Feykir


Feykir - 06.06.1990, Síða 8

Feykir - 06.06.1990, Síða 8
6.júní 1990, 21. töluhlað 10. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum Sýnum nýja bíla! Til afgreiðslu strax frá Ðrimborg og Volvo Einnig úrval af notuðum bílum Bílasalan Borgarflöt 5 Sími 95-35405 - Sauðárkróki l>að verður (ekið til hönduiium í Spákonufellshorginni í sumar. Skagaströnd: Grænir fingur á lofti í sumar Skagastrendingar færast ekki lítið í fang í sumar, þegar hyrjað verður að græða upp Spákonufellsborgina með trjá- gróðri. Akveðið var á síðasta ári að l'riða Borgina og í sumar verður komið fyrir 35 þúsund hirkiplöntum í hlíðum hennar. Vegna þessa verður að girða á að giska 5-6 Fyrir landsmót: Svartá brúuð úr stáli við Saurbæ Ein þeirra framkvæmda sem ráðist hefur verið í vegna Landsmóts hestamanna, er gerð brúar á Svartá við Saurhæ. Kemur það til með að létta mjög á umferð á mótsstaðinn, en borið hefur við að umferðarteppa myndist á Hólmabrautinni þegar hesta- mannamót eru á Vindheima- melum. Það er Lýtingsstaðahreppur sem sér um brúarbygginguna, en fær framlag til hennar frá ríkinu. Þegar hefur verið veitt ein milljón, en brúin mun kosta tæpar fjórar milljónir. Það var stálsmiður í Reykjavík, fæddur og uppal- inn á bökkum Svartár, Sveinn Pálmason frá Reykja- völlum, sem setti fram hugmynd um gerð stálbrúar á Svartá. Tilboð hans þótti hagkvæmt og var tekið. Bruin sem er 30 metrar að lengd. hefur verið srníðuð í þrem hlutum syðra. Burðar- virkið eru stálsúlur fylltar steypu. Verða þær reknarog grafnar niður um næstu helgi, en þ\í verki þarf að vera lokið fyrir miðjan mánuð. áður en fiskigengd byrjar í ána. „Hreppsnefnd Lýtinsstaða- hrepps hefur í rúman áratug óskað eftir Ijárveitingu til brúar þarna. Hreppurinn á gott slæjuland rétt við Melana. sem heitir Borgarey. Þar hafa bændur úr hreppnum fengið slæjur. og það hefur \erið ákallega óþægilegt fyrir þá að aka þennan stóra hring niður í Hólminn”. sagði Elín Siguiðardóttir odd\iti í Sölva- nesi. kílómetra langa girðingu, til að verja nýgróðurinn ágangi búfjár. Það er ekki hægt að segja annað en Skógræktarfélagið á Skagaströnd. sem stofnað var fyrir tveimur árum, starfi af miklum krafti. I trjáreit félagsins, við Hólaberg í útjaðri bæjarins, verða í sumar gróðursettar 4500 plöntur. Fékk félagið úthlutað 100 þúsund krónum úr plastpokasjóði Landverndar til þess verks. Það er Höfðahreppur sem stendur að trjágræðslunni i Spákonufelli í samvinnu við félaga í Skógræktarfélaginu. Mun vinnuskólinn á Skaga- strönd leggja þessu málefni lið ásamt bæjarstarfsmönnum. Það er því alveg greinilegt að „grænu fingurnir”, verða margir á Ströndinni í sumar. Tombóla Þessir krakkar héldu á dögunum tombólu og létu ágóðann 3000 kr. renna til Hjúkrunar- og dvalarheimil- isins. Frá vinstri: Einar Þorbergur Tryggvason, Ingunn Asta Jónsdóttir, Guðný María Bragadóttir og Val- gerður Jóna Jónbjörnsdóttir. Sauðárkrókskirkja: Framkvæmdir hafnar Nýlega hófust framkvæmdir \ið lengingu Sauðárkróks- kirkju. Verður kirkjan lengd um 3,6 metra og er áætlað að því verði lokið fyrri liluta nóvembermánaðar. Meðan á framkvæmdum stendur verður messað í Safnaðarheimilinu og Sjávar- borgarkirkju. I síðustu viku afhenti Kvenfélag Sauðárkróks kr. 100.000,- í orgelsjóð Sauðár- krókskirkju. Formaður orgel- kaupanefndar, Gestur Þor- steinsson, þakkaði góða gjöf. Gat hann þess að vonirstæðu til að nýtt orgel yrði komið í kirkjuna við opnun að nýju eftir viðgerð. A myndinni eru frá vinstri: Séra Hjálmar, Guðrún Andrés- dóttir, Engilráð Sigurðar- dóttir. Steinunn E. Friðþjófs- dóttir, Gestur og Arni Jónsson. Kosið í 10 sveitahreppum um næstu helgi Kosið verður í 10 hreppum í kjördæminu á laugardaginn kemur, en sveitarstjórnir þeirra sóttu um frestun á kosningum til ráðuneytis. Samkvæmt bestu vitnesku Feykis eru listakosningar í tveim hreppum; Skarðshreppi í Skagafirði og Sveinsstaða- hreppi í A-Llún, en á öðrum stöðum er um óhluthundna kosningu að ræða. Hrepparnir eru þrír í Skagafirði: Skarðshreppur, Skefilsstaðahreppur og Lýtings- staðahreppur. Tveir í A- H ú n., S ve i n ss ta ða h rep pu r og Skagahreppur. I V-LIún. verður kosið í fimm hreppum: Staðar-, Fremri-Torfustaða-, Ytri-Torfustaða-, Kirkju- hvamms-, og Þorkelshóls- h reppur. GÆÐAFRAMKOLLUN BÓKABITO BRYNJARS

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.