Feykir


Feykir - 20.12.1989, Síða 14

Feykir - 20.12.1989, Síða 14
14 FEYKIR 46/1989 Krossmessugarðurinn 13.-14. maí 1922 Tryggvi Guðlaugsson frá Lónkoti segir frá Hjalti Pálsson skráði Dagana 13. - 14. maí árið 1922 skall yfir eitt æsilegasta veður, sem menn muna frá fyrri hluta þessarar aldar, Krossmessugarðurinn svokallaði. I þessu veðri fórust fjögur skip með alls 43 mönnum: Hvessingur frá Hnífsdal, Samson frá Siglufirði og Aldan og Maríanna frá Akureyri, en áhöfn Maríönnu var öll úr Fljótum. Fjölmörg önnur urðu fyrir áföllum. Þeir munu nú fáir eftirlifandi, sem voru á sjó í þessu eftirminnilega veðri, en einn þeirra var Tryggvi Guðlaugsson fyrrverandi bóndi í Lónkoti í Sléttuhlíð. Hann rekur hér minningabrot frá sjómennsku sinni vorið 1922. O urðu þau umskipti, að okkar Oeint í janúarmánuði 1922 kemur til mín ungur maður, Dúi Guðmundsson á Laugalandi í Fljótum, og spyr mig eftir, hvort ég vilji ekki fara á fiskiskip, sem hann eigi að vera stýrimaður á. Þetta væri Hjalteyrin frá Akureyri. Eftir samráð við foreldra mína varð það úr, að ég tók þessu boði til að afla heimilinu tekna og reyna sjómennskuna. Svo leið tíminn fram í seinni hluta apríl, að við vorum kallaðir til skips. Við áttum að taka flóabátinn Mjölni í Haganesvík, því Dúi hafði ráðið eina 7 eða 8 Fljótamenn á skipið. Veðrátta hafði verið slæm og því umbrotaófærð að komast út í Haganesvík. Þegar þangað kom, var Mjölnir ekki kominn enda norðaustan stór- hríð og ég fór heim í Yzta- Mó til gistingar ásamt Dagbjarti Lárus- syni frá Mói, sem líka varráðinn á Hjalteyrina. Mig minnir, að við værum einar tvær eða þrjár nætur þarna þangað til loks birti upp og Mjölnir komst til að sækja okkur. Við fórum þá fram í skipið með allar okkar föggur og dembdum þeim ofan í lest, en þegar við vorum komnir um borð, skall aftur á stórhríð og skipið varð að liggja inni á víkinni og við þar um borð. Er það einhver versta nótt, sem ég hef átt, það var hreint ólíft í lestinni fyrir kulda, en daginn eftir var farið að rofa til og þá komu fleiri um borð, m.a. skipshöfnin á Maríönnu. Síðan var þá lagt af stað, komið við á Siglufirði og öðrum viðkomu- stöðum áleiðis til Akureyrar. Var skipið síðast orðið svo hlaðið af mannskap, að vart mátti þverfóta. Allt gekk þetta þó vel og við komum seint um kvöldið til Akureyrar. Fórum við þá strax ofan í hlýjan lúkarinn á Hjalteyrinni, en hún var þá enn á þurru landi. JV^orgumnn eftir var byijað í framsetningu. En þegartil kom, ágæti Dúi var afsagður sem stýrimaður. Skipstjórinn segist koma með stýrimanninn með sér, og urðu þama talsverð átök um það, hvort við Skagfirðingar ættum að ganga af skipinu með Dúa. Þótti okkur undarlega að þessu staðið, en samt varð það úr fyrirlempni útgerðarstjórans,að við urðum áfram á skipinu. Þormóður Sveinsson var þá útgerðarstjóri fyrir Gránufélagið. Mig minnir að það ætti skipið, fremur en Tulinius. Skipstjóri hét Sigtryggur Jóhannsson, þaulvanur fiski- maður. Stýrimaður hans var Jón Kristjánsson frá Hámundar- stöðum á Arskógsströnd. Hann var kallaður Hámur og stýri- mannshæfileikar hans voru sérstakir. Hann var þrekmaður og skemmtilegur, sérstakt prúð- menni og sagði vel fyrir um öll verk, góður maður og gegn. Það orðspor fylgdi honum, að ekki væri fiskbein í sjónum, ef hann yrði ekki var. S kipið var nú búið öllum kosti og reiðskap til veiðiferðar, því ætlunin var að við yrðum lengi í túrnum, kæmum aðeins einu sinni inn til Akureyrar um vorið eins og raunar varð. Mér fannst sem unglingi ansi gaman að vera Eyfirsk skúta ekkert ósvipuð Hjalteyrinni, sem líklega hefur þó verið aðeins stærri. á Akureyri og kynnast bæjarlíf- inu þar. Kokkurinn hét Ólafur og var kallaður ellefulanda því hann hafði lengst af verið í siglingum úti í heimi. Svo kom hann heim og varð kokkur á skipum Gránufélagsins. Þetta var ágætis- maður, átti konu og ellefu börn og var hamingjusamur með fjölskyldu sína. Hann hafði mig mikið meðsértilaðstoðarog bar ég traust til hans. Dag einn fórum við upp í bæinn að taka út kost til ferðarinnar hjá Gránu. Þegar við vorum þama í búðinni, er þar stúlka innan við búðarborðið og ég sé, að hún gefur mér talsvert auga. Fer hún svo að tala við mig og spyrja, hvort hún gæti eitthvað greitt fyrir okkur. Þetta kom mér allt svo