Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Side 31
Vikublað 11.–13. nóvember 2014 31 Þ að fylgir því alltaf ákveðin sorg að vakna upp á mánudegi eftir Airwaves, allt búið og lífið fer í sínar skorður. Eftir situr þó þakklæti og sægur minninga, sem er ómetanlegt. Hátíðin var afar fjölbreytt í ár en þetta stóð upp úr að mati álitsgjafa DV Músík: Börn eru án efa ein af hljóm- sveitum hátíðarinnar. Ég ætla allavega ekki að missa af tón- leikum með þeim hér eftir. Heimsklassapönk. La Femme Franskt eðalpopp. Ég hafði sérstaklega gaman af þeim, lifandi sviðs- framkoma, leikgleði, „sinþar“ og franskir textar. Bara partí. Mr. Silla flutti nýtt efni á fimmtudags- kvöldið og var alveg hreint geislandi. King Gizzard & The Lizard Wizard Frá- bært surf/psych/ grunge/madness. Pink Street Boys Áran sem stafar af þeim er ára einlægra ónytjunga sem hafa þrjóskast við að gera bílskúrsrokk allt of lengi … eða kannski bara nákvæmlega nógu lengi til að gera það fullkomlega: hrátt, kröftugt og drulluskítugt. Yahya Hassan Ljóðakvöldið er að festa sig í sessi sem eitt áhuga- verðasta sérkvöldið á Airwaves. Dansk-palestínska ungstjarnan Yahya Hassan hélt salnum í helj- argreipum. The Knife Umdeilt en áhugavert. Sambland af framtíðarsöngleik á Broadway, hugvíkkandi þolfimi- tíma og tilraunaraftónleikum. Perfect Pussy Einfalt og grípandi þungapönk, kraftmikil hljóm- sveit og söngkona með klikkaða sviðsorku. The War on Drugs Amerískt leik- vangarokk ala Bruce Springsteen og súrkálsrokk í eina sæng saman – þú annaðhvort hat- ar það eða elskar. Þétt band og tilkomumikil en skítug gít- arsóló. Bandið minnti mest á þá tíma þegar menn sóttu einmitt innblástur í hin ýmsu efni, en fátt nýtt var þó hér að finna. Flaming Lips Flaming Lips hins vegar bjó til sína eigin vímu með ljósasjói, blöðrum og geimverum. Aðeins vant- aði að jólasveininn kæmi inn á, en áður en yfir lýkur er hann mættur líka. Vinkona mín sá þá eitt sinn spila í kanadísku fjöllun- um og sagði að það hefði verið eins og að „ganga inn í aðra vídd þar sem allt var bjart og skrítið og hljóðin lýstu augnablikinu í stað þess að búa það til.“ Eitthvað álíka gerðist hér á dimmu nóvemberkvöldi í Reykjavík. Úlfur úlfur kom sterkt inn og söng eitt skemmti- legasta lag hátíðarinn- ar sem fjallar um að vera tuttuguogeitthvað og vilja hefja sig til flugs, en það var skemmti- lega tvírætt hvort vísunin væri í að blómstra hér eða koma sér burt. Líka gaman að sjá að nördisminn er farinn að halda innreið sína í hiphoppið. Það þurfa ekki allir að vera gangsta. AmabAdamA Magze var einn af forvígismönnum íslenska rapps- ins með hljómsveitinni Subterrane- an og hefur nú fótað sig aftur með hressilegu reggíi. Hljómsveitin er afar spræk á sviði og kann margt fleira en að hossa, en troðið var út úr dyrum í Iðu og sumir höfðu kom- ið sér fyrir á gangstéttinni fyrir utan og fylgdust með í gegnum gluggann. Epic Rain var afar áhugaverð blanda, eins og Tom Waits með Tone-Loc sem með- söngvara. Airwaves snýst jú einmitt um að finna áhuga- verða blöndu tónlistarforma, og þetta var sú besta á árinu. Hlakka til að sjá þá aftur flytja heilt sett. Vilji maður hins vegar tilfinn- inganæma trúbadora er hægt að gera verr en að hlusta á Maríus Ziska frá Færeyjum. Hann söng af tilfinningu um fæðingu sonar síns og önnur hjartans málefni, stundum á móðurmálinu, og skapaði alveg rétta sunnudagsstemmingu á Dillon undir lok hátíðarinnar. n Airwaves-hátíðinni er lokið n María, Valur og Kristján fara yfir hvað stóð upp úr Hápunktar Airwaves Allir hafa gaman af tónlist Hátíðin trekkir að alla aldurshópa. AmabAdamA Framkvæmdastjórinn kátur Grímur Atlason hafði sannarlega ástæðu til að gleðjast um helgina. Hátíðin gekk afar vel. Einbeitt Allt tónlistafólk lagði sig fram við að gera upp- lifun gesta ógleymanlega. Stund milli stríða Það er ekki verra að geta aðeins hvílt fæturna á milli tónleika í Hörpu. Perfect Pussy Söngkona rokksveitarinnar í sv eiflu. Skemmtun í lagi Þessar vinkonur voru ánægðar á Caribou. myndir dAvíð Þór guðlAugSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.