Feykir - 20.12.1989, Side 13
46/1989 FEYKIR 13
tíundaðar hér. Ein þeirra var þó
að búa til risa stóra raflýsta
stjörnu, sem yrði staðsett það
langt frá Nafabrúninni að hún
næði ekki að lýsa framan í
brekkuna og yrði þá eins og
svífandi á himni. En við
komumst fljótt að þeirri niður-
stöðu að burðarvirkið undir
slikri stjörnu yrði of viðamikið
og mundi að auki alltaf sjást. I
tengslum við það að setja
eitthvað upp, sem virtist svífa á
himni þá fórum við að ræða um
krossinn á Laugarneskirkjunni í
Reykjavík og hvernig hann við
vissar aðstæður virtist svífa í
loftinu. Og með hann sem
fyrirmynd þá var ákvörðunin
tekin, kross skyldi það vera.
„Þetta er ekkert mál
drengir mínir”, sagði
Ásbjörn, „við látum
hann bara snúast”
En þá kom babb í
bátinn, kross hættir nefnilega að
sjást sem kross ef maður horfir á
hann á hlið, og til dæmis frá
sjúkrahúsinu séð þá yrði svona
kross bara eins og upplýstur
staur, og það var litið varið i það.
„Þetta er ekkert mál drengir
mínir”, sagði Asbjörn „við
látum hann bara snúast. Við
byggjum hann á hjól og notum
gírmótor og svo ráðum við þvi
hvað við látum hann fara hratt”.
Eftir að ákvörðunin hafði
verið tekin þá var ekki eftir
neinu að bíða. Við vissum af
heljar miklum bjálka úti á Eyri
sem höfnin átti og þar var líka
ræfill úr stóru skipsspili með
miklu tannhjóli,sem nota mætti
í undirstöðu sem gírmótorinn
gæti snúið.
Það varð úr að Asbjörn yrði
leystur úr þeirri pinu að hristast
á vélarhlífinni og við Brandur
færum í efnisútvegun. Uti á Eyri
fundum við glæsilega bjálka og
sá lengsti skrefaðist meira en tólf
metrar, og við vorum kátir. Við
skoðun á skipsspilinu varð ljóst
að það tæki minnst dag að ná
tannhjólinu úr því. Þá var eftir
að smíða allan búnað undir það
og yfir, og það yrði margra daga
verk. Hugmyndin snjalla um
snúning var því slegin af.
æst lá þá fyrir að hitta
bæjarstjórann, Rögnvald Finn-
bogason, og sníkja af honum
bjálkann. Bæjarskrifstofurnar
voru þá þar sem Feykir hefur
aðsetur nú. Klukkan var langt
gengin í fimm og búið að loka,
en við lömdum upp og náðum
tali af bæjarstjóra og bárum upp
erindið. En „sorrí Stína”
bjálkanna beið mikilvægt hlut-
verk í öryggismálum bæjarins,
sem var viðgerð á bryggjukant-
inum, og þó málefnið væri gott
þá væri þetta því miður ekki
hægt. Nú voru góð ráð dýr,
okkur datt helst í hug að leita
uppi Þórð á Stöðinni og vita
hvort svo ólíklega vildi til að
hann gæti vísað okkur á
símastaura. Gallinn var bara sá
að við vissum ekkert hvar
Þórður var þessa stundina.
Við ákváðum því að fara út á
trésmíðaverkstæði KS til skrafs
og ráðagerða við Magga Sigga
Jós, sem þar var hæstráðandi og
vita hvort hann gæti fellt saman
spýtur í átta til tíu metra háan
kross, sem hefði styrk til að
standa af sér öll veður. Við
sögðum Magnúsi erindið og leist
honum ekki á að nægur styrkur
næðist með skeytingu. En ég
gleymi því ekki hvernig mér varð
innanbrjósts þegar Magnús
pírði á okkur augun með sínum
sérstaka hætti og sagði. „En það
er annað í þessu strákar. Það
þvældist hér óvænt á land í haust
úr timburskipi heilmikil spýta,
líklega efni í mastur sem enginn
hafði þó pantað. Svo að ég hirti
spýtuna og tímdi ekki að saga
hana í sundur, en kom henni
fyrir út við vegg hér upp undir
lofti. Eigurn við ekki að skoða
þessa spýtu, ég gæti bara trúað
að hún hentaði ykkur”.
