Feykir - 30.03.1988, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 12/1988
Knattspyrnulið Ungmennafélagsins Tindastóls á Sauðár-
króki náði að tryggja sér sæti í 2.deild íslandsmótsins í sumar,
eftir að hafa unnið sinn riðil í 3.deildinni sl. sumar. Þetta ætti að
vera flestum kunnugt og í tilefni þessa leit blaðamaður Feykis
við í herbúðum Tindastóls á dögunum, ræddi við þjálfarann,
Bjama Jóhannsson og fleiri.
Undirbúningur fyrir keppnistímabilið í sumar stendur sem
hæst hjá Tindastóli, sem og öðrum liðum, og þegar þessi grein
birtist er 25 manna hópur frá Tindastóli staddur í æfingaferð í
Belgíu fram á n.k. laugardag. Þar verður æft af kappi og leiknir
tveir æfingaleikir á æfingasvæði Lokeren, liðinu sem Amór
Guðjónsen lék eitt sinn með. Leikmenn Tindastóls hafa að
undanförnu staðið í fjáröflun fyrir þessa ferð, m.a. með
happdrætti, selt klemmur, þvottapoka og gólftuskur og sölu á
pylsum í pylsuvagninum við Faxatorg.
Með í ferðinni til Belgíu er undirritaður, þannig að henni
lokinni munu lesendur Feykis fá greinargóða ferðasögu í máli og
myndum.
Tindastóll er að spila í annað
skiptið í 2.deild. Árið 1984 lék
liðið þar og varð dvölin ekki löng
því fall í 3. deild varð strax að
vemleika. Er því vonandi að
liðinu takist að gera betur í þetta
skiptið.
Eitthvað er um tilfæringar á
leikmönnum hjá Tindastóli íyrir
sumarið. Gunnar Valdimarsson
leikur ekki með, hann skipti yfir i
sitt gamla félag ÍR. Síðan eru
miklar líkur á að „gamla”
kempan Birgir Rafnsson muni
leggja skóna á hilluna, en allt
getur gerst í heimi knattspyrn-
unnar. Þá er einnig ljóst að
Bjarni þjálfari leikur ekki
með í sumar, fyrst og fremst
vegna meiðsla sem hentu hann
í vetur. Hópurinn mun
hinsvegar styrkjast veru-
lega með tilkomu fimm
nýrra leikmanna. Fyrst skal
telja tvo nýja „gamla” leik-
menn, þá Bjöm Sverrisson og
Sigurjón Magnússon. Björn
hefur spilað með ÍR að
undanförnu og Sigurjón
(Siggi Böggu) lék síðast með
og þjálfaði lið Stokkseyringa.
Báðir eru þeir uppaldir
Króksarar og Tindstælingar.
Þá bætist Arni Olason í
hópinn frá Emherja Vopna-
Firði, en Arni lék með
Tindastóli í 2.deild 1984.
Þannig að eftir eru tveir
glænýjir leikmenn, þeir Eysteinn
Kristinsson og Ólafur Adolfs-
son. Eysteinn kemur frá
Þrótti Neskaupstað og Ólafur
frá Víkingi Ölafsvík. Báðir
eru þetta mjög sterkir
leikmenn. Síðan má ekki
gleyma, þegar verið er að tala
um nýja leikmenn, ungu og
efnilegu strákunum sem eru
að koma upp úr yngri
flokkum félagsins. Þeir styrkja
liðið ekki síður en þeir sem
eldri eru og reyndari.
Tveir gamlir jaxlar
Talandi um eldri og
reyndari leikmenn þá hitti
blaðamaður tvo slíka að
máli, áður en hann náði tali á
Bjarna þjálfara. Það voru
þeir Þórhallur Ásmundsson
og Rúnar Björnsson. Þeir
hafa leikið vel og lengi með
m.fl. Tindastóls, Þórhallur í
12 ár og Rúnar í 14 ár. Áður
höfðu þeir spilað með liði
UMSS í 3.deildinni þannig
að hér eru á ferð tveir gamlir
jaxlar. Ekki var hjá því
komist að spyrja kappana
nokkurra spurninga.
Hvað eru þið gamlir strákar?
Þ: „Við erum ungir.”
Hvað eru þið ungir?
R: „Ég er 32 ára.”
Þ: „Samkvæmt almanakinu
er ég nýorðinn 35 ára.”
Ætlið þið ekkert að fara
hætta þessu?
R: „Jú, jú, það fer að koma
að því.”
Þ: „Ætli þetta verði ekki
síðasta sumarið okkar. Annars
er með þetta eins og kemur
fram í laginu Popplag í G-
dúr, það er engin leið að
hætta, það er í rauninni engin
einasta leið að hætta sko.”
Eigið þið séns á að komast í
11 manna hópinn?
R: „Við værum hérna ekki
annars.”
Þ: „Maður væri nú ekki að
mæta hérna nema að komast
í 11 manna hópinn. Maður
myndi frekar vera heima að
horfa á sjónvarpið á ensku
knattspyrnuna, eða bara
dunda sér í garðinum.”
Þar með höfum við það,
eldhressir „strákar” þarna á
ferð og engan bilbug á þeim
að finna. Þeir verða sterkir í
sumar að vanda.
Bjarni þjálfari
Þá er kominn tími til að
spjalla við Norðfirðinginn
Bjarna Jóhannsson þjálfara
Tindastóls. Bjami kom hingað
sl. vor og tók við þjálfun
liðsins og kom því upp í
2.deild. Bjarni er 30 ára,
fæddur og uppalinn á
Neskaupstað. Að lokinni
skólagöngu á Neskaupstað
fór hann í Menntaskólann í
Hamrahlíð og útskrifaðist
þaðan sem stúdent árið 1980.
