Feykir - 12.12.1990, Qupperneq 1
rafsja
Sérverslun
með raftæki
Sæmundargötu 1
Sauðárkróki
Sauðárkróksbær
gengst fyrir stofnun
félags um vatnspökkun
Sl. laugardag voru á Kirkjutorgi tendruð Ijósájólatrésem er
gjöf frá Kongsbergi vinabæ Sauðárkróks í Noregi. Við það
tækifæri flutti blásarasveit tónlistarskólans létt lög undir
stjóm Guðbrands J. Guðbrandssonar og barnakór söng undir
stjórn Pálínu Skúladóttur. Forseti bæjarstjómar Knútur
Aadnegaard flutti ávarp og jólasveinarnir litu við að venju,
þrátt fyrir annriki.
í tilefni 30 ára á Sauðárhæðum:
Listaverk við sjúkrahúsið
Skagstrendingar
viðbúnir hörðum vetri:
Byggja „snjó-
skýli” við húsin
Hjá byggingaraðilum á Skaga-
strönd liggja nú fyrir nokkrar
beiðnir uni gerð „snjóskýla”
við dyr húsa í staðnum.
Bæjarbúar virðast reynslunni
ríkari af niiklum snjóalögum í
plássinu tvo undanfarna vetur,
og ætla að fyrirbyggja að þeir
þurfi á aðstoð nágrannanna
að halda til að komast út úr
húsum sínum eins og gerst
hefur.
Veðrið hefur leikið við
byggingarmenn á Ströndinni
í haust eins og aðra
útivinnumenn. Næg atvinna
er hjá þeim meðan tíðarfar
helst, en hætt við að minna
verði að gera ei'tir áramótin
ef vetur leggst að. Reyndar er
það engin nýlunda að
byggingarmenn út um landið
verði að stytta vinnutíma
sinn yfir háveturinn, meðan
aðeins er hægt að stunda
innivinnu, en þegar kemur
fram á veturinn og vorið
nálgast fer venjulega að lifna
yfir lilutunum að nýju.
Löndunarkraninn á bryggju-
kantinum á Króknum eyði-
lagðist nánast i siðustu viku og
er nú ónothæfur. Skafti rak sig
í hann og kengbeygði þegar
skipið var að leggjast að
bryggju. Farið er að leggja
drög að útvegun nýs krana,
sem líklega verður settur upp í
byrjun næsta árs.
Reyndar var kraninn orðinn
Á bæjarstjórnarfundi í síðustu
viku var samþvkkt að Sauðár-
króksbær gengist fyrirstofnun
undirbúningsfélags um bygg-
ingu og rekstur vatnspökkunar-
verksmiðju á Sauðárkróki.
Jafnframt fól bæjarstjórn
atvinnumálanefnd bæjarins að
vinna að framgangi málsins
og leita cftir hluthöfum. Fyrir
liggur ákvörðun Byggðastofnunar
um aðild að undirbúnings-
félaginu.
Bæjarfulltrúar lýstu áhuga
sínum á framgangi þessa
máls. Knútur Aadngaard
forseti vildi samt vara við of
miklum væntingum og lét
þess getið að þrátt fyrir að
Starfsfólk rækjuvinnslunnar
Særúnar á Blönduósi fær
jólafríið um næstu helgi, þar
sem einungis verðurhráefni til
vinnslu út þessa viku. Er það
ákaflega lélegur. Skipin eru
ekki vön að leggja svo
innarlega í höfninni sem
kraninn er, en nýafstaðin
dýpkun hafnarinnar gerir
það nú kleift. Skipstjómendur
á Skafta vöruðu sig ekki á því
hvað kraninn stendur framar-
lega á bryggjunni, en það var
nauðsynlegt vegna þess hve
bóman er stutt.
mjög fjársterkir aðilar syðra
hefðu í tvö ár reynt fyrir sér í
vatnsútflutningi hefði lítið
miðað, og átti þar við
Vatnsveitu Reykjavíkur ásamt
Vífilfelli og Hagkaupum.
Greinilegt er að margir
hafa hug á útflutningi fersks
lindarvatns. Akva hefurflutt
út vatn frá Akureyri í smáum
stíl, og a.m.k. þrír aðilar
syðra eru í startholunum.
Vatnsútflutningur frá Húsa-
vík og Fáskrúðsfirði hefur
komið til tals, og einnig eru
uppi hugmyndir um útflutn-
ing margra milljóna ára
gamals vökva úr bræddum
Vatnajökli.
sökum þess að kvóti bátanna
er uppurinn, bæði hjá Nökkva
og Gissuri hvíta á úthafs-
rækjunni og Húna á innfjarðar-
rækjunni.
Húni var að enda við það
sem hann má veiða í
Flóanum á þessu ári, en
Nökkvi og Gissur eru
komnir á fiskitroll. Þessa
vikuna verður aðallega unnið
úr frosinni rækju, „þýtt
upp”, að sögn Kára Snorra-
sonar framkvæmdastjóra.
Hann segir innfjarðarrækjuna
rnjög litla og lélegt hráefni.
þó svo að hún sé heldur
skárri en í fyrra, svona 290-
350 stykki í kílóinu. Ailt eins
var búist við að starfsfólk
Særúnar missti vinnu sína
fyrr. en útkoman er ríflegt
jólafrí og síðan er búist við að
vinna hefjist aftur á fullu upp
úr áramótum.
Sjúkrahús Skagfirðinga hefur
fengið leyfi til að koma fvrir
útilistavcrki við anddyri Hjúkr-
unar- og dvalarheimilisins.
Verkið sem er eftir Sverri
Olafsson, gert úrstáli, verður
afhjúpað þegar minnst verður
30 ára veru sjúkrahússins á
Sauðárhæðum, væntanlega á
fyrri hluta næsta árs.
Að sögn Sæmundar Her-
mannssonar framkvæmda-
stjóra sjúkrahússins fékkst
stuðningur listskreytingasjóðs
mennntamálaráðuneytisins við
uppsetningu verksins.
Um leið og bæjarfulltrúar
lögðu blessun sína yfir
leyfisveitingu byggingamefndar,
fögnuðu þeir uppsetningu
verksins og sögðu að meira
mætti vera um útilistaverk i
bænum. Það sýndi sig að í
öðrum bæjum, þar sem
útilistaverk eru nokkur, settu
þau skemmtilegan svip á.
Sauðárk róksh öf n:
Löndunarkraninn
kengboginn og ónýtur
Blönduós:
Jólafrí í rækjunni
Bflaviðgerðir - Hjólbarðaverkstæði
Réttingar - Sprautun
SÆMUNDARGÖTU - SlMI 35141
Almenn rafverkatakaþjónusta
Frysti- og kæliþjónusta
Bfla- og skiparafmagn
____l^T/>un!ll --- Sími: 95-35519
Bílasími: 985-31419
Aðalgötu 26 Sauðárkróki_Fax: 95-36019___