Feykir


Feykir - 24.04.1991, Page 3

Feykir - 24.04.1991, Page 3
15/1991 FEYKIR 3 Héraðsnefnd A.-Hún.: Vill sjá framhaldsdeild I Húnaþingi áður en farið er að borga Héraðsnefnd Austur-Húnvetn- inga samþykkti á fundi nýlega að binda aðild að byggingu bóknámshússins, stofnun úti- bús við skólann í Húnaþingi. Greiðslur yrðu ekki inntar af hendi fyrr en ári eftir að sú deild liafi verið sett á stofn og þær bundnar byggingarvísi- tölu vaxtalaust. Héraðsnefnd- 'n byggir samþykkt sína á því að í stofnsamningi skólans sé gert ráð fyrir útibúum við skólann í Húnaþingi og á Siglufirði. Valgarður Hilmarsson for- maður héraðsnefndar segist fyrir sitt leyti ekki ánægður með þessa samþykkt héraðs- nefndar og hefði talið æskilegra að gerast aðili að byggingar- samningnum strax. Þá taldi hann það að Vestur-Húnvetn- ingar hefðu enn ekki skrifað undir neina samninga um skólann, síður flýta máls- meðferð og ákvarðanatöku annarra aðila. Enn ein ástæðan fyrir því að aðilar hefðu ekki skrifað undir samning um byggingu bók- námshússins, væri sú að kostnaðaráætlun hefði hækkað frá því að skrifað var undir stofnsaming skólans fyrir áramótin í vetur. Á móti hefði héraðsnefnd Skagafjarðar komið með þá tryggingu að greiða kostnað umfram norm, en það tilboð samt ekki ennþá dugað til að leiða aðila til undirskrifta. Hinsvegar sagði Valgarður mikilvægt að framhaldsdeildir kæmust á viðgrunnskólana á Blönduósi eða Húnavöllum. Fordæmi væri fyrir útibúum frá öðrum fjölbrautaskólum á landinu. Mætti þar nefna að deild frá Fjölbrautaskól- anum á Akranesi væri í Stykkishólmi. Þá væri í buiðarliðnum deild frá Mennta- skólanum á Isafirði á Hólmavík. Af þessu gætu menn ályktað að stofnun útibúa við fjölbrautaskólann hér í kjördæminu væri raunhæft markmið. Útibú í undirbúningi í aðsigi eru viðræður milli Blönduósinga og Siglfirðinga um mögulega samvinnu þess- ara staða um stofnun fram- haldsdeilda á báðum þessum stöðum, nokkurskonar útibúa frá Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki. Að sögn Jóns F. Hjartar- sonar skólameistara er vilji skólans að útibú rísi á þessum stöðum. og aðstoðað verði við undirbúning eftir bestu getu. Hinsvegar sé hættan við stofnun slíkra deilda sú, að nemendur velji sér ekki nægjanlega skyld námsefni, þannig að þeir dreifist mjög á námsbrautir og verulegt kennslulið þurfi að koma til. Það sé það sem margir sveitarstjórnarmenn skilji ekki, að það er ekki nóg að hafa 25 nemdendur til að stofna framhaldsdeild, deilist þeir síðan á mörg áhugasvið, kannski þannig að tveir og þrír nemendur verði á hverju sviði. Skiptar skoðanir hafa verið um það meðal heima- manna í Húnavatnssýslu hvort framhaldsdeild fyrir svæðið eigi að vera staðsett á Húnavöllum eða Blönduósi. Starfræksla framhaldsdeilda hefur áður verið reynd á Siglufirði og á Blönduósi. Til þeirra var stofnað 1976 á Siglufirði og 1978 á Blöndu- ósi. Þær voru starfræktar í nokkur ár en náðu ekki fótfestu. Erfiðlega gekk að fá hæfa kennara í allar greinar og af þeim sökum dvínaði áhugi nemenda, þannig að aðsókn minnkaði er á leið. Vestur-Hún.: Ferðakort af sýslunni í vor Vestur-Húnvetningar ætla að kynna héraðið frekar fyrir ferðamönnum með útgáfu ferðakorts nú í vor. Sveitar- stjórnir í sýslunni iiafa sameinast um útgáfunagegnum héraðsnefnd, sem hefur fengið fyrirtækið Ferðaland í Reykja- vik til að annast gerð kortsins. Héraðsnefnd ver 250 þúsund- um til útgáfunnar, en útgáfufyrirtækið aflar auglýs- inga frá fyrirtækjum á svæðinu upp í kostnaðinn Kortið mun veita upplýsingar n alla þjónustu í sýslunni og sýna merka staði og helstu náttúruvætti. Það verður gefið út í um 15 þúsund eintökum og dreift á ferða- skrifstofum og helstu ferða- þjónustustöðum á landinu „Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og við höfum hug á að vera þar þátttakendur, teljum að héraðið hafi upp ýmislegt að bjóða og bráð- nauðsynlegt að koma því framfæri. Vonandi að þannig dragi úr því að hraðaumferðin um þjóðveg eitt, á leiðinni Reykjavík-Ákureyri, renni hér stanslaust í gegn”, segir Ólafur Óskarsson formaður héraðsnefndar. hátíðarsamkomu í Safnaðarheimilinu sl. fimmtudagskvöld var þess minnst að 58 ár eru liðin frá stofnun Rauðakrossdeildar Skagafjarðar. Þar gerði sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ grein fyrir starfsemi alheimssamtak- anna. Rannveig Þorvaldsdóttir ritari rakti sögu deildarinnar og Hólmfríður Gísladóttir flutti kveðju frá Rauðakrossi Islands. Á myndinni er stjórn Rauðakrossdeildarinnar ásamt Hólmfríði. Frá vinstri: Guðbrandur Frímannsson, Hólmfríður Gísladóttir, sr. Gísli Gunnarsson, Rannveig Þorvaldsdóttir og Gestur Þorsteinsson. Kiwanisklúbburinn Drangey afhenti í síðustu viku Skagafjarðardeild SPOEX, Samtökum sporiasis og exemsjúklinga, 150 þúsund krónur til kaupa á Ijósaskáp sem samtökin eru að láta smíða og koma upp í Sjúkrahúsi Skagfirðinga og tekinn verður í notkun í maí nk. Ljósaskápurinn mun hafa gífurlega mikla þýðingu fyrirþá sem þessir erfiðu sjúkdómar þjá hér um slóðir. Á mvndinni afhendir Sigurgeir Angantýsson formaður Drangeyjar Guðmundi Ragnarssyni formanni SPOEX ávísunina. Þess má geta að Lionsklúbbur Sauðárkróks hefur einnig styrkt sjúkrahúsið myndarlega í tilefni uppsetningar Ijósaskápsins. SAMVINNUBOKIN Nafnvextir Samvinnubókarinnar eru nú 13.10% Ársávöxtun er því 13.53% HAGSTÆÐ ÁVÖXTUN í HEIMABYGGÐ INNLÁNSDEILD KAUPFÉLACS SKAGFIRÐINGA

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.