Feykir


Feykir - 16.01.1991, Side 3

Feykir - 16.01.1991, Side 3
2/1991 FEYKIR 3 „Þarf jafnvel í fleiri mál” — lífj hýst við að l'é mitt verði skorið á na'stu dögum þar sem staðfest hefur verið riða í einni kind, sayði Björn Pálsson á I.öngumýri í samtali við hlaðamann. Kiðan var stað- l'est í tveggja vetra kind í búi Björns að Vesturhlíð, en þar hefur hann haft fjárbú undanfarin ár þó hann hafí haldið heimili heima á l.öngumýri. Þegar Björn var spurður hvað hann tæki sér fyrir hendur nú þegar hann hefði ekki lengur fé til að hugsa um sagði hann. ..Flestir menn eru nú dauðir áður en þeir ná mínum aldri, svo ég býst varla \ ið að verða til stórræðanna hér eftir”. Ætlarðu þá ekki að leggja til efni í fíciri bækur ? — Nei. ætli það. Annars ætti ég að skrifa innan- sveitarkroniku eins og Kiljan. Þar er af nógu efni að taka. En ætli ég geri neitt í því. Nú seldist bókin þín vel fyrir jólin. ■HHI Björn á Löngumýri er ekki alveg af haki dottinn, þótt háaldraður sé og þurfi nú að sjá á bak fé sínu. — Já það liefði verið hægt að selja miklu fleiri eintök. Hún var alls staðar uppseld síðustu dagana fyrir jól. Þeir voru svo kjarklausir útgef- endurnir að þeir þorðu ekki að láta prenta nógu mörg eintök. Ln ert þú alveg hættur að standa í málaferlum ? — Nei. ég er í máli út af kvótanum. Það er voðalegt hvernig farið hefur verið með margar jarðir og kvótinn hirtur af þeim. Ég held ég sc ekki í fleiri málum núna. En hver veit nema maður þurfi einhvern málarekstur út af þessum niðurskurði. Það er ekki búið að gera neinn samning um hann. Og svo væri ástæða aðfara í mál út af fasteignaskattinum. Ég þarf að borga miklú meira af þessari íbúð minni hér í Svínavatnshreppi, en ég þarf að borga af íbúð sem ég á í Revkjavík. . - ’ MO. Út um gluggann Stundum þegar ég lít út um gluggann á skrifstofu minni. verð ég vitni að aðdáunarverðri leikni og öryggi hinna ungu öku- manna á götum bæjarins. Finn ég þá gjarnan fyrir svolitlu stolti yfir því að búa í sama bæ og þessir óttalausu fulltrúar amerískra bíómynda. þar sem hraði og spenná einkenna leikinn. Það er alveg dæmalaust hvernig liægt er að skella sér i framúrakstur á leiðinni suður Skagflrðingabraut í fljúgandi hálku og vita upp á hár að bílarnirsem framúrá aðaka. ætla ekki að beygja niður til vinstri \ið næstu gatnamót þar sem framúraksturinn sjálfur kannski á sér stað. Svo að ekki sé nú minnst á umferðina sem á móti kemur en það er nú sjálfsagt auðvelt lyrir glöggt auga og vel þjálfaðan heila að reikna hana út. Það sýnir einnig áræðni og kjark ofurhuganna hversu ótrúlega hratt þeir þora að aka hérna innanbæjar. Þótt ýmsar hættur gætu orðið á vegi þeirra. t.d. aðrir bílarog gangandi fólk. sem ekki getur séð fótum sínum forráð. þá láta þeir slíkt ekki hræða sig og halda ótrauðir sinu striki. Manni gæti dottið í hug hvort ekki væri nauðsynlegt að auka við námsefnið í ökuskólanum. t.d. æfingum í uá I eysisle gu m f ra m ú raks t r i og hressandi hraðaakstri í seinna hundraðinu. til þess að búa nemendur. og okkur hin, enn betur undir spenn- andi framtíð. Lögreglan gæti svo aðstoðað liina nýútskrif- uðu með vörpulegu afskipta- leysi. (mðnuuulur Ragnarsson. Guðniundur Halldórsson rithöfundur frá Bergstöðuni tekurvið ávísuninni úr bendi Sæmundar Hermannssonar framkvæmda- stjóra Sjúkrahúss Skagfírðinga. Sauðárkrókur: „Akademía” við sjúkrahúsið ,,Nú liafa forystuinenn þessarar stofnunar aukið við nýjuni þætti. Þeir liafa gerst nokkurs konar akademía í bókmennt- um og úthlutað höfðinglegum verðlaunum. Það er ekki mitt að dæma um hvernig til hefur tekist með val á höfundi. En eitt stendur fullkomlega fyrir sínu, byggðasjónarmiðið". Þannig fórust Guðmundi Halldórssyni rithöfundi frá Bergstöðum orð. þegar hann á föstudag veitti viðtöku viðurkenningu fvrir ritstörf sín frá stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga. Fimmtíu þús- und króna ávísun sem Sæmundur Heimannsson fram- kvæmdastjóri afhenti honum. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn sjúkrahússins veitir slíka viðurkenningu, cn á þessu ári eru 30 ár liðin frá því það flutti starfsemi sína á Sauðárhæðir. Verður þess minnst með ýmsum hætti á árinu. Guðmundur Halldórsson hefur í 20 ár starfað við sjúkrahúsið og haft þar með höndum umsjón bókasafns, en stundað ritstörfin í hjáverkum. Sæmundur gat þess í ávarpi sínu að stjórn stofnunarinnar hefði löngu verið ljóst að innan hennar starfaði snjall rithöfundur. sem ekki hefði verið metinn sem skyldi hjá úthlutunar- sjóðum listamannalauna. er gjarnan væri stýrt af Reykja- víkurvaldinu. Bækur Guðmundar hefðu samt oft á tíðum fengiðgóða dóma gagnrýnenda, ogengin þó eins og sú síðasta. í afskekktinni, sem út kom nú fyrir jólin. Til væru þeir menn sem teldu hana lull boðlega til útnefningar bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs, en það væri víst búið að velja aðra bók til þess. Bað Sæmundur Guðmund vel að njóta og halda áfram á sömu braut. SAMVINNUBOKIN Raunávöxtun Samvinnubókarinnar árið 1989 var 5.01 % Nafnvextir Samvinnubókarinnar eru nú 10.75% Ársávöxtun er því 11.04% HAGSTÆÐ ÁVÖXTUN í HEIMABYGGÐ INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.