Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Blaðsíða 23
Umræða Stjórnmál 23Vikublað 11.–13. nóvember 2014 Á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins 1. nóvember síð- astliðinn var samþykkt að til- lögu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, að stofn- að skyldi embætti ritara. Um leið er gert ráð fyrir að afnumið verði ann- að tveggja embætta varaformanns flokksins. Þessi samþykkt lætur ef til vill ekki mikið yfir sér og snýr fyrst og fremst að skipulagi í yfirstjórn Sjálf- stæðisflokksins. Sem kunnugt er var Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður flokksins, kjörinn ritari á fundinum með um 83 prósentum atkvæða. Athygli vekur að enginn á fundinum bauð sig fram gegn hon- um. Er það mál manna, sem DV hefur rætt við, að Guðlaugur Þór hafi styrkt stöðu sína í flokksforyst- unni og þá einkum á kostnað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanns flokksins og innanríkisráðherra, sem stendur í ströngu meðal annars vegna lekamálsins svonefnda. Þá hefur Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, einnig staðið nálægt formanninum og gæti litið á tangarsókn Guðlaugs Þórs inn í forystuhópinn sem ákveðna ógn við sig. Leitað mótframboða Eftir því sem næst verður komist reyndi fólk nákomið Illuga að finna frambjóðanda úr röðum fundar- gesta sem gæti boðið Guðlaugi Þór birginn. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Áslaug Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Heimdallar, voru nefndar sem mögulegir frambjóðendur. Nafn Elliða Vignissonar, sem vann eftirminnilegan sigur í bæjarstjórnar- kosningunum í Vestmannaeyjum síðastliðið vor, var einnig nefndur en hann hafði þá þegar lofað Guðlaugi Þór stuðningi í ritaraembættið. Allar tilraunir til þess að finna mótfram- bjóðanda gegn Guðlaugi Þór runnu því út í sandinn og náði hann góðri kosningu. Heimildarmaður, sem sat um- ræddan flokksráðsfund, telur ein- boðið að Guðlaugur Þór láti ekki þar við sitja og bjóði sig fram til varafor- manns gegn Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur á næsta landsfundi sem að líkindum fer fram á vormánuðum á næsta ári. Framtíð Hönnu Birnu á huldu Framtíð Hönnu Birnu, núverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins og innanríkisráðherra, er á huldu. Hún hefur átt á brattann að sækja vegna lekamálsins svonefnda. Að- stoðarmaður hennar, Gísli Freyr Val- dórsson, var á endanum ákærður vegna trúnaðarbrots í starfi og verst nú í dómsölum. Senn líður að því að umboðsmað- ur Alþingis skili þinginu skýrslu um málið í heild sinni. Í henni er tek- ið á ýmsum þáttum málsins. Einn þeirra snýr að samskiptum ráðherra og ráðuneytis Hönnu Birnu við Stef- án Eiríksson, fyrrverandi lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins, eftir að hann og embætti hans hafði feng- ið málið í hendur og hafið lögreglu- rannsókn. Þess má minnast að Björg Thorarensen, lagaprófessor við Há- skóla Íslands, tjáði sig opinberlega og afdráttarlaust um það að rannsak- andi og sá sem sætir rannsókn ættu aldrei að ræðast við meðan á rann- sókn stæði. Hanna Birna stendur ekki held- ur sérlega vel að vígi gagnvart Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins. Á landsfundi flokksins 17. til 20. nóvember 2011 bauð hún sig fram gegn honum í formannskjöri. Bjarni fór með sigur af hólmi með 55 prósentum atkvæða gegn 45. Sótt að formanninum Skömmu fyrir alþingiskosningarn- ar 2013 dró aftur til tíðinda. Þá birti Viðskiptablaðið niðurstöður skoð- anakönnunar um stöðu Sjálfstæðis- flokksins sem hefur öll árin eftir hrun mátt sætta sig við um 25 pró- senta fylgi á landsvísu í stað 33 til 40 prósenta fylgi vel fram á þessa öld. Fram kom í niðurstöðum þessar- ar könnunar að fleiri sögðust reiðu- búnir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, vara- formaður flokksins, væri formaður flokksins en ekki Bjarni. Á þessum tíma starfaði Gísli Freyr Valdórsson, síðar aðstoðarmaður Hönnu Birnu í innanríkisráðuneytinu, á Viðskipta- blaðinu. Bjarni brást við niðurstöðum þessarar skoðanakönnunar í fjöl- miðlum. Í fréttum RÚV sagði hann að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem könnun sem þessi birtist í Viðskipta- blaðinu, sem væri í eigu fyrrverandi kosningastjóra Hönnu Birnu og starfsmenn þar styddu hana. „Áður en ég sá þessa könnun var ég ekkert að velta þessum hlutum fyrir mér,“ sagði hann en kvaðst hafa orðið að hugsa sig um eftir að könnunin kom út. Ég hef áhyggjur af fylgi flokks- ins, ég vil allt gera til að auka það,“ sagði Bjarni í Kastljósþætti. Hann bætti við að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun um afsögn en kvaðst hugsa það mál vandlega. „Í dag verð ég að játa, í þessari krísu sem flokk- urinn er í, að ég get ekki útilokað neitt.