Feykir - 20.12.1989, Side 5
46/1989 FEYKIR 5
Jón Dalmann vöruflutninga-
bílstjórí tekinn tali:
„Þá ferð vildi ég
ekki fara aftur”
Gísli á Hofi er maður, sem
ekki fer troðnar slóðir. Um
dagana hefur liann verið
óragur að revna eitthvað nýtt
og ekkert haft á móti því að
eftir honum væri tekið. Sem
dæmi um gerðir hans hin
síðari ár má nefna að heima á
Hofi verkar hann hákarl og
framleiðir trjáhlífar og hann
stendur í bókaútgáfu. En í
þessum pistli verður ekki
fjallað um þessa þætti, heldur
sagt frá því að nýlega flutti
Gísli í nýbyggt kúluhús. Ekki
er vitað um annað kúluhús á
bóndabæ hér á landi.
„Hef alltaf gaman af að gera
öðruvísi en aðrír menn”
segir Gísli á Hofi nýfluttur í kúluhús
„Jú, það dugir víst ekkert
dosk hjá okkur vöruflutninga-
bílstjórunum allra sist svona
rétt fyrir jólin. Eg fer suður
um hádegi á mánudag og kem
til baka á miðvikudeginum.
Fer síðan suður strax næsta
morgun og kem svo til baka
úr minni síðustu ferð fyrir jól á
föstudeginum”, sagði Jón
Dalmann vöruflutningabílstjóri
hjá Bjama Haraldssvni. Bjarni
sá auglýsir eins og kunnugt er
undir slagorðunum: Trúin
flytur fjöll, en undirritaður
flvtur vörur milli Sauðárkróks
og Reykjavíkur.
„Annars er þetta ekkert
meira hjá okkur núna en
vanalega”, segir Dalmann.
Það er þetta vanalega,
iðnaðarvörurnar suður og
síðan ýmiss varningur til
baka, náttúrulega meira af
búðarvörum þessa dagana.
Hann þekkir þetta eftir 18
ára náin kynni af vöruflutn-
ingum, þar af 15 á rúntinum
Sauðárkrókur Reykjavík. „Það
er nú aldeilis munur að keyra
þessa leið núna heldur en
þegar maður var að byrja.
Malbikið maður og svo hefur
beygjunum fækkað mikið.
Hinsvegar er ég mjög
gagnrýninn á að ekki hafi
verið gerður skurkur í því að
fækka einreina brúnum á
leiðinni. Sums staðar duga
ræsi til að losna við þessar
„dauðagildrur”.
Einhver ferð þér eftir-
minnilegri en önnur?
„Það er náttúrlega þessi
rétt fyrir jólin í fyrra sem ég
gleymi sjálfsagt aldrei. Þegar
ljósin slokknuðu á bílnum á
Hrútafjarðarhálsinum og í
hvínandi hálku og myrkri réð
ég ekki neitt við neitt. Maður
var heppinn að sleppa lifandi
og mig langar síður en svo til
að fara aðra svipaða aftur”.
Hefur þá ekki verið beygur
í þér núna í skammdeginu?
„Nei, það er alveg afogfrá
í þessu sumarfæri sem er búið
að vera núna í haust. Þetta
hefur verið alveg einstaklega
þægilegt”, sagði Jón Dalmann
að endingu.
Jól á
Það var aðfangadagur
jóla, kvöldið nálgaðist. Unga
stúlkan á í vændum sín fyrstu
jól fjarri foreldrum og ungri
systur. Hana langar auðvitað
heim, en vinnaná sjúkrahúsi
í öðru byggðarlagi leyfir það
ekki. A sjúkrahúsi er vinnu-
dagur allt árið, líka á jólum,
og hún á vaktina um jólin.
Hennar vinnustaður er
eldhúsið og þar er í mörgu að
snúast. Klukkan átta um
kvöldið er þó vaktin á enda
og starfsmannaherbergið, sem
hún deilir með annarri
stúlku, bíður. Hún er
hinsvegar ein, þar sem
herbergissystirin er á vaktinni
á sjúkrahúsinu á þriðju hæð.
