Feykir


Feykir - 20.12.1989, Qupperneq 10

Feykir - 20.12.1989, Qupperneq 10
10 FEYKIR 46/1989 „Það hafa allir svo mikið að gera” Hugleiðing Guðrúnar Antonsdóttur í Lyngholti sem hún flutti á aðventukvöldi í Sjávarborgarkirkju ú á aðventu þegar skammdegið ræður ríkjum erum við aðnjótandi þeirrar veðurblíðu sem einstök er. A þessum fögru desemberdög- um þegar dagsbirtan er að sigrast á myrkrinu er útsýn til suðurs oft stórkostleg. Fall- egra málverk er vandfundið. Ég stóð við gluggann minn einn slíkan dýrðarmorgunn og reyndi að gera mér grein fyrir liver áhrifin væru af þessari tignarmynd sem fyrir augu mér bar. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti notað eitt orð, friður. En það er auðvitað einstaklingsbundið hver við- brögðin verða þegar við sjáum eitthvað fallegt. Orðið friður merkir hvíld, ró. Ast og vinátta með formerkjum. ,,Það hafa allir svo mikið að gera”. Þessa setningu heyrum við oft og hún er sjálfsagt sönn. Fólk virðist hafa mjög lítinn tíma fyrir sjálft sig og aðra, og er þar illa farið. Því það er öllum eiginlegt að gefa af sjálfum sér og þiggja af öðrum. Góð og heiðarleg tengsl milli fólks eru mannbætandi. -En í okkar þjóðfélagi er nú svo kontið. að enginn dagur er nógu langur til að vinna fyrir þeim allsnægtum sem við gerunt kröfu til. Forfeður okkar sent fæddir voru unt síðustu aldamót og voai gjarnan við þau kenndir, stóðu í ströngu og tóku margan steininn úr götunni fyrir okkur afkontendur sína. Þetta ágæta fólk lifði tímana tvenna. Fyrir atorku sína sá það óræktarmóa breytast í grösug tún, og lélega torfbæi verða að þokkalegum íbúðarhúsum úr timbri eða steini. Einnig risu af grunni útihús úr varanlegu efni og gömlu handverkfærin voru að mestu lögð til hliðar. Svo kom vélmenningin og bá má með sanni segja að hjólin færu að snúast, mátu- Aðventukvöld á Hofsósi og Barði Á aðventukvöldi í Hofsós- kirkju 10. desember sl., afhentu afkomendur Guðna Þórarinssonar og Jóhönnu Jónasdóttur frá Nýjabæ kirkjunni gjöf til minningar um þessi heiðurshjón, lista- verk eftir Þóri Barðdal sem hann kallar Hátið. Guðrún Sigurðardóttir, sem orðin er 83 ára, sagði jólasögu og börn lásu upp. Sigríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur flutti ræðu kvöldsins og kirkjukórinn söng undir stjórn Önnu Jónsdóttur. Aðventukvöld var í Barðs- kirkju í Fljótum 12. desember. Gestir vitjuðu Fljótamanna þetta kvöld, Pálmi Rögnvalds- son á Hofsósi flutti ræðu kvöldsins og Kirkjukór Víði- mýrar- og Glaumbæjarsóknar söng undir stjórn Stefáns Gíslasonar við undirleik Richards Pimm. Ljósberar voru 10 Fljótabörn og lásu þau jafnframt úr ritningunni. Að lokum þáðu kirkjugestir kaffiveitingar í barnaskól- anum á Sólgörðum. Að sögn Ashildar Öíjörð á Sólgörðum var aðventukvöld- ið hið ánægjulegasta og kunna Fljótamenn gestunum og séra Gísla bestu þakkir fyrir komuna. „Veðrið var eins og það getur best orðið, glaðatunglskin og rómantískt yfir að líta”, sagði Áshildur. Þess má geta að veðrið var ekki eins gott í Fljótunum sl. mánudag. Börn úr Stiflu komust ekki í skólann fyrr en undir hádegið, en meiningin var að í gær lyki skólahaldi fyrir jól. með litlu jólunum, ef veður leyfði. lega hratt í fyrstu. Fóður- öflunin varð auðveldari, heyverkun betri og öll umönnun búljár þægilegri og léttari. Þeir sáu árangur iðju sinnar. En svo fóru hjólin að snúast hraðar og hraðar og nú er svo komið að þau eru óstöðvandi. I siðustu viku heyrði ég fréttamann tala við bónda í fjölmiðli. Hann spurði bónd- ann m.a. hvort það væri ekki erfitt að vera að borga fyrstu afborgunina af síðustu véla- samstæðunni um leið og hann fengi