Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Qupperneq 30
Vikublað 11.–13. nóvember 201430 Lífsstíll B andarískir vísindamenn frá Columbia-háskólanum hafa komist að því að heilinn hefur sérhæfðar taugafrumur fyrir hvert bragt; salt, beiskt, súrt, sætt og umami. Rannsóknin sem birt var í tímaritinu Nature leysir margra ára deilur um hvernig heilinn skilgrein- ir bragð. Rannsóknarteymið sýndi fram á að mismunandi bragðnem- ar í tungunni höfðu beina tengingu á ákveðna staði í heilanum. Vísinda- mennirnir vonast til þess að hægt verði að nota niðurstöðurnar til að hjálpa eldra fólki sem misst hefur bragðskynið, að finna bragð á ný. Það eru um 8.000 bragðnemar á tungunni sem nema alla bragðflór- una. En í hverjum nema eru tauga- frumur sem tengjast einu bragði. Þegar þær nema bragðið senda þær skilaboð til heilans. Í rannsókninni var músum breytt svo taugafrumurnar í heilan- um myndu lýsa þegar mýsnar fyndu ákveðið bragð. Þeim var svo gefin efni sem voru sölt, beisk, súr, sæt eða um- ami og rannsakendur skráðu niður það sem þeir sáu. Eftir því sem fólk eldist eiga sum- ir hættu á því að missa bragðskynið að einhverju leyti. Eins og er er ekki hægt að laga bragðskynið en rannsóknin getur leitt til þess að hægt verði að bæta virkni bragðnemanna á tungunni. Til dæmis með því að styrkja tengslin milli þeirra og heilans á einhvern hátt. Ekki er þó talið líklegt að rannsókn- in muni hjálpa foreldrum með að fá börnin sín til að borða meira græn- meti. Það er aðeins með tímanum sem krakkar læra að finnast grænmeti gott á bragðið. n helgadis@dv.is Mögulega hægt að bæta bragðskyn eldra fólks Börn verða að læra að meta grænmeti Börn lesa í augun Augun gegna mikilvægu hlutverki í tjáningu okkar en hægt er að lesa tilfinningar fólks eftir því hversu mikið sést í augnhvítuna. Galopin augu, þar sem mikið af hvítunni sést, gefa til kynna hræðslu eða undrun. Þegar við brosum minnka augun sem gef- ur til kynna gleði. Ýmislegt er svo hægt að lesa í stíft augnráð. Í nýrri rannsókn vísindamanna við háskólann í Virginíu í Banda- ríkjunum og Max Planck-stofn- unina, sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Science, kemur fram að einstaklingar læra að lesa í þessi skilaboð augnanna mjög snemma eða um sjö mánaða aldur en í rannsókninni mældust heilar barna bregðast mismunandi við ólíkum augnsvip. Ekki flýta þér að elda Ef marka má rannsókn sem birtist í American Journal of Preventive Medicine er tíminn eitt mikilvægasta innihaldsefnið í heilbrigðu mataræði. Í ljós kom að því meiri tíma sem fólk eyðir í matseldina því líklegra er að maturinn sé holl- ur og innihaldi meira af græn- meti og ávöxtum. Á móti virðist minni tími tengjast óhollum mat og hærri peningaupphæðum í skyndibita. Niðurstöðurnar byggja á rann- sókn dr. Pablos Monsivais og félaga á rúmlega 1.300 manns. Um 16% aðspurðra sögðust eyða minna en klukkustund á dag í matarundirbúning, 43% eyddu einum til tveim tímum en 41% meira en tveimur klukkutímum. Reykleysi með ómega-3 Samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var í háskólanum í Haifa ættu þeir sem vilja hætta að reykja að borða meira af fæðu sem inniheldur ómega-3 fitu- sýrur. Í rannsókninni kemur fram að ómega-3 fitusýrur hafa jákvæð áhrif á nikótínlöngun og fækkar jafnvel fjölda sígaretta sem reykt- ar eru á dag. Dr. Sharon Rabinovitz Shenkar, hjá háskólanum í Haifa, segir núverandi lyf ekki nógu skil- virk í baráttunni við nikótínfíkn- ina. „Hins vegar virka ómega-3 fitusýrur auk þess að vera ódýr og aðgengileg lausn með nánast engar aukaverkanir.