Feykir


Feykir - 05.10.1988, Qupperneq 8

Feykir - 05.10.1988, Qupperneq 8
Óháö fréttablað á Norðuriandi vestra Auglýsingar jjurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum TAXI Nýja bílasalan Sauðárkróki Borgarflöt 5 Sími 5821 Þú færð bílinn hjá okkur 985-20076 985-21790 Símar 5821 og 6677 Allt í lausu lofti hjá Dögun Öllu starfsfólki verið sagt upp Allt er nú í lausu lofti nieð framtíð rækjuvinnslunnar Dögun- ar á Sauðárkróki eftir að Fiskveiðisjóður neitaði vinnsl- unni um lán út á endurbætur á Röstinni. Var öllu starfsfólki Dögunar 18 að tölu sagt upp nú um mánaðarmótin. Garðar Sveinn Árnason framkvæmdastjóri sagði vinnu- brögð í Fiskveiðisjóði ein- kennileg. í vor þegar þeim var neitað um lán vegna kaupa á nýju skipi hafi starfsmenn sjóðsins bent þeim á að gera endurbætur á Röstinni þó svo skipið væri orðið 30 ára gamalt. Þeir hafi síðan allan tímann fylgst með hönnun endurbótanna og búið var að ganga frá verksamningi við Slippstöð- ina á Akureyri, að vísu með fyrirvara vegna lánsumsóknar til Fiskveiðisjóðs. Neitun barst síðan frá stjórn sjóðsins á dögunum. Sumarvertíðinni, sem gengið hefur ágætlega, er nú að Ijúka hjá Dögun. Röstin er bundin við bryggju enda rann haffærniskírteini hennar út um mánaðamótin og þau 4 skip sem aflað hafa fyrir Æðarbændur hreinsa dún sinn sjálfir Sex bændur í Æðarræktar- félagi Skagafjarðar tóku sig saman í vor og ákváðu að láta smíða fyrir sig dúnhreinsivél og eru þeir nú sjálfum sér nógir með hreinsun á dún. Aður þurftu þeir að senda hann suður til hreinsunar. Bændurnir telja mikinn sparnað í því að hreinsa dúninn sjálfir, þrátt fyrir að vélin, sem smíðuð var í Vélsmiðju Sauðárkróks, hafi kostað á annað hundrað þúsund. Undanfarið hafa æðarbændur í ofanverðum Skagafirði haft aðstöðu við dúnhreinsunina í húsakynn- Leikfélag Sauðárkróks: Emil á fjalirnar Vetrarstarf Leikfélags Sauðár- króks er hafið. Æfingar á haustverkefninu eru hafnar og varð barnaleikrit fyrir valinu eins og síðustu haust. Að þessu sinni Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Stefnt er á frumsýningu á þessu sívinsæla barnaleikriti 13. nóvember. í Emil eru 19 hlutverk og má því búast við að rúmlega 30 manns verði viðriðnir sýninguna á einn eða annan hátt. Með hlutverk Emils í leiknum fer Guðjón Baldur Gunnarsson. vinnsluna eru á förum. Nú við lok veiða vantar aðeins 60 tonn upp á 800 tonna kvóta vinnslunnar. „Þetta er allt í biðstöðu hjá okkur og það mun ráðast nú í mánuðinum hver framtíð fyrirtækisins verður. Helsta vonin virðist vera að eitthvað sé um innfjarðarrækju á firðinum. en það hefur ekki verið síðan ’84-'85. Snur- voðarbátarnir hafa orðið varir við rækju, en spurning- in er hvort þetta er það magn að það sé veiðanlegt. Heima- bátarnir fara að leita í næstu viku, en það eru einir 3-4 bátar hér við fjörðinn sem gætu stundað þessar veiðar finnist eitthvað. En það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina segja þeir,” sagði Garðar Sveinn. um fóðurstöðvarinnar Mel- rakka við Sauðárkrók og á næstunni mun síðan verða farið með vélina út í Fljót svo að bændur þar geti hreinsað sinn dún. Að sögn Ulfars Sveinssonar bónda á Ingveldarstöðum stjómarmanns í Æðarræktar- félagi Skagafjarðar, hefur dúntekja aukist í Skagafirði á síðustu árum og fugli hefur fjölgað. Er hún nú eitthvað á annað hundrað kíló á ári. Mest á Hraununum tveim, á Skaga og í Fljótum, um 30 - 40 kíló á hvorum bæ. Þeir eru dugmiklir