“ Þessi framganga Bjarna í fjöl- miðlum rétt fyrir kosningarnar 2013 bjargaði honum fyrir horn og gott betur. En eftir sat Hanna Birna með það hangandi yfir sér að stuðnings- menn hennar hefðu reynt að vega að Bjarna í hennar þágu. Þá er til þess að líta að þótt Bjarni formaður hafi sig ekki í frammi gegn henni er ekki að sjá að hann veiti henni mikinn stuðning í lekamálinu. Guðlaugur Þór upp að hlið for- mannsins En nú bregður svo við að Guðlaug- ur Þór Þórðarson er kominn upp að hlið formannsins Bjarna Benedikts- sonar og kann að hyggja á frekari landvinninga. Vel er hugsanlegt að sú leið hans verði grýtt. Kusk hefur fallið á hvítflibba hans á æði löngum pólitískum ferli, fyrst sem borgarfull- trúi og síðar sem þingmaður og ráð- herra. Hann hafði meðalgöngu um mikla styrki til Sjálfstæðisflokksins úr fjárhirslum Björgólfsfeðga meðan þeir áttu og ráku Landsbankann fyr- ir hrun. Sömuleiðis úr fjárhirslum FL Group. Styrkirnir bárust í lok árs 2006 skömmu áður en ný lög um fjármál stjórnmálaflokka tóku gildi. Málið vakti mikinn usla í aðdraganda þing- kosninganna árið 2009 og hét Bjarni Benediktsson, þá nýkjörinn formað- ur, því að skila styrkjunum, alls 55 milljónum króna. Guðlaugur Þór gaf um síðir út yfirlýsingu vegna máls- ins en þar sagði meðal annars: „Ég harma að nafn mitt skuli vera dregið með þessum hætti inn í umræðuna og velti eðlilega fyrir mér hvaða hvat- ir liggi þar að baki.“ Þá má einnig nefna mál sem upp kom og snerti trúnaðarupplýsingar um viðskipti Guðlaugs Þórs með fyr- irtæki sem hann seldi. Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjár- málaeftirlitsins (FME), viðurkenndi fyrir dómi í mars 2013 að hafa kom- ið trúnaðargögnum um Guðlaug Þór á framfæri DV í því skyni að koma á hann höggi. Málið varð hins vegar til þess að Gunnar var saksóttur og dæmdur fyrir að brjóta bankatrúnað og missti starf sitt sem forstjóri FME. Eggert Skúlason, blaðamaður og almannatengill, ritar nú bók sem kemur út á næstu mánuðum. Að- spurður segir Eggert að þar sé fjallað um Fjármálaeftirlitið og þessa sögu alla. Konur gætu staðið í veginum Hvað sem þessu líður er það mál manna innan Sjálfstæðisflokksins að Guðlaugur Þór hafi styrkt stöðu sína verulega innan flokksforystunnar að undanförnu. Ekkert skal um það sagt hvort hann býður sig fram til vara- formanns flokksins á næsta ári og þá gegn Hönnu Birnu. Halda verður því til haga að ekki er öldungis víst að Hanna Birna sitji enn á stóli vara- formanns þegar að landsfundinum kemur á næsta ári. Jafnvel þótt það það kunni að vera líklegt að Guðlaugur Þór sæk- ist á endanum eftir varaformanns- stólnum stendur samþykkt flokks- ráðsfundarins um daginn ögn á móti því að sú verði raunin. Í lokahluta stjórnmálaályktunar fundarins segir nefnilega orðrétt: „Næsti landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður árið 2015, verður tileinkaður konum í tilefni 100 ára afmælis kosn- ingaréttar kvenna. Markvisst verður unnið að því að efla hlut kvenna til jafns við karla í trúnaðarstöðum inn- an flokksins og áhrifastöðum í um- boði hans.“ n Væringar í Valhöll n Guðlaugur Þór Þórðarson hefur styrkt stöðu sína í forystunni Jóhann Hauksson johannh@dv.is „Eftir því sem næst verður komist reyndi fólk nákomið Illuga að finna frambjóðanda úr röðum fundargesta sem gæti boðið Guðlaugi Þór birginn. Baráttumaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson þykir hafa styrkt stöðu sína verulega innan Sjálfstæðis- flokksins með iðni sinni og útsjónarsemi. Á brattann að sækja Örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur kunna að ráðast þegar dómur fellur í lekamálinu svonefnda og umboðsmaður Alþingis skilar skýrslu sinni um sama mál. Formaðurinn Bjarni Benediktsson stendur nú traustum fótum sem formaður jafnvel þótt fylgi flokksins sé miklu minna undanfarin ár en flokkurinn á að venjast. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.