Feykir


Feykir - 30.03.1988, Blaðsíða 5

Feykir - 30.03.1988, Blaðsíða 5
12/1988 FEYKIR 5 luliði Tindastóls sætinu”, ;on þjálfara Myndir og texti: Björn Jóhann Björnsson sál. Ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að þetta verði svona hér í sumar. Maður sá það síðasta sumar að á úrslitaleiknum komu miklu fleiri á völlinn og ég ætla svo sannarlega að vona að fólk fjölmenni á völlinn í sumar og styðji við bakið á 2. deildarliði Tindastóls. Ekki nóg með það, heldur hvet ég alla foreldra sem eiga börn á yngri árum í fótboltanum að fylgjast nú vel meðsínu barni í leik og starfi, þar sem boðið verður uppá mjög fjölbreytta starfsemi innan félagsins í sumar. Það sást mjög vel á pollamótinu sl. sumar í tilefni 80 ára afmælisins að þeir foreldrar sem störfuðu og fylgdust með krökkunum fannst það mjög ánægjulegt. Það er akkúrat svona sem við verðum að ná fólkinu, við verðum að ná því í gegnum börnin því allir vilja börn- unum sínum vel. Þáttur foreldra í starfi yngri flokkanna verður að margfaldast og ég segi fyrir mig að ein af ástæðum fyrir því að ég kom hingað á Sauðárkrók var sú að ég taldi þennan bæ einmitt búa Hvemig hefur svo undirbúningi verið háttað í vetur fyrir 2. deildina? „Keppnistímabilinu lauk í lok september og óformlegar æfingar hófust um miðjan október. Þá setti ég upp æfinga- áætlun sem mönnum var frjálst að fara eftir, þar sem var um að ræða hlaup og létta styrktarþjálfun. þetta stóð yfir fram í miðjan desember. Síðan tókum við þátt í íslands- mótinu í innanhússknatt- spyrnu 20. janúar og komust því miður ekki upp. Undir- búningstímabilið hófst svo fyrir alvöru 25. janúar og við erum búnir að æfa grimmt síðan, eða alls um 25 æfingar. Spiluðum svo tvo æfingaleiki á gervigrasvellinum í Reykjavík við Leikni og KR. Unnum Leikni 3-0 en töpuðu fyrir KR 2-0. Síðan er það Belgíuferðin, sem er náttúrulega mikil lyftistöng fyrir okkur. Ég lít á þessa ferð fyrst og fremst til að þjappa hópnum saman og sameina þessi brot sem æfa víðs vegar um landið. Nokkrir hafa æft í Reykjavík i vetur, einn á Laugarvatni og einn á Neskaupstað. Þarna koma Idinum yfir þessum punktum. Hér eru árgangar af mjög góðri stærð. Ég verða að segja það að þetta lítur ágætlega út fyrir sumarið. T.d. er4.flokkur að fara til Noregs, knattspymu- deildin búin að stofna sér unglingaráð og meiningin er að í kringum hvem yngri flokk veiði sérstakt foreldraráð.” nýjir menn í hópinn og einnig ungir strákar sem em að koma upp úr yngri flokk- unum, þeir fá þarna tækifæri á að fara út í æfingabúðir. Að lokinni Belgíuferðinni eftir páska spilum við æfingaleiki nánast um hveija helgi fram að móti.” Hverja telur þú möguleika liðsins í sumar? 2. flokkur UIVIFT 1987. ,,Ég tel auðvitað möguleika þessa liðs að halda sætinu í 2.deild mjög raunhæfa, og raunsætt markmið er náttúm- lega að halda því. Maður væri ekki að standa í þessu ef maður tryði því ekki og það er einmitt þetta, menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera og standa og falla með þeim ákvörðunum sem teknar eru. Ef að menn gera það ekki og hafa ekki trú á þessu, þá vantar mikið.” Hvemig hefur þér svo líkað á Króknum, á að vera áfram? „Mér hefur líkað mjög vel hérna og síðasta sumar var náttúrulega ánægjulegt. Ég hef verið að kenna í vetur íþróttir og líkað það vel. Samningurinn minn rennur út næsta haust og ég hef ekkert hugsað lengra. Það verður bara að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér.” Eitthvað að lokum Bjarni? „Ég hvet alla bæjarbúa og fyrirtæki til að styðja vel við bakið á þessu liði vegna þess að ég tel liðið hafa raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Ég tel það mikil- vægt fyrir knattspyrnuna hérna á Sauðárkróki að eiga 2. deildarlið til áframhaldandi uppbyggingar. Ég vil minna menn jafnframt á það að við megum ekki gleyma okkur bara í baráttunni í 2.deild, við verðum að halda áfram að byggja ötullega upp yngri flokkana. Þar ætla ég að vona að það starf sem er í kringum knattspymuna verði metið af fólkinu hér, verði metið af bæjarfélaginu og verði metið af fyrirtækjum. Annars er þetta ekki hægt. Síðast en ekki síst þá eru það leikmenn sem verða aðleggja sig fram. Æfingasókn, gleði og ánægja verður svo að fylgja þessu. Að lokum vil ég síðan bara segja AFRAM TINDASTÓLL.” Þar með höfum við það og þá er bara að vona að Tindastóll nái settu marki, að halda sér í 2. deild og ná þar „standard”. Feykir þakkar Bjama kærlega fyrir spjallið og minnir um leið lesendur sína á að eftir páska mun birtast í blaðinu grein frá ferð Tindastóls til Lokeren í Belgíu. Þú færð páskamatinn í Tindastóli Svínahamborgarahryggur Bayonaiseskinka Úrbeinaður svínakambur Ný og reykt svínalæri Nýir svínahryggir og svínakótilettur Rauðvínslæri - Jurtakrydduð læri Hangikjöt - Kjúklingar Graflax og reyktur lax á frábæru verði 2 lítrar Pepsi kr. 115.- Páskaegg frá Nóa á góðu verði Nr. 3 kr. 382,- Nr. 5 kr. 935,- Nr. 4 kr. 595,- Nr. 6 kr. 1495,- Öl og gos Pizzur á tilboðsverði Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið Adidas vörur á stórlækkuðu verði Fótboltar frá kr. 690.- Opið: 31. mars, skírdag kl. 10-22 2. apríl, laugardag kl. 9-22 4. apríl, annan páskadag 10-22 Flip barnaskór með frönskum lás kr. 1490.- Körfuboltar og iþróttatöskur á stórlækkuðu verði Verslunin TINDASTÓLL Hólavegi 16 - Sími 5119

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.