Feykir


Feykir - 16.01.1991, Page 1

Feykir - 16.01.1991, Page 1
FEYKIR I 16.janúar 1991, 2. tölublað 11. árgangur JæL. Óháö fréttablað á Norðuriandi vestra rafsjá Sérverslun með raftæki Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Góð rækjuveiði í Húnaflóa: Fimm tonn í veiðiferð „Einstakt í svartasta skammdeginu segir Ómar á Hafeminum „Það er búin að vera ofsalega góð rækjuveiði síðustu daga og í allt haust. Ovenjulega góð, þetta jafnast alveg á við það þegar veiðin var best fyrir nokkrum árum. Það er einstakt í svartasta skammdeg- inu að fá upp í fimm tonn i veiðiferð, og þrjú og hálft tonn í einu holi eins og gerðist hjá okkur. Jú, þær hafa oft verið stuttar veiðiferðinar”, sagði Omar Karlsson skipstjóri á rækjubátnum Haferni frá Hvammstanga. Þeir voru bara tveir bátarnir frá Hvammstanga á rækjunni fyrir áramótin. veiddu um 60 tonn hvor á rúmum mánuði, og eiga einungis eftir rúm 25 tonnaf kvótanum, en staðarkvótinn er 360 tonn. Káraborgin sem var á línu á eftir allan sinn kvóta, og Jón Kjartan meenið. Omar á Haferni segir rækjuna ekki líkt því eins smáa og lélegt hráefni eins og menn hafa látið af. Yfirleitt hefði verið 270-320 rækjur í kílóinu, einungis fjórum sinnum farið yfir 290. Omar sagði óvíst hvað þeir gerðu þegar rækjan væri búin. en líklega vrði í'arið á línu og Haförn og Neisti. Báðir síðan net ef kvóti fengist. Suðaustanveðrið í Lýtingsstaðahreppi: Hlöðuþökin gáfu sig Suða ustanhvassviðrið sem gekk yfir landið á sunnudag, virðist hafa verið til friðs víðast hvar nyðra, nema í Lýtingsstaða- hreppi þar sem nokkurt tjón varð á þrem hæjum. Um hádegishilið var ekki stætt á þessum slóðum og tveggja drifa dráttarvél eina tækið sem hreyfandi var. Sem dæmi um veðurofsann sviptist fjögurra metra þaklengja af hlöðu með langhöndum og öllu saman og flaug 200 metra án viðkomu. Þetta var á bænum Goðdölum og þakhluti fauk einnig af annarri hlöðu á bænum. A Hofsvöllum og Brúnastöðum í nágrenninu varð einnig nokkurt tjón. en óverulegt annars staðar í sveitinni. ..Miðað við það hvernig á horl'ðist slapp þetta furðan- lega vel. Við fengum aðstoð frá flugbjörgunarsveitarmönn- um úr Varmahlíð og þeir björguðu málum ótrúlega vel. Það er síðan vinnutlokkur að koma í hlaðið og meiningin eraðloka þessu og laga fyrir morgundaginn. Þá er víst spáð hvössu aftur”, sagði Rósa Guðmundsdóttir húsreyja í Goðdölum í samtali við Feyki á mánu- dagsmorgun. Nú eru viðsjárverðir tímar. Þegar blaðið fór í prentun rambaði heimurinn á barmi stærstu stvrjaldar frá seinni heimsstyrjöld, Persaflóastríðsins. Bænastund fór fram í öllum skólum landsins á mánudag. Grunnskólaneniar á Sauðárkróki ásamt kennurum komu saman í Sauðárkrókskirkju. Greinilegt varað nemendurskvnjuðu alvöru þessararstundarog vonandi að jafnaldrar þeirra við Persaflóann þurfi ekki að þjást vegna skammsýni þeirra sem eldri „Dragið nú ef þið þorið” „Þegar verktakar ætluðu að fjarlægja dráttarvélar mínar með því að draga þær hurtu, hljóp ég að, hrá dráttartaug- inni um háls mér og öskraði: „Dragið nú ef þið þorið”. Þá stoppuðu þeir en ég sagðist ekki fara úr snörunni nema þeir lofuðu að láta dráttar- vélarnar kyrrar meðan ég færi og næði í lögreglu. Það loforð sviku þeir síðar". A þennan hátt lýsir Sigurður Ingvi Björnsson viðskiptum sínum við verktaka Blöndm irkjunar. Atakið annað kvöid Stofnfundur félags um átak í atvinnumálum á Sauðárkróki verður haldinn í Safnahúsinu annað kvöld. Markmiðið með félaginu er að fjölga atvinnu- tækifærum í bænum, með stofnun nýrra fyrirtækja og nýta þá möguleika sem fvrir eru í starfandi fvrirtækjum. Undirtektir í bænum munu vera rnjög góðar fyrir stofnun félagsins. Engu að síður hafa nokkrir aðilar ekki enn staðfest þátttöku, en geta gert það á stofnfundinum. „Það er rétt að það hefur ekki náðst samkomulag um bætur vegna frárennslisskurð- arins í Blöndu”, sagði Páll Ólafsson hjá Landsvirkjun i samtali við Feyki. „Því deilumáli hefur verið vísað til nefndar sem meta á bætur þegar samningar nást ekki. Sú nefnd úrskurðaði 15. des. sl. að Landsvirkjun og verktakar á hennar vegurn mættu hefja framkvæmdir við þennan skurð þó úrksuiður um bætur lægju ekki fyrir. A grundvelli þessa úrskurðar teljum við okkur heimilt að fara yfir land Sigurðar til þess að komast að fram- kvæmdastað. En ég vil taka fram að Landsvirkjun mun að sjálfsögðu greiða fullar bætur fyrir þau landspjöll sem þessi f'ramkvæmd kann að valda”, sagði Páll Ólafs- son. „Það er alls staðar sama sagan hjá Landsvirkjunar- mönnum. Þeir draga allt fram á síðustu stundu, og þeir fara svo langt sem þeir geta án nokkurra samninga”. sagði Sigurður Ingvi. „Það er hægt að komast að umrædd- um stað við Blöndu eftir annarri leið. Eins vil ég taka fram að ég hef boðið þeim að hefja samninga um þennan umferðarrétt. Það er óskilt mál greftrinum í árbotninum. I mínum huga er þetta ,,prinsip”mál og spurning um eðlileg samskipti. en ekki um bætur, því þærgeta aldrei orðið rniklar. Semji þeirekki. reikna ég með að setja lögbann á f'ramkvæmdir”. sagði Sigurður. „Við getum ekki samið um mál”, sem við höfum skotið til matsnefndar”, sagði Páll Ólafsson. Gröftur skurðar- ins og umferðarréttur að vinnustað er eitt og sama málið. MÓ. Bílaviðgerðir - Hjólbarðaverkstæði Réttingar - Sprautun e jflJ^JbilaverfÉjj SÆMUNDARGÖTU - SÍMI 35141 Almenn rafverkatakaþjónusta Frysti- og kæliþjónusta Bíla- og skiparafmagn HCTen?i!l kph- Aðalgötu 26 Sauðárkróki Sími: 95-35519 Bílasími: 985-31419 Fax: 95-36019

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.