars næstkomandi. „Það eru eiginlega þrjár ástæður fyrir því að ég fer í þetta starf” sagði Ólafur þegar Feykir hafði samband Eins og flestum er kunnugt var öllu starfsfólki Hrað- frystihússins á Hofsósi sagt upp með mánaðar uppsagnar- fresti. Blaðið hafði samband við Ófeig Gestsson sveitar- stjóra á Hofsósi en hann á einnig sæti í stjórn HFH og spurði um horfur í málinu. „Það er að koma hingað aðili frá Byggðastofnun til þess að yfirfara gögn og við hann. „í fyrsta lagi var lagt að mér að taka þetta starf að mér. Þarna eru mikil verkefni framundan. I öðru lagi er alveg ljóst að kaupfélögin hafa haft áhuga á því að koma sínum mönnum inn í Sambandið og í þriðja lagi er þetta öllu stærra og umfangsmeira verkefni en um leið ákaflega sérhæft. Þetta er deild sem er með veltu upp á 3 milljarða skoða stöðuna. Það eru að koma menn frá Framleiðni sem er fyrirtæki á vegum Sambandsins. Það er verið að spá í nýtingu húsnæðisins sem Hraðfrystihúsið yFirtók þegar skelvinnslan datt út og það er verið að taka saman stöðu frystihússins um ára- mót eins nákvæmlega eins og unnt er og ég er sjálfur að fara í viðræður nú í vikunni meðan kaupfélagið er með veltu upp á um 2 milljarða. Ég mun samt halda áfram að starfa fyrir Skagfirðinga en um leið mun ég vinna fyrir önnur kaupfélög í landinu. Ég er á þeim aldri að geta tekist á við erfið verkefni og í þessu tilviki var þetta bara spurning um að hrökkva eða stökkva. En vissulega mun ég sjá eftir Skagfirðingum”. út af þessu máli þannig að það er heilmikið að ske í málinu”. Ófeigur sagði enn- fremur að þau langtímalán sem frystihúsið hefur tekið á liðnum árum hefðu nánast öll verið tekin til þess að auka hlutafé frystihússins í Útgerðar- félagi Skagfirðinga. Ennfremur sagði Ófeigur að reksturinn hafi verið á skammtímalánum upp á síðkastið og þegar rekstrargmndvöllur fiystingar- innar væri brostinn eins og staðan er í dag þá yrði að eyða þessum skammtímalán- um og breyta þeim yfir í langtímalán. Ófeigur sagði að taka ætti mið af þeim langtímalánum sem tekin hafa verið til hlutafjáraukningar í ÚS þegar reksturinn yrði skoðaður og á þau yrði horft sérstaklega. Eignarstaða hússins væri mjög góð og bæri mikið meira af langtímalánum en nú væri. „Það gengur ekki að reka þetta frystihús með því að vera með reksturinn á yfirdrætti á hlaupareikningi” sagði Ófeigur að lokum. Kaupfélag Skagfirðinga: Ólafur að hætta

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.