Feykir


Feykir - 20.12.1989, Page 12

Feykir - 20.12.1989, Page 12
12 FEYKIR 46/1989 „Pínulítið góðir strákar” Skemmtileg og hrífnæm frásögn Birgis Dýrfjörð af tilurð jólakrossins á Nöfunum Kunningjar mínir og margir á Sauðárkróki hafa sagt mér að þegar búið er að kveikja á krossinum uppi á Nöfum þá finnist þeim jólin vera komin. Burtfluttir Sauðkrækingar sem hugsa til heimahaganna með mjúku hugarfari jóladaganna sakna þess þá að lifa ekki þær tilfinníngar, sem þessi himingnæfandi kross vekur þeim, sem nærri honum eru. Ég hef fallist á að rifja upp orðaskipti og atburðarás þeirra daga þegar krossinn varð til og lýsa því af hvaða hvötum hann var settur upp í fyrsta sinn og hverjir voru þar að verki. .^^.ðdragandi þess að krossinn varð til var sá, að árið 1961 að mig minnir frekar en árið 1962, þá bollokuðum við saman skuldugir og snauðir, Asbjörn Skarphéðinsson raf- virki og ég með lítið rafmagns- verkstæði á Freyjugötunni. I desember þetta ár snjóaði töluvert á Króknum. A frost- tærum morgni þrem eða fjórum dögum fyrir jól, snaraðist inn til okkar á verkstæðið Guðbrandur Frímannsson, ættaður úr Fljótum og núverandi æðsti maður eldsvoða í Skagafirði. Hann var þá annar af starfsmönnum Rafveitu Sauðárkróks, hinn var Adolf Björnsson rafveitustjóri, og kemur hann til sögunnar síðar. „Strákar mínir”, sagði Brandur með ættarfylgjuna í brosinu „eruð þið ekki tilbúniraðgeragóðverk strákar”. „Það ræðst nú af því hvað það er, væni minn”, svaraði Asbjörn, með sínu viðfeldna aldamótaorðavali. „Ja það er nefnilega þannig”, sagði Brandur, ,,að rafveitan hefur alltaf séð um að setja upp jólatréð sunnan við nýja spítal- ann, sjúklingamir og gamla fólkið hafa svo óskaplega gaman af þessu, en það er allt brjálað að gera hjá mér fram að jólum og ég ræð ekki við þetta einn og ætlaði að biðja ykkur að hjálpa mér. Ef ég fæ ykkur ekki með mér þá neyðist ég til að sleppa þessu bara, greyin mín geriði þetta nú fyrir mig?”. Elftir einhverjar orð- ræður um það að við hefðum sko líka aldeilis nóg að gera fyrir jólin og hefðum engann áhuga á að fara að vinna úti í snjó og grimmdargaddi, þá varð nú samt ákveðið að við bættum á okkur plöggum og brókum í hádeginu og færum svo með honum eftir matinn. Brandur jós yfir okkur þvílíku þakklæti og hrósi áður en hann fór út að við fórum hálfpartinn hjá okkur og sögðum honum að láta ekki svona, þetta væri nú bara smámál. En svo sneri hann sér við í dyrunum og sagði. „En það er eitt strákar mínir dálítið vandræðalegt með þetta, ég get nefnilega ekkert borgað ykkur. Þessi vinna hefur alltaf verið gefin spítalanum”, og svo læddist dálítið sigurbros fram í augnkrókana. r „Eg held að við r Asbjörn höfum báðir haft þá meiningu að við værum að fara að vinna fyrir rafveituna og góða greiðslu” Ég held að við Ásbjörn höfum báðir haft þá meiningu að við værum að fara að vinna fyrir rafveituna og góða greiðslu. En við vorum „húkt” eins og menn sögðu ekki þá, og gátum auðvitað ekki dregið í land og gert okkur að þeim smásálum að tíma ekki að gefa handarvik til að gleðja sjúklinga og gamal- menni um jólin, ekki aldeilis. Við lékum því mikla öðlinga og fullyrtum við Brand að við færum með honum vegna ánægjunnar en ekki peninganna. Athugasemdir eftir að Brandur var farinn út, þær læt ég aftur á móti óskrifaðar hér. Ejn einmitt á þessu augnabliki fór eitthvað að gerast innra með okkur. Omeðvitað sennilega, fórum við að reyna að sætta okkur við að þurfa að slátra eftirmiðdeginum í þessa leiðinlegu útivinnu. Við ræddum um hvað það hlyti að vera ömurlegt að dvelja