Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 11.–13. nóvember 201414 Fréttir
Íbúar nýttu Facebook
frekar en Neyðarlínuna
R
úmlega helmingur íbúa höf
uðborgarsvæðisins leitaði
eftir aðstoð, upplýsingum
eða fræðslu hjá lögreglu í
gegnum samfélagsmiðlana
Facebook og Twitter á meðan tæp
lega 38 prósent hringdu í Neyðar
línuna.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í viðhorfskönnun lögreglunnar
sem unnin er í samstarfi við ríkislög
reglustjóra og er oft kölluð þolenda
könnun.
Með könnuninni er verið að
meta störf lögreglunnar og árang
ur hennar á landsvísu. Í skýrslunni
segir að meðal annars sé verið að
greina reynslu borgaranna af afbrot
um og öryggistilfinningu þeirra í eig
in hverfi, byggðarlagi og miðborg
Reykjavíkur. Þolendakönnunin var
framkvæmd í maí og júní á þessu ári
og sá Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands um framkvæmdina. Úrtakið
var fjögur þúsund manns á landinu
öllu, 18 til 76 ára, þar af tvö þúsund
manns af höfuðborgarsvæðinu en
svarhlutfall var 65 prósent.
Lítil öryggistilfinning í miðborginni
Í könnuninni er meðal annars spurt
um hversu öruggir eða óöruggir íbú
um fannst þeir vera þegar þeir væru
einir á ferli í hverfinu sínu/byggðar
lagi þegar myrkur er skollið á. Á
heildina litið telja flestir sig mjög ör
ugga, 45,8 prósent eða frekar örugga,
46,4 prósent. Það breytist hins vegar
töluvert þegar litið er til miðborgar
Reykjavíkur þar sem meirihluti telur
sig mjög eða frekar óöruggan eða 50,2
prósent.
Flestir á Suðurnesjum töldu sig
frekar eða mjög óörugga á ferli að
nóttu til eða 12,5 prósent á meðan
flestir töldu sig frekar eða mjög ör
ugga á Austurlandi eða 97,9 prósent.
Flestir ósáttir á Norðurlandi
Þá var spurt um, þegar á heildina væri
litið, hversu góðu eða slæmu starfi
viðkomandi hafi fundist lögreglan
hafa skilað í sínu hverfi/byggðar
lagi til að stemma stigu við afbrotum.
Mest óánægja mældist með störf lög
reglunnar fyrir norðan en þar sögðu
16,6 prósent að lögreglan hafi skilað
frekar eða mjög slæmu starfi.
Suðurland fylgir þar fast á eftir
með 16,4 prósent.
Íbúar á Vesturlandi og Vestfjörð
um voru ánægðastir með störf lög
reglunnar samkvæmt könnuninni
en þar töldu 95,2 prósent íbúa að
lögreglan hafi skilað mjög eða frekar
góðu starfi.
Litlu munaði þó á þeim og höfuð
borgarsvæðinu því 92,2 prósent íbúa
þar sögðu lögreglu hafa skilað mjög
eða frekar góðu starfi.
Sýnilegust á Suðurnesjum
Lögreglan á Suðurnesjum virðist
sýnilegust allra embætta á landinu
en 72,3 prósent íbúa sögðust sjá lög
reglumann eða lögreglubíl í bæjarfé
lagi sínu oftar en einu sinni í viku. Þar
samt sem áður höfðu 38,3 prósent
íbúa meiri áhyggjur en minni af því
að verða fyrir afbroti árið 2013.
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu sjá
lögregluna, ef yfir heildina er litið, í
færri skipti en aðrir íbúar lands
ins en þar sögðust 39,4 prósent sjá
lögregluna einu sinni í mánuði eða
sjaldnar. 6,5 prósent íbúa höfuð
borgarsvæðisins sögðust aldrei sjá
lögregluna. Þar hafði 32,1 prósent
íbúa meiri áhyggjur af því en minni
að verða fyrir afbroti árið 2013.
Nokkrir fengu sér varðhund
Þá voru íbúar einnig spurðir að því
hvort þeir hafi gripið til einhverra
aðgerða til að verja heimili sitt eða
dvalarstað fyrir afbrotum. Þar er
margt áhugavert sem kemur í ljós en
fjöldi svarenda var 2.521.
Flestir á Austurlandi gripu ekki til
aðgerða samkvæmt könnuninni eða
82,5 prósent á meðan flestir íbúa á
Suðurnesjum gripu til aðgerða. Þeir
svarendur sem gripu til aðgerða voru
spurðir til hvaða aðgerða þeir gripu
en hægt var að merkja við alla þá svar
möguleika sem áttu við. Flestir af þeim
sem gripu til aðgerða tóku þátt í vina
legu skipulagi milli nágranna um að
vakta hús hvor annars eða 360. Þá voru
147 sem settu upp þjófavörn eða ör
yggiskerfi og 94 sem tóku þátt í form
legri nágrannavörslu. 64 settu upp sér
staka hurðarlása á meðan 55 settu upp
sérstaka glugga, læsingar og/eða rimla.
Þá voru 43 sem fengu sér varð
hund á meðan 10 létu það nægja að
setja upp hátt grindverk.
Töldu sig vanta sannanir
í kynferðisbroti
Það vekur athygli í niðurstöðum
könnunarinnar að 22,2 prósent þeirra
sem urðu fyrir kynferðisbroti árið 2013
tilkynntu það ekki þar sem þeir töldu
að lögreglan gæti ekkert aðhafst í mál
inu þar sem það vantaði sannanir.