sér nýja. Þó ég tali um hraðann í sambandi við uppbyggingu í sveitum er það ekkert einstakt fyrirbæri. Hraðinn er í öllu athafnalífi og það sem verst er að hann er inni á heimilunum í okkar einkalífi, skapar streitu og sambandsleysi innan fjöl- skyldunnar. æt ó vitum við öll að það er ekki hægt að éta endalaust, við verðum að gefa okkur tíma til að melta fæðuna ef vel á að fara. Þetta ágæta aldamótafólk er nú flest farið yfir íljótið að afloknu löngu dagsverki við góðan orðstír. En hvað um okkur sem erurn þetta 30-50 árum yngri. Hefur okkur tekist að skapa okkar niðjum ómengað þjóðlelag? Höfum við borið gæfu til að ala börnin okkar upp á þann hátt að þau hafi festu og heiðarleika til að standa af sér þá storma sem óhjákvæmi- lega skella á þeint úr ýmsunt áttum? Við verðunt að vona það besta. J"*að er til málsháttursem hljóðar svo. „Lengi býr að fyrstu gerð". Það er ekki vafi á því að fyrstu árin á lífsskeiðinu eru mjög mikil- væg fyrir þroska og öryggi hvers barns. Barn á mótunar- aldri er eins og tré. 1 góðunt jarðvegi myndast sterkar heilbrigðar rætur sem gera ungum sprota kleift að vaxa í Sjávarborgarkirkju. upp til að takast á við storma og stórviðri. Ég hef oft heyrt gamalt fólk sem er farið að tapa það mikið minni að það man lítið frá degi til dags.segja skírt og skilmerkilega frá atvikum sem það upplifði í æsku og bernsku. Þetta er mjög mikilsvert fyrir hvern og einn, ekki síst ef þessar minningar eru af því góða. Og það held ég að sé oftar en hitt, sem betur fer. Það góða og skemmtilega geymist lengur í vitund okkar. Eitt er víst, að eiga góðar myndirfrá æskunni eru öllum gulls í gildi. fá sér kaffi eins og það hét. En ef þeir ætluðu nú að f'ara hjá garði án þess að stansa, var ég sendur á vettvang. Ég stillti mér upp á vegkantin- um og hrópaði þegar ferða- maður nálgaðist: Afi sagði að þú ættir að koma heim! Karlarnir brostu í kampinn, litu kannski í laumi á úrið sitt, seildust svo niður með hnakknefinu gripu í úlpuna mína og kipptu mér upp á hnakknefið. Svo riðunt við heim. Hvað mundum við kalla svona athæfi í dag? Frekju, áreitni eða eitthvað rniklu verra. Tjáskiptin voru miklu einfaldari í þá daga en nú er”. Eg var fyrir nokkru á góðra vina fundi. Eins og gengur vorum við að rifja upp ýmislegt frá okkar æskudögum og komumst við að þeirri niðurstöðu að furðu mikil breyting væri á öllum lífsstíl þó ekki væri farið lengra en 30-40 ár aftur í tímann. Einn úr hópnum maður á fertugsaldri sagði: „Það var allt annað samband milli fólks þá og nú. Ég þekki ekki fólkiðsem býr í næstu íbúð við mig þó göngum við um sömu útidyrnar, og ég veit ekki hvað það heitir nema lesa nöfnin þeirra á dyrasíman- unt. Þegar ég var lítill snáði í sveitinni var þetta heldur öðru vísi. Þá fóru bændur ennþá á hestum sínum í kaupstað og milli bæja. Oftast komu þeir við heima þegar þeir áttu leið unt til að Eg var áðan að tala um orðið frið, og hvað það hefði notalega merkingu. Og víst er unt það þegar styrjöld hefur geysað með öllum þeim ógnum og hryllingi sent ávallt fylgir, hlýtur orðið friður að hljóma sem engla- söngur í eyrurn hinna hrjáðu. Golda Meir segir frá því er hún eitt sinn fór í heimsókn í fangelsi þar sem voru konur og börn. Það var vorí lofti og Golda tók upp fáein villt blóm sem uxu meðfram götuslóðanum sem hún gekk eftir. Hún hélt á blómunum inn í þessar ntyrku vistar- verur. En litlu börnin spurðu hvað þetta væri. Þau höfðu aldrei séð blóm. Þá grét Golda Meir og var henni þó ekki grát gjarnt að eigin sögn. Við vitum þó að guð skapaði sólina og blóntin fyrir alla.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.