Feykir - 12.12.1990, Page 3
44/1990 FEYKIR 3
Jón Karlsson formaðursafnaðarstjórnarflyturávarp. Hjálmar
Jónsson sóknarprestur og Olafur Skúlason biskup hlýða á.
Sauðárkrókskirkja endurvígð
Fjölmenni var viðstatt endur-
vígslu Sauðárkrókskirkju sem
fram fór við hátíðarmessu á
sunnudaginn. Biskup íslands
vígði kirkjuna, prédikaði og
þjónaði fvrir altari ásamt sr.
Sigurði Guðmundssyni vígslu-
hiskupi og sóknarprestinum
sr. Hjálmari Jónssyni. Kirkju-
kórinn söng undir stjórn
Rögnvaldar Valbergssonar.
Fftir messu voru kaffiveitingar í
hoði safnaðarkvenna í Bifröst.
Seinna um daginn var
Ijósamessa fyrir börnin í
kirkjunni og veitingar að
henni lokinni í Bifröst, og um
kvöldið var haldið Aðventu-
kvöld í kirkjunni.
Allir prestar Skagafjarðar-
prófastsdæmis tóku þátt í
messunni og einnig tveir
fyrrum sóknarprestar Sauðár-
krókskirkju, þeir Þórir Step-
hensen og Tómas Sveinsson.
Tómas ræddi einnig við
börnin í Ijósamessunni.
Fólki ber saman um að
einstaklega vel liafi tekist til
um stækkun og endurbætur
kirkjunnar. Hún hafi aldrei
verið fallegri. en útlitið að
mestu samt óbreytt. Séra
Þórir gaf kirkjunni einmitt
þessa einkunn í kaffisamsæt-
inu í Bifröst og biskup sagði í
ávarpi á aðventukvöldi. að í
dag væri Sauðárkrókskirkja
meðal veglegustu guðshúsa
landsins.
Það var Þorsteinn Gunnars-
son arkitekt sem hafði
tæknilega stjórn á verkinu.
Trésmiðjan Borg hafði yfir-
umsjón með verkinu, yfir-
smiður var Bragi Skúlason.
Lýsi hann endurbótum og
stækkun kirkjunnar frá sjónar-
hól byggingarmeistarans.
Jón Karlsson formaður
safnaðarstjórnar færði öllum
þeim sem unnu að verkinu
alúðarþakkir, samstarfsmönn-
um sínum í safnaðarstjórn,
sóknarpresti og verktökum.
Sagðist Jón aldrei hafa orðið
vitni að jafn samviskusömum
og góðum vinnubrögðum og
viðhöfð höfðu verið af
iðnaðarmönnum í kirkjunni,
og þarna væri ekkert oflof á
ferðinni heldur hlutlægt mat
á staðreyndum.
Sauðárkrókskirkja var stækk-
uð sem nemur lengd kórsins.
Núerfjöldi bekkja 14 í stað 8
á hvora hlið áður, einnig
komast fleiri fyrir á kirkju-
lofti. Kirkjan tekur 254
manns í sæti í dag.
Hljómburður hefur aukist til
muna og kirkjan verið
betrumbætt að ntörgu leyti.
t.d. er nú komin í hana mjög
fullkomin loftræsting.
Að tveim árum liðnum
verða 100 ár liðin frá vígslu
Sauðárkrókskirju. Með stækkun
og endurbótum hennar nú
má gera ráðfyrirað hún verði
eina kirkjan í bænum næstu
áratugina að minnsta kosti.
Kostnaður við endurbætur
hennar á síðasta ári og sú
kostnaðaráætlun sem unnið
var eftir á þessu ári, nemur um
50 milljónum. Endanlegt
uppjör liggur ekki fyrir. Að
sögn sóknarprests og for-
manns safnaðarstjórnar hafa
viðbrögð við safnaðarátaki
vegna framkvæmndanna verið
öll á einn veg, alveg
einstaklega góð, jafnvel enn
betri en reiknað var með.
Kirkjukórinn þenur raustina við undirspil Rögnvaldar Valbergssonar á nýtt orgel kirkjunnar.
Hljómburður hefur til niuna hatnað í kirkjunni.
VERSLIÐ IHEIMABYGGÐ ÞAÐ BORGAR SIG • SAMTÖK SÉRVERSLANA Á SAUÐÁRKRÓKI
iesta!
Rjóhmum átt pú sfqd
Brauð og kökurfrá Sauðárkróksbakaríi
Smákökur, Laufabrauð,
Jarðarberjabotnar, Bananabotnar,
Döðlubitar, Svamptertubotnar,
] Ensk jólakaka, Marensbotnar
Gjafavörur,
teppi, koddar, sængur, húsgögn
Nýtt pottasett.
HÁTIIN Sími:35420
dVáttj-atnaSuz í mííztu uz<ja£í
Q/kíuxá.tofifxax, fiottzifofifiax, álofifiaásít, náttj-'ót,
°9 x nÁitámJkx fjjöx unrju áixMúxnriax
^Vífiiæfax ocj cjóSœi jótacjjaf-'ix
AÐALGOTU 3. SIMI 95-35840
VERSLAÐU ODYRT I
TILBOÐ OG KYNNINGAR ALLAN
DESEMBER
ÍÞRÓTTABÚÐIN Á JÓLAGJÖFINA
HANDA ÞÉR OG ÞÍNUM
VERSLUNIN TINDASTOLL
Hólavegi 16 - Simi 35119 - 550 Sauöárkróki
URVAL RAFTÆKJA TIL JOLAGJAFA
OG MARGT FLEIRA
VIÐ ALLRA HÆFI
Kaupvangstorgi 1
Sími 35132
550 Sauðárkrókur
OPNUNARTlMI VERSLANA Á SAUÐÁRKRÓKI
ÍDESEMBER I
Laugardagurinn......15. des. kl. 10 -18
Fimmtudagurinn......20. des. kl. 9 - 22
Föstudagurinn.....21. des. kl. 9-19
Laugardagurinn....22. des. kl. 10 - 23
Mánudagurinn......24. des. kl. 9-12
SAMTÖK SÉRVERSLANA Á SAUÐÁRKRÓKI