Feykir


Feykir - 03.02.1988, Síða 4

Feykir - 03.02.1988, Síða 4
4 FEYKIR 4/1988 Það er fróðlegt að skoða framkvæmdir við Blöndu- virkjun og flestir, sem þangað koma sjá eitthvað annað, en þeir hafa áður séð. Athyglisverðast finnst flestum að skoða göngin og stöðvar- húsið, sem nú er verið að steypa langt inni í hlíðinni hjá Eiðsstöðum. Og þótt úti sé frost er þar inni um 20 stiga hiti í berginu og því góður vinnuhiti. En mörgum finnst óhugnalegt að aka þarna inn, niður brekku sem er brattari en vegurinn af ... Vatnsskarði og niður hjá Bólstaðarhlíð. Loks þegar eknir hafa verið um 800 m er botninum náð. Þar er verið að steypa stöðvarhúsið. Þaðan liggja síðan um 1700 m löng göng út að Blöndu. Þau eru nær því lárétt og þar sem þau koma út að árfarveginum eru þau 12 m neðaren árbotninn. Á lokastigi virkjunarfram- kvæmdanna verða þessi göng opnuð út í ána og þá grafinn skurður 1200 m niður með ánni. Eftir þessum göngum rennur vatnið frá aflvélunum og verða þau alltaf full af Eldjámsstaðaflána, en í henni verður inntakslón virkjunar- innar. „Þessa dagana er verið að bjóða út framkvæmdir við undirstöður undir þrjár aðal- stíflur virkjunarinnar”, sagði Sveinn. „Með forvali voru valdir 10 verktakar, bæði innlendir og erlendir til þess að bjóða í þetta verk. I sumar verður grafið niður á fast fyrir stíflugarðinum á þessum þremur stíflustæðum, en stíflurnar eru Gilsárstífla, sem er fyrir inntakslónið, Blöndustífla, sem er aðal- stífla virkjunarinnar og Kolku- stífla. Þá verða einnig boraðar margar holur í botn stíflustæðanna. Þar ofaní verður sementseðju dælt til þess að þétta undirlagið. Þessar holur verða með um tveggja m millibili og þær dýpstu um 25 m. Þetta verk er mjög sérhæft því þarna er verið að byggja mannvirki, sem þú sérð aldrei”, sagði Sveinn. Þess vegna var ákveðið að hafa forval á verktökum fyrir þetta verk því þarna þarf bæði sér- að tveimur göngum, sem liggja lóðrétt frá yfirborðinu að stöðvarhúsinu sem er 230 m undir yfirborði jarðar. Önnur göngin eru fallgöng fyrir vatnið. Tuttugu manna hópur Júgóslava er að vinna að því að koma stálfóðringu fyrir í þessum göngum, en um hana mun vatnið falla í framtíðinni. Þessi hólkur er 3.4 m í þvermál og neðst var þykkt stálsins 3.5 cm. Við yfirborð jarðar verður sú þykkt helmingi minni. Á síðari stigum virkjunarfram- kvæmdanna verður síðan lögð heldur sverari pípa áfram upp brekkuna og allt upp í skurð sem kemur úr inntakslóninu þannig að heildarfallhæð vatnsins verður um 280 m. Þetta verk er unnið þannig að í húsi uppi á yfirborðinu eru soðin saman 6 m löng rör. Síðan eru þau látin síga niður í göngin. Fyrsti búturinn var 16 tonn á þyngd, en svo smáléttastþau eftir því sem stálið þynnist. Niðri í göngunum eru bútarnir svo soðnir saman og steypt í kringum þá. Þegar ég var þarna á ferð voru menn að búa sig undir að láta 10. bútinn síga niður og þannig verður haldið áfram allt þar til upp verður náð. „Þessir Júgóslavar vinna mjög gott verk”, sagði Sveinn. Allar suður eru bæði Menn við steypuvinnu í göngunum. vatm, enda vinna vélarnar við mótþrýsting. Sérhæft verk Sveinn Þorgrímsson staðar- verkfræðingur tók vel beiðni blaðamanns að sýna staðinn og segja frá helstu fram- kvæmdum. Fyrst fórum við upp á hæðirnar fyrir ofan Eiðsstaði. Þar sást vel yfir þekkingu og mjög sérhæfðan tækjabúnað. Sveinn sagði að þetta verk þyrfti að vanda mjög vel ekki síður en aðra þætti virkjunarinnar, því það þýddi lítið að byggja vandaða stíflu ef vatnið kæmist undir hana. Stálfóðruð vatnsgöng Næst lá leið okkar Sveins röntgenmyndaðar og örbylgju- mældar. Það er alger undan- tekning að við þurfum að láta þá endurvinna eitthvert verk. En við höldum áfram að prófa allar suður því hér verður allt að vera í fullkomnu lagi”. Sveinn sagði að Júgóslavamir ynnu á vöktum allan sólar- hringinn. I vor verða þeir komnir með stálpípuna upp Blönduvirkjui á yfirborðið og þá verður hlé á þeirra verki í tvö ár. Síðan koma þeir aftur og leggja niðurgröfnu pípuna upp hlíðina að inntakinu. „Júgóslövunum líkar vel hér á landi”, sagði Sveinn. Þegar hafa 7 af þeim mönnum sem hingað hafa komið til vinnu fengið sér aðra framtíðarvinnu hér á landi, en aðrir komið að utan í þeirra stað. Trimmtæki framtíðarinnar Hin göngin eru lyftu- og kapalgöng. I þeim verður einnig stálstigi. I botni ganganna voru menn að steypa undirstöður undir stigann og lyftuna. „Hér á kankvís að þessi stigi gæti orðið ágætis trimmtæki því þarna verður nokkuð á annað þúsund tröppur, enda 230 m frá botni og upp. Hvaðan var borað? „Það eru nokkur áhöld um það hvort við boruðum þessi lóðréttu göng ofan frá eða neðan frá”, sagði Sveinn. Verkið var unnið þannig að borvélin var á yfirborðinu og fyrst var 30 cm víð hola boruð ofan frá og niður í hvelfinguna, sem þá var búið að sprengja niður í berginu. Þar var síðan jafn víð borkróna og göngin áttu að vera, fest á borstöngina. Þessu næst var borinn settur í yfirborðinu verður stjórnhús og spennahús”, sagði Sveinn. Þeir sem koma að virkjuninni fullbúinni, koma hér að og þurfi menn að fara niður í stöðvarhúsið verður farið niður með lyftunnL Aðkomu- göngin, sem nú er ekið eftir inn í hlíðina verða aðeins fyrir þungaflutninga og því mjög lítið notuð. Þegar Sveinn var spurður nánar út í til hvers stiginn væri í þessum lóðréttu göngum, sagði hann að það væri fyrst og fremst öryggisins vegna, því alltaf gæti eitthvað bilað. En svo bætti hann við afturábak gír og þannig togaði hún borkrónuna upp. Efnismassinn féll hins vegar niður og var ekið út úr fjallinu. Skógrækt og umhverfísmál Næst lá leið okkar Sveins niður að aðkomugöngum virkjunarinnar. Á leiðinni sagði hann mér að í sumar hefði Landsvirkjun látið gróðursetja 10 þúsund trjá- plöntur í tvo ha lands. Nú er búið að girða aðra tvo ha og þar verður gróðursett næsta sumar. „Við ætlum að halda

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.