Feykir


Feykir - 30.03.1988, Blaðsíða 6

Feykir - 30.03.1988, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 12/1988 Ása Dóra Konráðsdóttir tekur við viðurkenningu fyrir besta afrek í sundi á árinu 1987. Frá ííóugleði kvenfélagsins Framtíðarinnar í Fljótum. Skemmtinefndin tekur lagið. Arsþing UMSS Sextugasta og áttunda ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar var haldið í Höfðaborg á Hofsósi 19. mars sl. Mættir voru 52 fulltrúar frá 11 aðildarfélögum. Ekki mættu fulltrúar frá þremur félögum. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Hermann Sigtryggsson frá Akureyri, hinsvegar mættu ekki fulltrúar frá UMFI að þessu sinni. Talsverðar umræður urðu um skýrslu stjórnar sem Sveinbjörn Njálsson flutti. Var það einkum skipulagning og þátttaka í landsmóti UMFI sL sumar sem þingfull- trúar gerðu að umtalsefni. Einnig bar á góma ýmiss skipulagning landsmótshaldara á mótsstað. All margar tillögur voru lagðar fyrir þingið og voru umræður um þær á köflum hinar líflegustu. Einnig lá fyrir þinginu tillaga að mótaskrá í frjálsíþróttum og sundi og var hún samþykkt. Fyrir þinginu lágu ársreikningar síðasta árs. Niðurstöðutölur tekna og gjalda voru 1 millj., 480 þúsund en á eignareikningi 523 þúsund krónur. í lok þingsins var kjörin stjórn UMSS fyrir yfirstandandi ár. Sveinbjöm Njálsson á Hólum í Hjaltadal var endurkjörinn formaður, aðrir í stjórn eru Stefanía Guðmundsdóttir, Höfð- strendingi, Gýgja Sigurðar- dóttir, Glóðafeyki, Ragna Hjartardóttir, Tindastóli og Stefán Haraldsson, Tindastóli. íþróttaniaður ársins, Berglind Bjarnadóttir tekur við viður- kenningu úr hendi Sigurbjarnar Njálssonar formanns UMSS. Góugleði Fljótamanna Frá A.F.S. á Fyrir skömmu var haldin hin árlega góugleði Fljóta- manna. Sú hefð hefur skapast í sveitinni að búnaðar- félögin og kvenfélagið hafa skipst á um að halda skemmtunina. Að þessu sinni var ár kvenfélagsins og stóðu þær að samkomunni með sínum alkunna myndar- brag. Á þessari samkomu er framreiddur gómsætur matur, en borðhald með árshátíðar- sniði. Ekki má heldur gleyma skemmtiatriðum sem að undanskildum hljóðfæra- leik eru oftast samin og flutt af heimamönnum. Eru þar ýmsir merkisatburðir rifjaðir upp og færðir í viðeigandi búning meðal annars af hagyrðingum. AFS eru alþjóðleg samtök sem starfa á sviði menningar og fræðslu. Þau vom stofnuð 1947, en hafa starfað hér á landi síðan 1957, og eiga þvi 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Tilgangur samtakanna er m.a. að efla vitund fólks um það sem er sameiginlegt öllum mönnum, einnig að auka skilning á margbreytileika hinna ólíku menningarsamfélaga og síðast en ekki síst að auka ábyrgð og félagslega samkennd fólks hvar sem er í heiminum. Með þessu vilja samtökin stuðla að friði og skilningi manna á millL Til að vinna að þessu markmiði standa samtökin m.a. fyrir nemendaskiptum milli landa. Megináhersla er lögð á að þátttakendur dvelji á heimilum og kynnist raunverulegu fjöl- skyldulífi. Fjölskyldutengsl em því einn mikilvægasti þátturinn í starfi samtakanna. Fjölskyldur, sem ákveða að bjóða skiptinema inn á heimili sitt, geta verið mjög margbreyti- legar, t.d. fjölskyldur með börn, ung barnlaus hjón, einstæðir foreldrar, foreldrar með uppkomin börn o.s.frv. Það er því ekki um neina einstaka fjölskyldugerð að ræða; það er fyrst og fremst áhuginn og hlýtt viðmót, sem ræður því hvort fjölskyldur bjóðast til að taka að sér skiptinema. Fjölskylda sem tekur nema inn á heimili sitt verður margs fróðari. Hún lærir ótal r Islandi margt nýtt um sjálfa sig og okkur íslendinga. Ýmsar venjur sem þykja sjálfsagðar og hafa verið hluti af lífi okkar án nokkurrarumhugsunarfá nýja merkingu. Hversdags- legt umhverfi og athafnir verða skoðaðar í nýju ljósi. Einnig lærir fjölskyldan mikið um land og þá þjóð sem neminn kemur frá. Þegar fjölskylda, sem tekið hafði nema í ársdvöl, var spurð að því hvað hefði verið erfiðast, var svarið: „Það var erfiðast að kveðja nemann þegar hann fór.” Nú er AFS á íslandi að hefja fjölskylduöflun vegna þeirra skiptinema, sem koma hingað til lands nú í sumar, ýmist til að dvelja 2 mánuði yfir sumarið, eða til að dvelja hér árlangt og ganga í skóla. Ef að þú, lesandi góður, telur að loknum lestri þessarar greinar að hún eigi erindi við þig, og hefur áhuga á að kynnast þessu máli nánar, þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur að Skúlagötu 61, Reykjavík, s. 91-25450, eða við undirritaða. Eva Ólafsdóttir s: 95-5391 Canon Ótrúlega nett. Afköst 6 afr./mín. Hún getur fylgt þér hvert sem er. Einkaljósritunarvélin sem beöiö var eftir. Meö eöa án íleggjara. Ótrúlegt verö. Ml ll ll -.1 Skagfirðingabraut 6b - Simi: 95-6676 - 550 Sauðarkrókur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.