Unga stúlkan opnar jóla-
— Mér líður vel í þessu
húsi, sagði Gísli þegar ég
heimsótti hann stuttu eftir að
hann flutti í inn. Þettaerekki
stórt hús um hundrað
fermetrar að gólffleti, en ég
verð sjötugur í mars og hef
ekkert að gera með stærra í
ellinni. Undir miðri kúlunni
er síðan gott herbergi á efri
hæð. Þar hefur Vigdís
aðstöðu með sína handavinnu
og annað sem hún er að gera,
en ég hef skrifstofu fyrir mig
hér niðri. Hluti hússins er
með sérstakri gerð af gleri
þannig að þar verður hin
besta sólstofa.
Gísli sagði einn kost
hússins vera þann að búnaður
pakkana sína og hugsar
heim. Hræðilegur einmana-
leiki sækir á hugann og tárin
eru á næsta leyti. H ún fer upp
á sjúkradeild að leita félags-
skapar herbergissysturinnar.
En engan félagsskap að hafa
þar því gífurlegar annir eru á
deildinni. „Ertu ekki til í að
fara inn á númer sex og
aðstoða. Þar er eftir að taka
upp bæði gjafir og kort”,
segir herbergissystirin. Unga
stúlkan játar því.
A númer sex býr ung kona
haldin lömunarsjúkdómi á
háu stigi. Þrátt fyrir sjúkleik-
ann er hún andlega heil og
hefur kannski vegna hans,
þroskað með sér ótrúlega
næmni. Hún brosir þegar
er til þess að dæla heitu lofti
úr sólstofunni unt aðra hluta
hússins. Þannig nýtist sólar-
hitinn til upphitunar og
hitunarkostnaður hússins verður
lægri en ella. Aðspurður um
byggingarkostnað sagðist Gísli
ekkivera búinn að takahann
saman. Ljóst væri þó að það
væri ódýrara að byggja
kúluna en hefðbundið hús.
Hins vegar hefði hann lagt
mikið í innréttingar og væri
húsið klætt að innan með
panil. Slíkt hleypti kostnaði
upp miðað við að nota
spónaplötur, en væri líka
mun vistlegra oghuggulegra.
Að lokum var Gísli
spurður hvort hann byggði
unga stúlkan birtist í dyrun-
um og segir: Gleðileg jól,
með sínu óskýru rödd.
Hún virðist strax skilja
hvar skórinn kreppir að og
leitast við að örva ungu
stúlkuna til dáða, veita henni
styrk, frið og gleði. Unga
stúlkan er svolítið feimin, en
hefst þó handa. Saman skoða
þær fallegar gjafir og lesnar
eru margar yndislegar jóla-
kveðjur. Herbergið er fagur-
lega skreytt,jólatré stendurá
borði og brátt finnur unga
stúlkan hina miklu jóla-
stemmningu sem er þarna
inni.
Tvær einmana sálir hafa
náð að stilla saman strengi
sína í helgi jólakvöldsins.
kúluhús til þess að vera
öðruvísi en aðrir menn?
— Ég vil ekki viðurkenna
það. Ég sá svona hús á
Isafirði fyrir nokkru og varð
hrifinn af hve allt var
manneskjulegt inni í því. Það
ýtti við mér. Ég reiknaði
aldrei með því að það væri
ódýrara að byggja með þessu
lagi en á hefðbundinn hátt.
Hins vegar hef ég alltal'
gaman af því að gera öðru
vísi en aðrir menn og mig
hefur aldrei skort kjark til
þess að fara ótroðnar slóðir.
sagði Gísli Pálsson aðlokunt.
MÓ.
Það sem aðra vantaði gat hin
látið í té, unga stúlkan veitt
lömuðu konunni líkamlega
aðstoð, en lamaða konan
gefið á móti af sínum rnikla
andlega nægtabrunni. Kvöldið
er á enda áður en varir og
tími til að ganga til náða.
Með jólin í hjartanu sofna
þær báðar.
Unga stúlkan er orðin
fullorðin kona, en hún
minnist ætíð þessa jólakvölds
sem þess innilegasta sem hún
hefur átt. Hún hugsar með
hlýhug til lömuðu konunnar
sem er löngu dáin.
H
sjúkrahúsi