Og viti menn þarna
beið eftir okkur langtréð í
krossinn,yfir tuttugu feta bjálki.
Eftir að efnið var fundið þá
var næst að sníkja það út, því
fjárhagurinn var nú ekki beisinn
í þann tíð.
„Taliði við Svein” sagði
Magnús og átti þar við Svein
Guðmundsson kaupfélagsstjóra.
Nú við Brandur fórum á
kontórinn og svifum í Svein
kaupa og skýrðum fyrir honum
málin og báðum hann að gefa
okkur spýtuna.
Bjarni Haraldsson kaupmaður.
Sveinn sýndi engin viðbrögð
en svaraði háalvarlega, „ég hef
ekkert leyfi til að gefa eigur
kaupfélagsins, þið hljótið að
skilja það og það eru erfiðir
tímar hjá bændum núna”.
Okkur vafðist eitthvað tunga um
tönn en þá hélt Sveinn áfram og
glotti nú við. „Og þessi
ríkisstjórn ykkar hún stefnir öllu
í hrun”. Eg man að ég var að
velta því fyrir mér hvernig ég
ætti að fara að karlinum, en þá
hélt hann áfram glaðbrosandi.
„En þetta er gott mál hjá ykkur
drengir mínir og segiði Magnúsi
að þið megið eiga spýtuna og ef
það er eitthvað meira sem hann
getur gert fyrir ykkur þá má
hann það”.
mT egar við komum aftur
á verkstæðið þá var Magnús
búinn að taka niður spýtuna og
byrjaður að renna henni á hefil.
„Ég þóttist vita hvernig þetta
færi og datt i hug að hefla aðeins
af henni fyrir ykkur og svo er ég
búinn að finna hérna tæpa þrjá
metra af 5x5 í þvertréð”.
Klukkan hálf sex vorum við
komnir á verkstæðið okkar með
heflaðan kjörvið í krossinn.
Næst var að ákveða hlutföllin
í krossinum og staðsetningu
þverarmsins. Ég man að ég fékk
því ráðið að við staðsettum
þverarminn um feti neðar en
okkur fannst þó að hann ætti að
vera og voru rökin þau, að ef við
hefðum hlutföllin rétt þá virkaði
krossinn úr fjarlægð eins og
upplýstur snúrustaur og að með
„Hefðum við Ásbjöm
sagt nei við Guðbrand
eins og hugur okkar
stóð til?
Spýtan langa, sem
lenti utan farmskrár
og fór í land í rangri
höfn, hefði henni
verið skipað upp í
réttri höfn?
þessu fyrirkomulagi þá gátum
við aukið breidd hans um tvö fet.
Um morguninn fór ég svo með
spýturnar niður á Hlyn þar sem
vinir okkar tóku úr þeim fyrir
samskeytunum og tóku enga
greiðslu fyrir.
Þegar átti að fara að leggja
rafbúnaðinn á krossinn, þá kom
í ljós að nógu margar pemhöldur
voru ekki fáanlegar i bænum og
orðið of seint að panta þær að
sunnan.
Ejn það hafði gerst
eitthvað tíu dögum áðureða svo,
að Bjarni Haraldsson fór í tiltekt
í pakkhúsinu hjá sér. Þarhafði í
nokkur ár tekið mikið pláss
flenni mikil jólaskreyting, sem
átti að vera halastjama. Hún var
sjálf um þrír metrar í þvermál og
fest í hornið á verlsun H.J., tekin
út yfir götuna og halinn alla leið
yfir hornið á gömlu Gránu.
Bjarni hafði komið með þennan
flugdreka sinn á verkstæðið til
okkar og beðið okkurað athuga
hvort það borgaði sig að lappa
upp á hann.
