Feykir


Feykir - 20.12.1989, Síða 20

Feykir - 20.12.1989, Síða 20
20 FEYKIR 46/1989 Hagyrðingaþáttur 65 Heilir og sælir lesendur góðir. I síðasta þætti varðein smá villa. en þar brenglaðist önnur hendingin í íyrstu vísunni. Rétt er hún þannig; skilningsþurrð og trega Þá er til þess að taka að höfundur þáttarins heiðraði borg Davíðs með nærveru sinni um mánaðamótin síð- ustu. Kom ég þangað á föstudegi og vissulega var það gaman fyrir Norðlend- inginn að heyra sveifluna hans Geirmundar óma út um nálægt því hvern glugga þar. Kannski er það vegna þess að undirritaður semur ekki lög, að hann spáir ekki í tilurð þeirra svo ýkja mikið, en textar eru mér alltaf forvitni- legir. Og þennan föstudag fannst mér ekki fara á milli mála að fyrsta lag plötunnar með texta séra Hjálmars, og lagið með texta Aðalsteins bæru af í þessari sveiflu. Um það leyti sem þessi dagur var að ljúka göngu sinni var ég staddur á dansstað sem ég kalla Þórskaffi, þó hann heiti það nú reyndar ekki lengur. Við fatahengið hitti ég afskap- lega fallega konu oggafmig fljótt á tal við hana. Kvaðst hún vera á leið á efri hæðina og ætlaði að fá sér þar borð. Væri mér velkomið að hitta sig þar. Gerði ég það nokkru síðar og fór vel á með okkur fram eftir nóttu. Þar kom þó að einhver ókyrrð kom á frúna. Svipaðist hún um eftir veski sínu og kvaðst ætla fram á snyrting- una og mála sig. Ekkert var við því að segja, en erég hafði setið hreyfingarlaus við borðið í klukkutíma og beðið afturkomu hennar, tók ég upp vasabók mína og mun hafa skrifað í hana eftirfar- andi vísu: Nærri hefur bóndann brjálað að bíða eftir þér. Sumar hafa minna málað myndina af sér. Ymiss vom ævintýri laugar- dags og sunnudags, en þau verða ekki skráð hér. Hitt fór ekki á milli mála að um svipað leyti og helginni lauk hafði lagið með texta hins leyndardómsfulla Hilmis heldur betur náð forystu í sveiflunni, og varð það tilefni næstu vísu. Andstæðurnar meta má, myndin skýr er braga vinum. Nú er Hilmir ofan á Aðalsteini og prófastinum. Ein af þeim bókum sem auglýstar eru til sölu nú fyrir jólin eru bernskuminningar Björns .lónssonar læknis (Bjössa bomm). Hér kemur vísa eftir hann sem hann kallar: Með hækkandi sól, og á hún vel við á þessum tíma. 1 desember ég daufur var í dálkinn, engu sáði. A jörfagleði í janúar jafnaðargeði náði. Einhverju sinni henti Björn á lofti fyrripart sem mun hafa birst í vísnaþætti í Þjóðviljanum, og varð úr þessi staka. Fýkur í hin fornu skjól, fölna vinakynni. Halda verð ég heilög jól með hundtíkinni minni. Vekjum athygli á eftirtöldum framleiðslu- vörum vorum, sem eru í háum gæðaflokki LYTOL — Sótthreinsandi sápa fyrir matvælaiönaöinn. KLÓR — 15%. SÁM-SUPER — Véla-, tækja- og gólfhreinsiefni. HANDOL — Fjölhæf hand- og baösápa. SÁM-SILIKON — Alhliða rakavari. Afbragðs smurefni. RESOL SUPER — Olíuhreinsir. GAMA-SPEED — Fljótvirk ryðolia með grafít. SÁM 2000 TÚRBÓ olíu- og sápuhreinsar samtímis. TEPPANOL — Froðuhreinsir fyrir teppi, húsgagnaáklæði o.m.fl. ORIGINAL — Tekk- og palisander viðarolía. DÍMA — Háþrýsti þvottatæki, margar gerðir. SÁMS UPPÞVOTTALÖGUR — með sítrónuilm. VANDERS — handþvottakrem fyrir verkstæði, prentsmiðjur, málningarvinnu o.fl. Einnig vidurkenndar pappirsvörur og aðrar rekstrarvörur fyrir matvælaiðnad og aðra vinnustaði. ÞÚ HRINGIR OG VIÐ SENDUM SAMDÆGURS. r Oskum Norðlendingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum Ágúst Jónsson frá Sval- barði er höfundur að næstu vísu sem ber yfirskriftina: Minning. Stundin ljúf sem liðin er líður seint úr minni. Eg mun ávallt þakka þér þessi stuttu kynni. Önnur vísa sem hér kemur eftir Ágúst ber yfirskriftina: Hún beið á Seltjarnarnesi. Ein hún vakti og alltaf beið eftir manni svöngum. En ýmsum þótti örðug leið inn að Gróttutöngum. Ein vísa kemur hér enn sem ég held að sé eftir Ágúst. Ef ég fengi aðra vist eftir breyttum línum, veldi ég mér vísast fyrst varma af brjóstum þínum. Það er Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd sem, er höfundur næstu vísu, er ber yfirskriftina Aðventa. Myrkrið grúfir öllu yfir, ekki vantar skuggana. Þó má sjá að ljósið lifir, lítið bara í gluggana. Það hefur valdið mér talsverðum vonbrigðum að ekki skyldi berast frá ykkur lesendur góðir, fyrir þennan þátt, meira af vísum sem tengdar eru jólum og áramótum. Kannski hafa allir verið svo uppteknir vegna jólaundirbúnings, og er ekkert við því að segja. En ég bið ykkur að hugsa til mín með efni þegar mestu önnunum lýkur. Það er skáldið undir Borginni Rúnar Kristjánsson sem lýkur þætt- inum að þessu sinni með fallegri jólavísu. Lág er nú á lofti sólin, lýsir fátt um kaldan ál. En bráðum koma blessuð jólin birtir þá í hverri sál. Með innilegu þakklæti fyrir samveruna á árinu sem er að kveðja, bið ég alla vísnavini að vera sæla að sinni, og óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi sími: 95-27154 Átaksverkefnið V-Hún.: Fjarvinnsla Fundur um fjarvinnslu var haldinn á Hvammstanga sunnudaginn 10. desember sl. á vegum átaksverkefnis Vestur- Húnvetninga. Þar kynnti hópur um fjarvinnslu hug- myndir sínar um að koma á fót slíku fyrirtæki. Fjarvinnsla er í stuttu máli hvers konar tölvuvinnsla sem hægt er að vinna hvar sem er með tilkomu nýrrar tækni sem gerir það að verkum að upplýsingar geta borist jafnvel heimshorna á milli á örskotsstundu. Fyrirkomulag fyrirtækisins er í mótun því möguleikarnir virðast gífurlegir. Líkur eru á að opnuð verði skrifstofa sem yrði miðstöð fjarvinnslunnar í héraðinu. Hugmyndin er að fólk geti tekið að sér ýmis konar verk sem annaðhvort verði unnið heima hjá viðkomandi eða á skrifstof- unn. Menn eru sammála um að fara varlega af stað og kynna sér alla möguleika sem best. Áhugi virðist hinsvegar mikill á að takast á við þetta verkefni. Vestur- Húnvetningum er bent á fréttabréf fjarvinnsluhópsins. Fyrsta tölublaðið er þegar komið út sem fylgirit Sjón- aukans. Fleiri munu væntan- leg svo fólk í héraðinu geti fylgst með málinu. H Börnum mínum og tengdabörnum og öðrum velunnurum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og árnaðar- óskum á áttræðisáfmæli mínu þann 10. desember s.l., sendi ég mínar hjartanlegustu þakkir, með óskum um gleðileg jól. Sigurlaug Andrésdóttir

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.