á sjúkrahúsi um jólin, hvað lítið þyrfti að gleðja þann sem biði þess rótslitinn að sölna á elliheimili. Við ræddum um hvað ljósin ættu ríkan þátt í að skapa stemmn- ingu jólanna og ég man að Ásbjörn sagði mér þama frá því, sem ég upplifði svo oft síðar, að það sem væri ánægjulegast við að hleypa straumi á nýja lögn í sveitabæ, það væri gleðin sem ljómaði úr andlitum bamanna þegar þau væru að leika sér að því að kveikja ljósin. Báðir vorum við miklir stemmningsmenn á þessum ámm og ákaflega hrifnæmir, og eftir að hafa brennt úr einni lukt eða svo og hreinsað mænuna, þá eyddum við margri ljúfri nóttinni i upphafinni hrifningu við ljóðalestur og söng. Það fór því fljótt svo í þessum samræðum að við sannfærðum sjálfa okkur um það, að það væri bæði verðugt og gaman að vinna svona verk til að gleðja aðra, og við byrjuðum að njóta þeirrar þægilegu tilfinningar að eiginlega værum við nú pínulítið góðir strákar. „Þegar við fórum í hádegismatinn þá hlökkuðum við til að koma upp þessu jólatré” egar við fórum í hádegismatinn þá hlökkuðum við til að koma upp þessu jólatré. Eftir matinn birtist svo Brandur á rafveitubílnum brodd- skitugulu furðufyrirbæri, sem minnti helst á efnisbundnar breytingatillögur og viðaukatil- lögur um bil. Hann komst þó öðrum farartækjum lengra í snjó og torfærum, og var þeim vinnutólum væddur að öðrum rafveitum fannst hann öfunds- verð eign. Við fórum svo upp að sjúkrahúsinu og komum upp jólatrénu eins og að var stefnt, og í öllum gluggum var fólk að fylgjast með okkur. Um klukkan hálf fjögur var allt tilbúið til að kveikja á trénu. Það lá snjór yfir öllu héraðinu, en það hafði snöggdregið svo úr frostinu að rökkrið varð fagurblátt. Himinn, land og haf var allt slegið þessu gegnsæja en þó sjáanlega undrabláa rökkri, sem hvergi byrjar og hvergi endar, sem alla hrífur en engin getur lýst, aðeins upplifað og minnst. Eftir að starfsfólkið hafði svo gert okkur viðvart um að flestir rólfærir sjúklingar væru komnir að gluggum, þá rann upp sú stóra stund að kveikja á trénu. „Eftir matinn birtist svo Brandur á rafveitubílnum, broddskitugulu furðufyrirbæri” ið vorum ungir og ekki vanir því að svona margt fólk fylgdist með okkur og biði eftir því með eftirvæntingu að sj á árangur verka okkar. Við nutum því vinnunnar og vorum „Þá skinu brosandi andlit í hverjum glugga og fólkið klappaði og veifaði til okkar” ákaflega ánægðir. Þegar svo kveikt var á trénu og marglit Ijósin slóu bjarma sínum yfir mjallahvíta fönnina og upp um veggi sjúkrahússins, þá skinu brosandi andlit úr hverjum glugga og fólkið klappaði og veifaði til okkar. Sjálfir stóðum við brosandi hjá trénu og veifuðum upp í gluggana til fólksins og vorum afarsælir með okkar þátt í þessari einlægu gleði og snortnir af henni. Og það var einmitt á þessari stundu þarna í kverkinni sunnan við sjúkrahúsið, sem sú ljúfa tilfinning raunverulega vaknaði, sem leiddi til þess að krossinn var smiðaður. Ánægjan, gleðin og þakklætið, sem við upplifðum þama, kveikti í okkur áreitna löngun til að gera eitthvað fyrir alla bæjarbúa. í\. Skagfirðingabraut- inni þar sem nú er fyrir framan Fjölbrautaskólann þá stöðvaði Brandur bílinn og drap á vélinni, því þó að Ásbjörn sæti á vélarhlífinni á milli sætanna þá var hávaðinn í vélinni of mikill til að hægt væri að tala saman með góðu móti. Við vorum sammála um að drífa í því að búa til einhverja veglega skreytingu fyrir bæjarbúa, annað hvort framan í eða upp á Nöfunum. Hugmyndirnar urðu býsna margar þó ekki verði þær

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.