An þess að nokkur vissi þegar
gert var, þá hafði Bjarni fært
okkur þarna fullkomnasta búnað,
sem mér er kunnugt um að til sé
til þessa verks, og á þeim tæpu
þrjátíu árum sem liðin erusíðan,
þá hef ég aldrei séð svona
raflagnaefni.
Ég hringdi því í Bjama vin
minn og sagði honum að það
borgaði sig alls ekki að lappa
upp á þennan flugdreka hans.en
ég vildi kaupa af honum
raflagnaefnið, sem í honum
væri. Við höfðum þröngan skó í
fjármálum, svo ég bauð Bjarna
að við skyldum smíða fyrir hann
og setja upp fyrir jól stafaskilti
framan á búðina og taka
halastjörnuna sem greiðslu upp
í.
I Ieyrðu vinskapur, þetta
er búið að vera fyrir mér hérna í
pakkhúsinu í nokkur ár svo mér
fannst tilvalið að fara með það í
geymslu til ykkar”, sagði Bjami
og hló við. „En ég vil gjarnan fá
eitthvað sem lífgar upp á búðina
og hafðu þetta bara vinskapur
eins og þú vilt”. Og þannig
komu til V.H.J. stafirnir á
búðinni hans Bjarna.
Hefði Bjarni Haralds-
son látið ónýtu skreyt-
inguna sína liggja í
pakkhúsinu eitt árið
enn í stað þess að
koma henni til okkar?
Þá væri enginn kross”.
Við unnum síðan krossinn á
verkstæðinu hjá okkur, en
hefðum ekki komið honum út
samsettum og fengum því að
setja hann saman á verkstæði
rafveitunnar, þar sem nú er
tannlæknastofa Páls Ragnars-
sonar. Adolf Björnsson rafveitu-
stjóri hafði mikinn áhuga fyrir
þessu verki okkar og var boðinn
og búinn að veita okkur aðstoð.
Hann lét leggja og bar allan
kostnað af raflögninni að kross-
stæðinu, og hann færði okkur
málningu og allar pemr. Ein pera
á þessum árum kostaði jafnt og
stundarfjórðungur í útseldri vinnu.
á núvirði em það rúmar 300
krónur. Séu um 50 perur í
krossinum þá er það að núvirði
rúm 15 þúsund.
Og það voru fleiri sem lögðu
okkur lið. Jóhann B. Baldurs
var forstöðumaður BílaverkstæðLs
KS, hann lét smíða og gaf okkur
járnkross, sem boltaður var
aftan á samskeytin á krossinum.
Einnig lét hann smíða og gaf
okkur festibúnaðinn á sáluhliðs-
stólpann þar sem krossinn var
fyrst settur upp.
liétt fyrir klukkan sex á
Þorláksmessu 1961 eða 1962
höfðum við svo komið þessum
himingnæfandi krossi upp og
kveiktum á honum í fyrsta sinn.
Ég hef velt fyrir mér atvikum,
sem tengjast þessum krossi.
Hefðum við Asbjörn sagt nei við
Guðbrand eins og hugur okkar
stóð til, þegar hann bað okkur
að koma með sér að setja upp
jólatréð við spítalann, þá
hefðum við aldrei orðið fyrir
þessari tilfinnanlegu snertingu,
sem vakti okkur til verksins, og
þá væri ekki þessi kross.
Spýtan langa, sem lenti utan
við farmskrá og fór í land í
rangri höfn og komst þannig til
Magnúsar Sigurðssonar, sem
ekki tímdi að saga en geymdi
vandlega. Hefði henni verið
skipað upp í réttri höfn, þá væri
ekki þessi kross.
Hefði Bjarni Haraldsson látið
ónýtu skreytinguna sína liggja í
pakkhúsinu eitt árið enn í stað
þess að koma henni til okkar, þá
væri ekki þessi kross.
Svona þankar hafa auðvitað
ósköp lítið gildi.en þeir sækja nú
að manni samt.
Nú eru liðin nítján jól frá því
að ég sá síðast ljós á þessum
krossi, en engin þeirra hafa liðið
svo að mér stæði hann ekki
ljóslifandi fyrir sjónum og svo
mun verða um öll jól enn, meðan
sansar mínir halda sér.