Feykir - 21.11.1990, Page 8
FEYKIR
> -HL Óháö fréttablaö á Noröurlandi vestra
21. nóvember 1990, 41. tölublað 10. árgangur
Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar
en um hádegi á föstudögum
BILALEIGA SAUÐARKROKS
BORGARFLÖT 5 • S: 95 - 36050
BÍLASALA S: 95 - 35405
LÁTIÐ FARA VEL UM BÍLINN MEÐAN HANN ER
Á SÖLU í RÚMGÓÐUM SÝNINGARSAL OKKAR
OPIÐ 13.00 - 19.00 VIRKA DAGA
OG 13.00 - 17.00 LAUGARDAGA
l clagsheimilið Skagasel.
„Pelaball” á Skaganum:
Fjárragi lokið
Skel'ilsstaðahreppingar eru
nokkuð ánægðir með heimtur.
og héldu upp á að fjárragi
haustsins er lokið nieð
svokölluðu „pelabalir’ í félags-
heimilinu Skagaseli um fyrri
lielgi. Þetta er að venða árviss
viðhurður á Skaganum og kemur
í stað réttarhallsins. Hjóða
bændurnir iillu hjálparfólki sínu í
smalamennskunni á skemmtun-
ina.
Þau mistök áttu sérstaðígrein
um fámennasta skóla landsins í
síðasta blaði. að sagt var að
hann væri á Hvalnesi.sem er
ekki rétt. Skólinn er til húsa í
félagsheimilinu Skagaseli. sem
aftur er byggt út úr landi
Hvalness.
Skagamenn hafa margvís-
leg not af félagsheimilinu
sent er nvlegt. Þar er
þónokkuð um skemmtana-
hald að vetrinum. allir fundir
haldnir. og einnig er lestrar-
félag hreppsins þar til luisa.
Norræn samkeppni gegn reykingum:
Sauðárkrókur sigraði
í keppni vinabæja
Sauðárkrókur har sigur úr
hýtum í innhyrðiskeppni vina-
hæja á Norðurlöndum í
samnorrænu átaki gegn reyk-
inguni ..llættum að reykja til
vinnings". Islensku vinabæimir
jrrír röðuðu sér í efstu sætin og
hljóta allir veglegar styttur.
Krókurinn |)á veglegustu.
Snorri Björn hæjarstjóri mun
veita henni viðtöku við
hátíðlega athöfn í Stokkhólmi
2. desemher nk. Styttan er
lítiö lægri en Snorri, 1.50 á
hæð. en eittlnað þyngri, 150 kg.
Meira en 2000 Islendingar
skráðu sig i keppnina. A
Saúðárkróki voru 65 manns
sem hættu að reykja. eða
3.79; bæjarbúa 16 ára og
eldri, því sem næst áttundi
hver reykingamaður í bænum.
A Selfossi var svo prósentan
3.2 og í Kópavogi 1.9. Þeir
sem skráðu sig til keppni hér
á landi voru á aldrinum 16-
80 ára og höfðu reykt í allt ;tð
62 ár. Raunhæft er að áætla
að íslenski hópurinn hafi
sparað sér meira en átta
Skýrsla félagsmálastjóra um félagsaðstöðu unglinga:
Mælir með Grettisbæli um sinn
Félagsmálastjóri Sauðárkróks
hefur skilað af sér skýrslu,
sem honum var falið að gera
varðandi uppbyggingu félags-
aðstöðu fyrir unglinga í
hænum. I framhaldi hefur
verið ákveðið að fá norður
Króksarann Vöndu Sigurgeirs-
dóttur aðstoðarforstöðumann
félagsmiðstöðvarinnar Arsels
í Reykjavík til skrafs og
ráðagerða við félagsntálaráð
og nemendur grunnskólans.
Bæjarfulltrúar lögðu ríka
áherslu á að unglingarnir
sjálfir væru með í ráðum strax
frá upphafi.
Skýrsla félagsmálastjórans
Matthíasar Viktorssonar er
vel unnin að mati bæjarfull-
trúa, cn hún kom til umræðu
í bæjarstjórn í síðustu viku.
Matthías gerði könnun á
rekstri félagsmiðstöðva í
nokkrum bæjarfélögunt og
einnig á því félagsstarfi sem
verið hefur á vegum Grunn-
skóla Sauðárkróks í Grettis-
bæli. félagsaðstöðu skólans.
I hugleiðingum sínum um
félagsmiðstöð á Sauðárkróki
bendir Matthías á, að á
mcðan ekki liggi fyrir
ákvörðun um framtíðarhús-
næði fyrir starfsemina. sé
Grettisbæli álitlegasti kostur-
inn. Starfsemin verði færð til
félagsmálaráðs, hún endur-
skipulögð og starfið aukið
verulega. Leiktæki verði
keypt hið fyrsta til að mæta
brvnni þörf. Einnig verði
reynt að hafa samstarf um
notkun á félagsheimilinu
Bifröst. Bæjarfulltrúarsurnir
létu í ljós það álit sitt. að
Bifröst væri sorglega illa
nýtt, og kæmi vel til álita
fyrir starfsemina.
