Feykir


Feykir - 06.06.1990, Síða 1

Feykir - 06.06.1990, Síða 1
6. júní 1990, 21. tölublað 10. árgangur Óháð fréttablað á Norðuiiandi vestra rafsjá Sérverslun með raftæki Sæmundargötu 1 Sauðárkróki „Kvótakaup besta fjárfestingin” segir Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar, sem stefnir að kaupum 1000 tonna á árinu „Ég var nijög ána'gður þegar ég koni heim og heyrði að menn hefðu verið að bjóðasl til að kaupa 2000 tonna kvóta. A þessu sér maður að það er skilningur hérna i hænum fyrir kvótakaupum og ég hef trú á að fleiri aðilar eigi eftir að koma inn í þetta mál. Því 1000-1500 tonn í kvóta er Allt á fullu fyrir landsmótið og svimandi upphæðir boðnar fyrir húsnæði: „Aðeins heyrst álíka í gömlu ævintýrunum” Óðum styttist í l.andsmót hestamanna sem fram fer á Vindheimamelum i hyrjun júlí. I'ftirspurn eftir húsnæði í nágrenni mótssvæðisins hefur verið gifurleg og af leigugjaldi sem hoðið er, heyrast stjarnfræði- legar tölur. Óstaðfestar fréttir herma að þvskur harón sé húinn að leigja húsnæði á Sauðárkróki og greiði fyrir það .100 þúsund krónur. Dálagleg summa fyrir eina helgi, ef satt er. Ekki að undra að einn ágætur hestamaður i héraðinu liafi sagt: „ Það eru svo ótrúlegir peningar kringum sportið hjá þessu fólki, að maður hefur hara heyrt um svoleiðis í gömlu ævintýrunum. Sveinn Guðmundsson lor- maður 18 manna framkvæmda- nefndar mótsins gat hinsvegar staðfest að erfiðlega getigi að útvega þeim gesturn húspláss. sem þess óskuðu. Mótsstjórnin gerir ráð fyrir um 10-12 þúsund gestum. þar af einhverjum þúsundum erlendis frá. Undirbúningur mótsins er búinn að standa yfir i mörg ár og hefur kostað ómælda vinnu. Verklegar framkvæmdir á móts- svæðinu á Vindheimamelum hafa kostað einhvers staðar á bilinu 10-20 milljónir. Vonast er til að þeir peningar skili 'sér og vel það. Aðgangseyrir verður 4500 krónur fyrir fullorðna yfir allan mótstímann. Þannig að el aðsóknarspá stenst verður velta mótsins bara í aðgangseyrinum 40-50 milljónir. Gífurlegt starfslið þarf i kringum mótið. Félagar i hestamannafélögunum í hérað- inu. Stíganda. Léttfeta og Svaða mtinu inna af liendi 8 tíma vaktir. að fjölda til 900-1000 dagsverk. alveg á við eina steinullar- verksmiðju fyrir hyggðalagið”, sagði Einar Svansson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar. „Jú, við erum alltaf að brasa í kvótakaupum. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hvað við erum búnir að kaupa mikið, en á að giska er það 4-500 tonn í framtíðar- kvóta, fyrir utan 300 sem munu bara nýtast okkur í ár. Við ætlum okkur að kaupa 1000 tonn í ár, en sjálfsagt er það rétt hjá Brynjari og þeim K-listamönnum að vanti 2000 tonn til viðbótar”, sagði Einar um kvótakaup Fiskiðj- unnar. Einar var spurður að því hvort Hraðfrystihúsið á Hofsósi sem er einn eignar- aðili að Skagfirðingi, kæmi til með að fá eitthvað af þessum kvóta til vinnslu. Kvað hann svo ekki vera: „Menn verða að greiða fyrir kvótann, það gefur hann enginn”. Að sögn Einars hefur ekki fallið úr dagur hjá Fiskiðjunni síðan einhvern tímann í vetur, og hann byggist við að nóg yrði að gera hjá fvrirtækinu það sem eftir væri ársins. Fiskirí var dræmt hjá togurunum í maí, en hráefnisöflunin bjargaðist með því að fá