fyrir sjónir, að hún væri ekki beinlínis að hugsa um að þjónusta skipið, heldur byggi eitthvað annað undir. Þetta var fyrirmyndar- stúlka og spurði hún mig m.a., hvort ég kæmi ekki aftur. Eg sagðist nú ekkert vita um það. Svo þegar við fórum til skips með varninginn segir kokkurinn við mig, „Veiztu við hvern þú varst að tala í búðinni”? ,,Nei”, segi ég. „Jæja þetta var nú dóttir forstjórans. Þarna mátt þú aldrei láta sjá þig aftur, því þessi stúlka ætlaði að éta þig.” Jr egar allt var tilbúið, var lagt upp og siglt út Eyjafjörð. Komið var við á Haganesvík, því ég og fleiri vorum með varning til að senda heim, og Dúi, sem reiknað hafði með að verða ráðamaður á skipinu, hafði skilið eftir föggur sínar heima á Laugalandi. Voru þær sóttar og að því búnu haldið til miða undan Vestfjörðum. Ég var gerður að aðstoðarmanni kokksins og leið hreint ekki vel, því sjóveikin ætlaði mig lifandi að drepa. Vestur undir Horni var farið að renna færum en varð ekki vart. Gerðist raunar ekkert næstu dagana, því það fannst enginn fiskur og alltaf vorum við að slaga út og inn. Hjalteyrin var með stærstu þilskipum um 80 eða 90 tonn og hafði dálitla hjálparvél, en hún var lítið notuð. Ahöfnin var 21 maður, vélstjóri hét Árni Þorgrímsson, einhver sá allra stærsti maður, sem ég hef séð, dálítið sérkennilegur en ágætis maður og snjall við vélina. Við tókum hann upp einhvers staðar á leiðinni og hann fékk ekkert svefnpláss nema auða koju fremst frammi við stefni í lúkarnum. Alls staðar voru tveir um koju nema þessi var fyrir einn. Það var furðulegt, hvað hann hafði erfiðar svefnfarir, önglaði og hljóðaði í svefninum. Mér þótti þetta afar óviðkunnan- legt og vildi vekja hann, en var bannað það. Þegar ég spurði Áma út í þetta síðar, vildi hann engu svara mér. -fcj'ftir nokkra útivist, fórum við að verða saltlitlir og var þá haldið inn á Isafjörð. Þótti öllum góð tilbreytni að fá að komast í land og menn fóru að raka sig og snurfusa og klæða sig uppá. Skipstjóri var dálítið brosleitur, þegar hann gekk á meðal okkar og sá viðbúnaðinn. En þegar komið er á leiðarenda var tilkynnt, að enginn fengi að fara í land, og brá nú ýmsum í brún, sem höfðu ætlað að lyfta sér upp í bænum. En þá skeður það merkilega, að skipstjórinn segir við mig. „Heyrðu þú þarft í land, nafni minn. Það er bezt þú komir með mér”. Þetta kom mér mjög á óvart, en einhvern tímann hafði ég haft um orð, að ég væri nærfatalítill. Ég fékk ekki gott augnaráð félaga minna yfir þessari upphefð. Skipstjórinn fór náttúr- lega til þessara stóru kalla við verzlanirnar og alls staðar settur upp í hann digur vindill og kannski staup. Ég naut þess líka, því margir héldu að ég væri sonur skipstjórans. Þegar búið var að taka saltið, var leyst frá og haldið út og vestur af Hornvík. Þar var farið að renna en enginn fiskur, alls staðar ördeyða. Þá rekur á strekkingsvind á sunnan suð- vestan með hríðaréljum og gerir svo aftur útsynning með bleytu- hríð. Sjór var þungur og á vaktaskiptum fer ég niður, og við heyrum að vélin er alltaf i gangi. Þegar ég kom upp um hádegisbil að mig minnir, sást hvergi í land nema Kálfatindur á Hornbjargi og komin hálfgerð þokubræla. Stýrimaður tjáir mér, að við séum 10 mílur út af Horni. Þarna er stanzað og okkur sagt að renna færum. Ég gerði það sem aðrir, en þá var engan botn að finna og ég svo vitlaus, að færið rann út úr höndunum á mér. Þótti mér heldur skömm að, en tók annað færi og renndi því og gætti mín nú betur. Þarna virtist vera reitingsfiskur og ég var búinn að innbyrða nokkra þroska, þegar kominn var stórsjór og okkur skipað að hafa upp og búa skipið undir legu. Fórum við nú að rifa segl og ganga frá öllu ofan þilja sem tryggilegast. Við vorum þarna einir tveir eða þrír á dekki, þegar ég heyri öskur frá skipstjóranum. Hann var að vara okkur við broti,semstefndi á skipið. r Eg fleygði mér á dekkið og náði einhvers staðar handfestu, annars hefði mér vafalaust skolað fyrir borð. Þetta var fyrsti smjörþefurinn, sem við fengum af þessum mikla garði, er skall á okkur föstudaginn 13. maí. Eftir þetta ágerðist veðrið og undir kvöld var komin iðulaus grenjandi bylur, svo sást ekki útfyrir borðstokkinn. Ég var náttúrlega viðvaningur og lát inn

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.