“ Tunga Bragðnemar á tungunni eiga sér taugafrumuvini í heilanum. n Gefa út fjölskyldujóladagatal n Börn vilja athygli frá foreldrum V inkonurnar Erla Björns- dóttir sálfræðingur og markaðsfræðingurinn Þóra Hrund Guðbrandsdóttir tóku sig saman fyrir nokkru og ákváðu að gera jóladagatal handa allri fjölskyldunni. Það heitir Jólin okkar og fer í sölu nú í vikunni. Fókusa á rétta hluti Erla hefur gert fjölskyldujóladagatal með fjölskyldu sinni síðustu árin en hugmyndin um að gefa það út kom þegar hún var að ræða við Þóru og segja henni frá sinni reynslu. „Strák- arnir mínir eru alltaf langspenntastir fyrir fjölskyldudagatalinu, þó þeir fái í skóinn og séu með súkkulaðidaga- tal líka,“ segir Erla. „Það er svo auð- velt að gleyma sér í jólastressinu,“ bætir Þóra við. „Í desember á eftir að kaupa gjafir og þrífa en jólatíminn er svo skemmtilegur tími að það er leiðinlegt ef fókusinn er settur á vit- lausa staði í jólaösinni.“ Litlar fjölskyldustundir Á hverjum degi í dagatalinu er hug- mynd að einhverju sem fjölskyld- an getur gert saman og kostar ekki pening. „Þetta snýst ekki um að fara saman í bíó eða leikhús, held- ur eiga fjölskyldur að gera fígúrur úr trölladegi eða horfa á jólamynd saman,“ segir Erla. „Það er alltaf verið að gefa krökkum eitthvað í desember, þau fá í skóinn, gjaf- ir á aðfangadag og eru svo oft með súkkulaðidagatal líka. En það sem börn vilja í raun og veru er athygli og tími frá foreldrum sínum.“ „Það er líka fjöldi fólks sem vill gera eitthvað með börnunum sínum en dettur ekkert í hug,“ bætir Þóra við. „Daga- talið matar þetta svolítið ofan í fólk. Á hverjum degi er sagt hvað skal gert og svo eru gefnar hugmyndir. Fólk þarf ekki að láta hugann reika langt ef það vill það ekki.“ Fyrir alla fjölskylduna „Það eru margar hugmyndir í daga- talinu,“ segir Erla. „Til dæmis er hug- mynd um að fara út í 1, 2, 3, 4, 5 Dimmalimm. Það tekur bara 20 mín- útur og allir hafa gaman af því. Við pössum það að allir í fjölskyldunni geti haft gaman af þessu. Annar dag- ur er rafmagnslausi dagurinn, þar sem slökkt er á öllu. Sjónvarpinu, símunum, ljósunum, spjaldtölvunni og leikjatölvunni. Svo sitja allir saman og segja sögur. Hægja aðeins á.“ „Hugmyndirnar komu aðallega bara frá því hvað okkur finnst gam- an að gera með fjölskyldunni,“ segir Þóra. „Eitthvað sem kostar ekki mik- ið eða of mikla fyrirhöfn og allir geta haft gaman af. Litlu stundirnar skipta nefnilega mestu máli, hvort sem þú ert með fjölskyldu eða í barnlausu sam- bandi. Minningarn- ar sem skapast út frá dagatalinu eru mun betri og skemmti- legri en bíóferð. En letrið á dagatalinu er líka stórt og skýrt svo fleiri geti lesið.“ Styrkja fjölskylduhjálp Síðustu mánuði og ár hafa fleiri og fleiri sótt til Fjölskylduhjálp- ar og vildu Erla og Þóra leggja sitt af mörkum. „10% af ágóða sölunn- ar renna beint til Fjölskylduhjálp- ar,“ segir Erla. „En það verður hægt að kaupa dagatalið hjá okkur í gegn- um Facebook-síðu okkar Jólin okkar eða tölvupóstinn jolinokkar@um- tal.is. Svo verður hægt að kaupa það í stórmörkuðum og bókabúðum á Reykjavíkursvæðinu. Það er ódýrara að kaupa dagatalið í gegnum okkur en við sendum ókeypis hvert á land sem er.“ Fleiri verkefni Þeim hefur fundist svo gaman að vinna saman að þær hafa ákveðið að halda áfram. Næsta verkefni hjá þeim er að gefa út dagbók fyrir áramótin. „Við erum með dagbók- arblæti á háu stigi,“ segir Þóra og hlær. „Við ger- um miklar kröfur til þess sem þarf að vera í dag- bókinni og hvernig hún á að vera. Hún má ekki vera of stór eða of lítil en það verður samt að vera pláss til að skrifa í hana og hún þarf að passa í töskur og vera falleg. Hún má heldur ekki vera of þung,“ segir Þóra. „Dag- bókin verður fullkomin að okkar mati. Það eru margir sem nota dag- bækur og úrvalið er bara ekki nógu gott eins og er, við höfum þurft að fara til útlanda til að finna eitthvað sem okkur langar í, þar til núna,“ segir Erla brosandi að lokum. n Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Erla Björnsdóttir og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir Þær leggja mikla áherslu á að samverustundir fjölskyldna þurfi ekki að kosta neina peninga. MynD SiGTryGGur Ari Jólasamverustund hjá fjölskyldunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.