skip að með fisk. sem veiddur var upp í keyptan kvóta. Pétur Sævarsson verkstjóri HFH: Lítil hagræðing í því að við fáum of lítið af togurunum „Jú, það hefur hangið í því að lialda uppi vinnu fyrir fast- ráðna fólkið undanfarið, en annars höfum við haft alltof lítiö hráefni alveg frá áramót- um. Þær voru nokkrar vikurnar í vetur sem lítið sem ekkert var að gera hjá okkur. Málið er það að við fáum alltof litinn hlut af afla togaranna", sagði PéturSævars- son verkstjóri í Hraðfrystihúsinu á Hofsósi. Fastráðið fólk í HFH er um 20 að sögn Péturs og um 15 lausráðnir. „Það hefur stundum verið þannig að það hefur þurft yfirtíð í Fiskiðjunni til að vinna fiskinn. Okkur finnst það skrýtin hagræðing hjá þeim kaupfélagsmönn- um, því við erum gegnum- sneytt með um 39f meiri framlegð úr vinnslunni en þeir hjá Fiskiðjunni og alveg jafngóða nýtingu”, sagði Pétur. Ástæðuna fyrir rneiri fram- legð hjá HFH segir Pétur vera vant starfsfólk. „Hér erum við búnir að vera með sama fólkið í mörg ár og afköstin eru góð. Hjá þeim á Króknum er meira afóvönu tölki. unglingum, ogafköstin því ekkijafngóð’ksagði Pétur. Birni Sverrissyni eldvarnareftirlitsmanni á Sauðárkróki er ýmislegt fleira til lista lagt en fella hreindýr á ofsahraða. Hann er hreint snillingur að gera upp gamla bíla, eins og þennan Ford '30 sem mun birtast á götum bæjarins von bráðar. Sjá viðtal við Björn á 4. síðu. Meirihlutinn fæddur víðast hvar Meirihluti liefur verið mynd- aður innan bæjarstjórnanna á Blönduósi, Siglufirði og Sauðár- króki. Viðræður eru langt komnará Hvammstanga, en á Skagaströnd eru viðræður Alþýðuflokks, framsóknar og framfarasinnaðra í biðstöðu eftir að Alþýðubandalagsmenn kærðu úrskurð á ógildingu utankjörstaðaratkvæðis. Það gæti breytt niðurstöðu kosn- inganna. D-listi sjálfstæðisflokks og H-listi vinstri manna og óháðra hafa náð samkomu- lagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjóm Blönduóss. Ofeigur Gestsson verður áfram bæjar- stjóri og Pétur Arnar Pétursson af H-lista forseti bæjarstjómar. K-listi, félags- hyggjufólks verður þ\í í minnihluta á Blönduósi, en hann var í meirihluta með H- lista á síðasta kjörtímabili. Það var ágreiningur um áherslur í hafnarmálum sem kom í veg fyrir áframhald- andi samstarf þessara aðila. Eins og frá var greint í síðasta Fevki verður valda- jafnvægi á Króknum óbreytt frá síðasta kjörtímabili. Sjálf- stæðið, jafnaðarmenn og óháðir í meirihluta. og allaballar og framsókn í minnihluta. Knútur Aadnegard D verður forseti bæjarstómar. Björn Sigurbjörnsson A formaður bæjarráðs og K-ið verður með formennsku i veitu- og hafnarstjörn. Alþýðuílokkur og óháðir hafa myndað meirihluta á Siglufirði. I kjölfar þess mun Björn Valdimarsson taka við starfi bæjarstjóra af ísaki Olafssyni. Siglfirðingar metti reynslu Björns af fjárhags- legri endurskipulagningu fyrir- tækja, en hann hefur undan- farið verið verkelnisstjóri þróunarverkefnis á sviði atvinnumála á Siglufirði. Flest bendir til að G-lisii Alþýðubandalags og óháðrti og H-listi félagshyggjufólks verði áfram í meirihluta á Hvammstanga. Meirhlutinn verður ekki eins sterkur þetta kjörtímabil á Hvanimstanga og það síðasta. hefur nú 3 i sttið 4 áður.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.