Feykir


Feykir - 21.11.1990, Side 6

Feykir - 21.11.1990, Side 6
6 FEYKIR 41/1990 Túnið á Tindum Eitt sinn bjiS sá bóndi á Tindum í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu. sem Arni liét Þorleit'sson. Hann var búhöldur góður og þótti frem u r fjölku n n ugu r. Eitt sumar var það, að tún spruttu mjög illavegna kulda og haíisa. Lét þá Arni bóndi tún sitt standa óslegið lengi fram eftir. svo að það sprytli sem bezt. Allir aðrir slógu tún sín um sömu mundir og vant var. Þegar þeir voru búnir að hirða tún. var Arni ekki farinn að hugsa til aðslá Tindatún. Nokkru eftir þetta bað hann kölska að slá fyrir sig túnið á einni nóttu. Kölski spurði. til hvers væri að vinna. Bóndi bað hann sjálfan kjósa sér laun fyrir. Kölski kvaðst þá vilja fá hann sjálfan í staðinn. en aðrir segja barn þttð. er kontt Arna gengi með. Arni jálti þ\í. ef hann slægi túnið á einni nóttu og væri búinn að því, áður en hann kæmi á fætur um morguninn. Tinda- túni varsvo varið. að þtið var ákaflega grýtt og seinunnið. en þó tók tóftarbrot eitt úl yfir. sem var neðarlega i túnjaðrinum og hét Gnípu- tóft, en til forna kvað þar hafa verið bænhús: þar varð ekki slegið svo eitt Ijáfar. að ekki kæmi í stein. Nokkru síðar býr Arni bóndi út mörg orf og bindur í þau dengda ljái, og um kvöldið sama segir hann heimafólki sínu að liggja kyrru og hreyfa sig ekkert út um nóttina. Fólkið gjörði eins og hann bað nema kerling ein. Hantt langaði til að vita. liverju l'ram færi úti. lór á l'ætur og gægðist út um rilti á bæjardvrahurðinni: sá hún þá púka á liverri þúfti. en varð jafnskjótt sjónlaus á því auganti. er hún horfði út með. og vitskert upp frá því. I Im morguninn. þegar bóndi kom út. var kölski búinn að slá allt túnið nema tóftar- brotið niður í túninu. Þarvar hann að hjakka. og varorðið heldur bitlítið hjá honum: var hann þá að raula. þegar Arni kom til hans. þessa \ ísu: ..Grjót er nóg í Gníputóft. glymur járn í steinum: þó túnið sé á Tindum mjótt. tefur það fyrir eintim." Þá var hann búinn að slá allt nema tvær þúfur innan í tóftinni: á aðra þeirra hafði Arni lagt biblíuna. en á hina Davíðs saltara. og sneiddi kölski hjá þeim. K\að Arni hann þá verða af kaupinu og bað hann aldrei aftur koma. Gníputóft ber enn þetta nafn. og sér nú móta til hennar fyrir neðan túnið á Tindum. og er mýrarsund fyrir neðan hana: en auðséð er. að túngarðurinn hefur áður legið fyrir utan tóftina og hún þá verið inni í túninu. Skagfirðingar Húnvetningar Egill Jónsson og Pálmi Jónsson efna til almenns fundar um landbúnaðar- og byggðamál í Miðgarði föstudags- kvöldið 23. þ.m. kl. 20.30. Rætt verður meðal annars: Staða landsbyggðarinnar. Búvörulögin og reynslan af þeim. Búvörusamningur. GATT - Tilboð ríkisstjórnarinnar. Framtíðarhorfur og stefna Sjálfstæðisflokksins. Allir velkomnir Fundarboðendur Loftið lævi blandið í Stuttgart „Þetta er húið að vera bvsna erfitt í haust og loftið orðið lævi blandið hér eftir erfitt gengi undanfarið. Eg er búinn að eiga við meiðsli að stríða, og það hefur útilokað ntig frá því að fá almennilegan „séns", sem alltaf eru nieiri möguleikar á þegar illa gengur. Fyrst reif ég vöðva aftan á læri og svo tognaði hásin", sagði Eyjólfur Sverris- son í samtali við Feyki. „Ég var ekki í hópnum í Gladback um helgina. Það var stilað upp á varnartaktik. en hún gekk ekki betur upp en svo að við töpuðum 2:0. Það vttr fundur í stjórninni í dag og maður reiknar frekar með að ef við vinnum ekki Kölnar- menn þegar þeir koma í heimsókn um næstu helai. v e r ð i f r a m k væ mda s tj ó r i n n og þjálfarinn látnir fara. Það er orðið ansi heitt undir þeim”. sagði Eyjólfur. Það sígur enn á ógæfuhlið- ina hjá Stuttgartmönnum. Liðið er nú í fjórða neðstá sæti deildárinnar með aðeins 10 stig. Eyjólfur lék síðustu 20 mínúturnar gegn Werder Bremen um fyrri helgi. Hann sagði að það hefði verið mjög erfitt að koma inn í leikinn. Brimarar með vænleaa stöðu. höfðu dregið sig aftur á völlinn og því erfitt um vik fyrir framherja Stuttgart að athafna sig. Þrátt fyrir meiðslin hefur Eyjólfur leikíð fjóra leiki með varaliðinu í haust og gengið vel í þeim. skorað þrjú mörk. Jólafríið verður ekki langt. Hann kemur hingað heim um miðjan desember ásamt fjölskyldunni, en þarf síðan að vera til í slaginn aftur um áramótin. Þá fer Stóragarðs- liðið í æfinaabúðir til Flórída. I þróttaf rétt i r HEILSUVÖRUVERSLUNIN AUGLÝSIR bressir í skammdemnu! Lagaöu heilsuna með S og losaðu þig við 5-10 kg. í leiðinni. MCLh(pIdlL heilmarmhöndin Munið surdeigs SfEILSUWL&UfÐIOf þau em mjöggóð GET ÚTVEGAÐ HÁKARLAL ÝSI ATH! I dag verður Guðrún Bergmann með | kynningu á vörum frá versluninni | BETRA LÍF Versíutt tiífeiísu qg fetra (ífs yiðaíjjötu 9 Sírni 35966 * Tindastóll trónir nú á toppi Úrvaldsdeildarinnar eftir að Kellvíkingar töpuðu fyrir Grindvíkingum. Tinda- stóll vann Val auðveldlega í daufum leik í síðustu viku 77:61(45:35). Sverrir Sverris- son var atkvæðamestur Stóla skorðaði 23 stig og Ivan Jonas21. * Tindastóll á fvrir höndum tvo mjög erfiða leiki. í Grindavík á sunnudagskvöld og síðan verður sannkallaður stórleikur á ferðinni nk. þriðjudagskvöld, þegar Kell- víkingar koma í heimsókn. Það horfir ekki alveg nógu vel fyrir Stólana, að Valur Ingimundarson gengur ekki heill til skógar þessa dagana. á við meiðsli í öxl að stríða og ekki vitað hvort hann verður með í þessum leikjum. * Tveir llokkar Tindastóls unnu sig upp úr b-grúppu í þá bestu á fjölliðamótum um fyrri helgi. 8. Hokkur og drengjaflokkur. Unglinga- flokkur kvenna varð í öðru sæti á fjölliðamóti sem fram fór í Borgarnesi um sömu helgi. * Svogæti farið að Tindastóll gengi frá ráðningu knatt- spyrnuþjálfara alveg á næstu dögum. Eitthvað er að gerast í þeim málum en stjórnar- menn knattspyrnudeildar em þögulir sem gröfin. Sem kunnugt er helur Bjarni Jóhannsson fyrrum þjálfari Tindastóls verið ráðinn til Grindavíkur. * Líkur eru á að Sverrir Sverrisson sé á förum og muni leika með KA í fyrstu deildinni næsta sumar. Sverrir er einn af burðarásunum i Tindastólsliðinu og þtið væri þ\í mikil blóðtaka ef hann færi.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.