Þá lá leið Bjarna beint á
Laugarvatn í íþróttakennara-
Litíð við hjá knattspym
„Takmarkið að halda
Rætt við Bjama Jóhannss
Bjarni Jóhannsson þjálfari Tindastóls.
keppt í öllum flokkum frá
7.flokki upp í m.fl. og 3.fl.
kvenna bætist við. Fólk verður
að skilja það að aukið
umfang krefst aukinnar
aðstöðu og gífurlegrar vinnu.”
Hvað finnst þér um hug
bæjarbúa gagnvart knattspym-
unni? Er nógu mikið líf í
kringum hana?
„Sko, ef að lið ætlar að ná
langt í knattspyrnu þá er það
þáttur svo margra. Þáttur
Hluti af liði Tindastóls á æfingu í ga<
skólann og ‘82 útskrifaðist
hann sem íþróttakennari.
Eftir það fór hann til
Isafjarðar og kenndi þar sem
íþróttakennari í þrjá vetur.
Árið 1985 fékk Bjarni
inngöngu i Norska Iþrótta-
háskólann í Osló. Var hann
þar þangað til hann kom í
Skagafjörðinn og þá með
gráðu í heilsu- og íþróttalíf-
fræði upp á vasann.
Bjarni, ef þú byrjaðir á að
renna í gegnum knattspyrnu-
ferilinn?
„Já, ég spilaði í gegnum alla
yngri flokkana hjá Þrótti
Neskaupstað, síðan með
m.fl. í 3. deild og 2.deild frá
1975-1981. Árið ‘82 og ‘83
lék ég með Isfirðingum í
l.deildinni og ‘84 með KA,
einnig í l.deild. Síðan
þjálfaði ég og lék með Þrótti
Nes. sumarið áður en ég fór til
Noregs, semsagt ‘85. Sumarið
eftir þjálfaði ég og lék með 4.
deildarliðinu Askim í Noregi.
Svo var það Tindastóll sl.
sumar.”
Hvernig var svo að koma á
Sauðárkrók og taka við
þjálfun Tindastóls?
„Útlitið var nú ekki bjart,
þegar ljóst var að margir
leikmenn liðsins frá árinu
áður höfðu horfið á braut,
þannig að hópurinn var ekki
stór. Það má segja að það
hafi ríkt svartsýni yfir því að
liðið gæti verið áfram í
toppbaráttu 3. deildar. En
annað átti eftir að koma i ljós
og ég vil meina það að fyrsti
leikurinn á Neskaupstað
gegn Þrótti hafi þjappað
mönnum okkar saman. (Leikur-
inn vannst 1-0 innsk. blm.) Þetta
var eini leikurinn sem ég sá
ekki um, Palli Ragnars sá um
hann. Þarna náðu menn
neista sem þeir héldu allt
sumarið, það var góður
mórall og menn lögðu sig
fram í leikjum og á
æfingum.”
Ef þú hugsar til baka Bjarni
yfir síðasta sumar. Var eitt-
hvað sem kom þér á óvart?
„Ég verð að segja að það
voru nokkrir leikmenn sem
komu mér á óvart, leikmenn
sem bjuggu yfir miklu meiri
getu en ég hafði búist við.
Sumarið byrjaði mjög vel, við
unnum fimm leiki í röð í
byrjun og síðan gerðum við
jafntefli við Magna á útivelli.
Það var mjög góður kafli.
Síðan fórum við á Landsmótið
og spiluðum ekki deildarleik
frá 8. júlí til 26. júlí. Eftir það
kom slæmur kafli fram í
miðjan ágúst. Þá héldu
margir að liðið væri búið að
missa dampinn, eins og svo
oft áður í lok tímabils. En
síðan komu tveir dúndurleikir
sem unnust með tveggja stafa
tölu. Það hleypti nýju blóði í
mannskapinn aftur. Ég vil
meina það að við lukum
þessu móti með sóma, þó
mér hafi fundist það sárastaf
öllu á þessu tímabili, úrslita-
leikurinn í Reykjavík gegn
Fylki, að tapa honum á
vítaspyrnukeppni. ”
Hvernig finnst þér staðið að
knattspyrnumálum hjá Tinda-
stóli?
„Það er líf í kringum
fótboltann hérna vil ég
meina. En sá kraftur sem er á
bakvið knattspyrnuna hérna,
hann er allt of fámennur. Því
sem ég hef kynnst þá hefur
verið staðið ágætlega að
málum hér. Við verðum að
gera okkur grein fyrir einu að
þegar betri árangur næst
þá verður auðvitað allt að
fylgja með. Betri árangur
krefst betri aðstöðu. Þó svo
þessi bær búi yfir góðum
grasvelli sem er stolt knatt-
spyrnunnar hér þá þurfum
við að spyrja okkur að einu
hvort við þurfum ekki
æfingasvæði. Ég vil meina
það að malarvöllurinn sé í
mjög slæmu ástandi. Það
liggur alveg ljóst fyrir að
umfang knattspyrnunnar hér
á Sauðárkróki fer sívaxandi.
Sem dæmi um það þá verður í
sumar, eins og síðasta sumar,
hins almenna bæjarbúa skiptir
miklu máli, sjáum t.d. á
Ólafsfirði. Hér á Sauðárkróki
eru alltof fáir á vellinum, það
ættu að vera um 4-500 manns
á hverjum heimaleik. Það er
alveg staðreynd að á þeim
stöðum úti á landi, af svipaðri
stærð og hér, sem náð hafa
langt í fótboltanum, að þar er
allur bærinn í þessu af lífi og