Þá sögðust 14,7 prósent þeirra
sem höfðu orðið fyrir kynferðisbroti
ekki hafa haft samband við lögreglu
þar sem viðkomandi taldi hana ekki
vilja gera neitt í málinu. Ein helsta
ástæða þess að viðkomandi sem varð
fyrir kynferðisbroti hafði ekki sam
band við lögreglu var vegna þess að
sá taldi ekki brotið nægilega alvarlegt
eða 29,7 prósent.
Þeir sem tilkynntu kynferðisbrot
á árinu 2013 gerðu það flestir vegna
þess að þeir vildu að gerandi fengi
refsingu eða 35 prósent á meðan 32
prósent sögðu ástæðuna vera til að
upplýsa og/eða fyrirbyggja frekari
brot. Önnur 32 prósent sögðu aðrar
ástæður liggja þar að baki.
Þetta er í fimmta skiptið sem
könnunin er gerð og var hún að
þessu sinni í formi netkönnun
ar. Upphaflegt úrtak var fjögur þús
und manns en fjöldi svarenda var
2.605 og því um 65 prósent svarhlut
fall. Lögregluembættin voru flokkuð
eftir búsetu en undir höfuðborgar
svæðið fellur lögreglan á höfuð
borgarsvæðinu, undir Suðurnes fell
ur lögreglan á Suðurnesjum, undir
Vesturland/Vestfirði fellur lögreglan
á Vest fjörðum, Snæfellsnesi, í Borgar
nesi og á Akranesi. Á Norðurlandi eru
það embættin á Akureyri, Blönduósi,
Húsavík og Sauðárkróki. Á Austur
landi eru það embættin á Eskifirði og
Seyðisfirði en Suðurlandi embættin
á Selfossi, Hvolsvelli og Vestmanna
eyjum. n
Helmingur landsmanna upplifir óöryggi á gangi um miðborg Reykjavíkur eftir að rökkva tekur
Innbrot Þjófnaður Ofbeldisbrot Eignaspjöll Kynferðisbrot
Brotið var alvarlegt 14% 6% 29% 11% 0%
Vildi að gerandi fengi refsingu 27% 19% 29% 24% 35%
Vildi fá bætur frá tryggingarfélagi
Vildi fá viðurkenningu á því að 18% 29% 0% 27% 0%
það hafi verið brotið gegn mér 32% 18% 14% 25% 0%
Aðrar ástæður 6% 14% 26% 10% 32%
Til að fyrirbyggja frekari brot 3% 1% 3% 3% 32%
Til að endurheimta muni/þýfi 0% 12% 0% 0% 0%
Ástæður fyrir því að lögreglu var tilkynnt um brot
Ástæður fyrir því að lögreglu var ekki tilkynnt um brot
Innbrot Þjófnaður Ofbeldisbrot Eignaspjöll Kynferðisbrot
Brot var ekki nægilega alvarlegt 23,5% 26,5% 32,8% 30,1% 29,7%
Leysti málið sjálf(ur), vissi 7,3% 7,9% 16,2% 4,7% 10,1%
hver brotamaðurinn var
Lögregla ekki nauðsynleg 1,4% 6,0% 17,5% 9,3% 17,3%
Tilkynnti atvikið til 0,0% 1,6% 1,6% 1,0% 1,5%
annarra yfirvalda
Fæ tjónið ekki bætt 13,2% 16,5% 0,0% 15,0% 0,0%
frá tryggingarfélagi
Taldi að lögregla gæti ekkert 23,9% 23,0% 17,0% 24,4% 22,2%
aðhafst, vantaði sannanir
Taldi að lögregla myndi ekki 20,1% 11,3% 8,5% 14,1% 14,7%
vilja gera neitt í málinu
Var hrædd(ur) við lögreglu, 0,0% 0,0% 0,0% 0,1% 2,6%
vildi ekki blanda henni í málið
Þorði ekki að hafa samband við 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 1,1%
lögreglu vegna ótta við gerenda
Aðrar ástæður 10,6% 7,2% 6,3% 1,4% 0,8%
Atli Már Gylfason
atli@dv.is
Ofbeldi/líkamsárás
Efnahagsbroti
n 2013
n 2012
n 2010
Hvers konar
afbroti hafðir þú
mestar áhyggjur
af að verða fyrir
Eignaspjöllum
Fjársvikum,
svikum í viðskiptum
Innbroti
Kynferðisbroti
Ráni
Þjófnaði
Öðru
Engu
0% 20% 40% 60%
15,1
2,3
19
6,2
38,2
2
9,1
7,7
14,6
2,7
17,6
5,9
38
1,5
9,3
9,5
11,8
3,3
20,5
3,6
47,5
4,2
7,8
0,3
0,3
0,9
0,2
0,3
0,3
Nýtti mér samfélagsmiðla lögreglunnar
(t.d. Facebook eða Twitter) 50,4%
37,1%
36,2%
24,9%
17,6%
Hringdi í Neyðarlínuna (112)
Hringdi í lögregluna
Fór á heimasíðu lögreglunnar
Fór á lögreglustöð
847
óöruggur1.280
öruggur
Þolendakönnun Þetta er
í fimmta skiptið sem ríkislög-
reglustjóri og lögregluembættin
á landinu kanna viðhorf íbúa til
starfa lögreglunnar. MyNd SIGTryGGur ArI
Fra
Hyrjarhöfði 2 - 110, Reykjavík / s: 848 7007 og 776 8600 / www.glerpro.is / glerpro@gmail.com
Allar viðgerðir á framrúðum
eru
bíleiganda að kostnaðarlau
su.
Vinnum fyrir öll tryggingaf
élög.