kvenmennirnir hjá Dögun engu síður en karlarnir. Um daginn voru fjórar þeirra í löndunarliðinu, þegar þegar skipað var upp frosinni rækju úr Þresti frá Bíldudal. Hér er Arndís við lúguna að stjórna aðgerðum kranamanns. Leikstjóri hefur verið ráðinn Kristjana Pálsdóttir, sem ekki alls fyrir löngu lauk námi í leikstjórn við skóla í Englandi. Er þetta í fyrsta skipti sem hún stjórnar leiksýningu hér á landi. Það er ekki ofsögum sagt um vinsældir Emils. Leikfélag Hafnarfjarðar er nú á 2. leikári með leikinn. Sýning- arnar urðu yfir 20 í fyrra og alltaf var uppselt, yfir 5000 áhorfendur. Þá mun Emil verða jólaleikrit Leikfélags Akureyrar í ár. Margir kallaðir en fáir útvaldir Trúlega hafa margir fylgst með Olympíuleikunum sem nýlega eru afstaðnir í Seúl. Ekki er að undra þó einhverjir hafi hneykslast á þeim rangindum og svindli sem sumir keppendur höfðu þar í frammi, þ.e.a.s. með ólöglegri notkun lyfja, og verið undir sömu sök seldir, en verið sömu sökinni seldir, en sloppið í þetta sinn. Maður skyldi ætla að blessaður landinn sé að mestu laus við þetta „böl". Oft er a.m.k. talað um að Islendingar séu einu áhuga- menn í heiminum í dag, og þá í þeim skilningi að þeir séu þeir einu sem ekki þiggja laun fyrir að stunda sína íþrótt. Víst er að ekki er hægt að segja annað en Islendingar séu flestir trúir sinni íþrótt og drengskaparmenn fram í Fingurgóma, eða því viljum við a.m.k. trúa. En menn verða nú sjaldnast frægir fyrir það. Ólíkt hafast þeir að Olíkt hafast þeir að má segja, þegar samanburður er gerður á þeim íþróttamönnum sem dæmdir voru úr leik í Seúl og 2 frægum íþróttamönnum á Króknum á sínum tíma. Þannig var að eitt sinn var verið að leika knattspyrnu á gamla skeiðvellinum á Nöf- unum. Baráttan var mikil og myndaðist þvaga ógurleg upp við rnark Sauðkrækinga, þannig að mest minnti á hringiðu í straumharðri á. Allt í einu kom maður labbandi út úr þvögunni með boltann undir hendinni. Baráttan var svo mikil að hringiðan hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Sá sem hélt á boltanum sagði sakleysislega við dómarann: „Boltinn kom víst við hendina á mér.” Ekki er vitað með vissu hver þessi heiðarlegi íþróttamaður var. en talið mjög líklegt að það hafi verið Simmi nokkur Pöllu. Að vísu var einn íþrótta- maður skagfirskur dæmdur úr leik í sundkeppninni á landsmótinu á Hvanneyri á sínurn tíma. Það var þó ekki af sömu ástæðu ogalgengust er í dag þegar mönnum er vísað úr keppni, heldur vegna þess að honum láðist að snerta bakkann með báðum höndum eins og keppnisreglur gerðu ráð fyrir. Þessi óheppni íþrótta- maður var enginn annar en Kári Steinsson. Þeir eru ekki latir Og nreira urn áhugamennsk- una. Þeir voru ólatir við það Þingeyingar hér áður að heimsækja Akureyringa og etja kappi við þá í íþróttum. Áður en bílaöldin gekk í garð létu þeir sig ekki muna um það að fara labbandi yfir fjöllin til Akureyrar. Þetta langa ferðalag bitnaði auð- vitað á árangrinum og oftast varð það hlutskipti gestanna að tapa, stundum steinlágu þeir alveg eins og sagt er þegar munurinn er mikill. Og ekki fannst sumum þessar keppnisferðir Þingeyinganna beint gáfulegar, sjálfsagt fyrir það að ungmennafélags- andinn margfrægi hefur á stundum ekki átt greiðan aðgang í hugi manna. Því varð þessi vísa til. Það má segja urn þessa menn þeir eru ekki latir, tölta dægrin tvenn og þrenn til að liggja flatir.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.