Feykir


Feykir - 03.02.1988, Qupperneq 5

Feykir - 03.02.1988, Qupperneq 5
4/1988 FEYKIR 5 þessu áfram næstu árin og gerum þetta í góðri samvinnu við ábúandann hér á Eiðs- stöðum”, sagði Sveinn. Þá er einnig ætlun okkar að snyrta í kringum aðkomugöngin í sumar. Nú er búið að aka út öllu því efni, sem úr göngunum kemur og því tímabært að fara að ganga frá svæðinu. Innbyggt stöðvarhús Gerð jarðgangna virkjunar- innar er nú lokið og þau hafa verið fóðruð að innan með því að sprauta steypu á veggi og loft eftir þörfum. A leiðinni inn göngin sagði Sveinn mér að síðar yrðu aðkomugöngin lögð bundnu en á síðari stigum fram- kvæmdanna, enda þarf fyrst að koma vélunum fyrir, en þær ná upp í gegnum öll gólfin. Daginn sem ég var í Blönduvirkjun var verið að steypa undirstöður undir lyftuhúsið. Þann dag voru 50 m3 steyptir en það er svipað steypumagn og fer í þriðjung af meðal einbýlishúsi. I hugum virkjunarmanna var þó þarna um smásteypu að ræða enda hafa þeir komist upp í að steypa 600 rúmmetra í einu en sú törn stóð í tvo sólarhringa. Alls fara um 30 þúsund m3 af steypu í virkjunarframkvæmd- irnar og þar verða notuð um 800 tonn af steypustyrktar- járni. „Það er þónokkur alkalí- virkni í steypuefninu, sem við notum og sækjum fram að Sandá”, sagði Sveinn. Til þess að vinna á móti því fór fram viðamikið rannsóknar- Afstöðumynd af jarðgöngum Blönduvirkjunar . Fallgöng. Lóðrétta pípan er 230 m. Stöðvarhús. 150 MW. 3 vélar. í. Göng til þrýstijöfnunar fyrir frárennsli 240 m. I. Aðkomugöng að stöðvarhúsi 810 m. . Forskáli með loftræstibúnaði. i. Kapla- og lyftugöng milli stöðvarhúss og stjórnhúss 230 m. '. Frárennslisgöng 1700 m. 1. Frárennslisskurður, grafinn 1991, 1200 m. '. Vegur að munna frárennslisgangna. 0. Stjórnhús og spennastöð. 1. Háspennulína, sem tengist út á dreifikerfi landsins. 7) © slitlagi, en að öðru leyti væru þau komin í það horf, sem þau verða í framtíðinni. Menn voru að störfum við byggingu stöðvarhússins. Búið er að steypa undirstöður undir vélarnar þrjár, sem þarna eiga að koma. Stór stútur er á veggnum móts við hverja vél og þar mun vatnið koma, en síðan er frárennsli út úr veggnum hinu megin. Stöðvarhúsið verður ekkert smásmíði. Það er 66 m á lengd og byggt á mörgum hæðum. Heildarlofthæð er um 30 m. Gólf millihæðanna í vélasal verða ekki gerð fyrr verkefni og í framhaldi af því framleitt sérstakt sement til þess að nota hér. Það heitir Blöndusement. Mikilvæg reynsla „Það sem er nýtt og sérstakt við þessa virkjun, miðað við aðrar virkjanir hér á landi eru þessi miklu jarðgöng”, sagði Sveinn. „Við gerð þeirra hafa hins vegar ekki komið upp nein óvænt vandamál”. Tal okkar Sveins barst að þeim hugmyndum sem eru uppi um mikla jarðgangna- Stálpípan í fallgöngin. Sveinn Þorgrímsson staðarverk- fræðingur stendur inni í pipunni. gerð í sambandi við vegagerð hér á landi. Sveinn sagði að víða hérlendis væri betra berg til jarðgangnagerðar en við Blöndu. Miðað við það og miðað við reynsluna af gerð jarðgangnanna við Blöndu taldi hann að það ætti að vera síst erfiðara að gera þessi veggöng, en göngin við Blöndu. Góðir nágrannar I samtalinu við Svein kom fram að hann hefur nú verið staðarverkfneðingur við Blöndu- virkjun allt frá því að Landsvirkjun yfirtók bygg- ingu hennar fyrir 5 árum síðan. „Maður er séstaklega þakklátur fyrir það hve öll þessi vinna hefur gengið áfallalaust”, sagði Sveinn. Hér hafa aldrei orðið alvarleg vinnuslys þó vissulega leynist víða hættur á vinnusvæði sem þessu. Um samskiptin við íbúana í nágrenninu sagði Sveinn. „Þau hafa allan tímann verið mjög góð. Vissulega voru hér deilur um þessa virkjun áður en bygging hennar hófst, en þær deilur voru mér og því starfi sem ég vinn hér óviðkomandi og ég hef reynt að eiga góð samskipti við fólkið hér í sveitunum. Vona ég að þau samskipti hafi verið góð á báða bóga”. Lokaorð Blönduvirkjun verður tekin í notkun árið 1991. Eins og áður hefur komið fram í þessum pistli verða undir- stöðurnar undir stíflurnar gerðar í sumar, en þær sjálfar byggðar árin 1989 - 1991. Á þessu ári verður lokið við að steypa stöðvarhúsið upp, en vélarnar koma síðar. I vorleysingum 1991 verður farið að hleypa vatni í uppistöðulónið og áætlað er að það verði að mestu fullt það sumar. Hér að framan hefur verið reynt að gefa örlitla mynd af því hvernig framkvæmdir við Blönduvirkjun standa nú og hvað er á næstu grösum. Plássins vegna hefur þó fjölmörgu verið sleppt, enda af mörgu að taka og mörgu hægt að segja frá. En að lokum eru Sveini Þorgríms- syni færðar þakkir fyrir góða leiðsögn um svæðið. Þorramaturinn okkar er úrvalsvara Hann er framleiddur hér heima úr góðu hráefni frá skagfirskum bændum fkdgfirðingabúð Þú þarft ekki annað!

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.