I tillögum félagsmálastjóra er
gert ráð fyrir að félagsstarfið
verði fyrst um sinn aðeins
iniðað við nemendur grunn-
skólans 6.-10. bekkjar. Opnunar-
tími verði virka daga fvrir 6.-
7. bekk frá 17-19. fyrir 8.-10.
bekk frá 20-22,30. Böll verði
annan eða þriðja hvern
föstudag kl 20-01. hugsan-
lega í Bifröst. A.m.k. verði
ráðinn starfsmaður í heilt
starf. Gjaldtakan vrði einna
erfiðasti þátturinn. þar sem
hingað til hafi bekkirskólans
haft tekjur af böllum og oðru
í ferðasjóð. En þetta mál
verði leyst eins og annað. en
þurfi að vera frágengið áður
en starfsemin hefjist fvrir
alvöru. Matthías leggur ríka
áherslu á samstarf við hin
Irjálsu félög. sem eru með
unglingastarf á sinni könnu.
svo sem Tindastól og
skátana.
milljónir í útgjöldum á þeim
l jc'imm \ ikum sem keppnin stóð.
1 hverju landi l'en'gu
nokkrir þátttakendur \erð-
laun af ýmsu tagi. svo sem
töhur. ferðir. mvndbands-
læki og peninga á sparisjóðs-
bók. Meðal íslensku vinnings-
hafanna ntá nefna Bertu
Margréli Finnbogadóttur Fljól-
um sem hætti að reykja. og
meðal þeirra sem hampa
stuðn i ngsma n na verðla u n um
eru þau Arnfríður Arnar-
dóttir og Jón Geirmundsson
á Sauðárkróki.
Þrátt fyrir verðlaunin erað
sjálfsögðu stærsti ávinning-
ur þeirra sem þátt tóku í
keppninni. að losna \ið
rey k i n ga nau t n i na. h ver n ig
svo sem það gengur á næstu
mánuðum. Ráðgert er að
kanna eftir hálft ár og aftur
eftir eitt ár hvernig hópnum
hefur reitt af í tóbaksbindind-
Laugarbakki:
Dælustöð
hitaveitu
í byggingu
Þessa dagana eru að heijast
framkvæmdir við hyggingu
dælustöðvar fyrir Hitaveitu-
félag Miðfirðinga á Laugar-
bakka. sem þjónar að auki
I Ivammstanga og sveitahæjum á
milli þéttbýlisstaðanna. Hús-
inu er ætlað að geyma varaafi-
stöð og annan húnað hitaveit-
unnar.
I þessum áfanga verður
hiisið gert fokhelt og gengið
frá þ\í að utan. Verkið var
boðið út og bárust tvö lilboð.
annað frá Blönduósi og hitt
frá Skagaströnd. Bæði reynd-
ust þau mun hærri en
kostnaðaráæltun sagði til
um, en hún er 5.3 milljónir.
Var þ\ í ákveðið að semja við
heimamenn á Hvammstanga
og í grennd að vinna verkið á
grundvelli kostnaðaráætlunar.
Hvammstangi:
Nýja vatns-
æðin tengd
í næstu viku
I næstu viku verður nýja
aðveituæðin, sem lögð var
11,5 kílómetra leið ofan úr
Vatnsnesfjalli í haust, tengd
vatnsveitu I hammstanga. Með
tilkomu hennar verða Hvamms-
tangabúar vel hirgir af
nevsluvatni næstu árin.
Frágangi lagnarinnar í
jörð er lokið og þessa dagana
er verið að tappa af henni
lofti og óhreinindum. Er
búist við að hún verði búin að
hreinsa sig í næstu viku.
Reiknað er meðað kostnaður
við vatnslögnina fari hátt í 20
milljónir. Góð tíð í haust
bjargaði því að tókst að ljúka
framkvæmdum fyrir vetur-
inn.
Öxnadalsheiöi:
Friðsamt í
rjúpna-
veiðinni
Kári Gunnarsson formaður
Veiðifélags Akrahrepps lagði í
gær fram kærur hjá sýslu-
mannsembættinu á Sauðár-
króki, á hendur fjórum
rjúpnaskyttum frá Akurevri,
þar á meðal formanni Veiði-
félags Fj jafjarðar. Fjórmenn-
ingarnir stunduðu á laugardag
rjúpnaveiðar í óleyfi á
Silfrastaðaafrétt.
..Við skrifuðum niður
númer á tveim bílum aðauki.
Munum svo fylgjast með
þessu áfram ogskrá niður þá
sem stelast þarna uppeftirog
leggja fram kærur. Nei. það
hafa engin veiðileyfi selst
ennþá. en það hefur verið
spurst fyrir um þau af
Eyfirðingum og Skaglirð-
ingum. Við hinsvegar ráð-
lögðum mönnum að fara
ekki þarna uppeftir um
síðustu helgi. bjuggumst við
veseni eftir að Skotveiðifélag
Islands bauð þeim sem vildu
til veiða. En þetta var svo
ósköp rólegt eftir alltsaman”.
saaði Kári.
Kodak
GÆOAFRAMKOLLUN
GÆÐAFRAMKÖLLUN
BÓKABTJÐ
BRYmARS