Feykir


Feykir - 24.04.1991, Blaðsíða 8

Feykir - 24.04.1991, Blaðsíða 8
FEYKIR > -BL Óháö frettablaö á Noröuriandi vestra 24. apríl 1991, 15. tölublað 11. árgangur Auglvsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum BILALEIGA SAUÐARKROKS FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR TOYOTA Hl - LUX DOUBLE CAB 1991 LEYSIR FLUTNINGSVANDAMÁLIN GÓÐIR BÍLAR Á GÓÐUM KJÖRUM SÍMAR 36050 - 35011 H.S ( Stefán ) Maður og kona á Hvammstanga Leikflokkurinn á Hvamms- tanga frumsýndi sl. föstudags- kvöld Mann og konu í leikgerð Emils Thoroddsen eftir sögu Jóns Thoroddsen. Frumsýn- ingin tókst með ágætum, fjölmenni var og leikendum og leikstjóra, Þresti Guðbjarts- syni, vel tekið. Þetta er 21. leikverkið sem leikflokkurinn setur upp, en það fyrsta var tekið til sýninga 1969. Maður og kona var sýnt á mánudagskvöld og þriðja sýningin verður í félagsheimilinu í Hvammstanga á morgun, sumardaginn fyrsta. Farið verður síðan með leikinn til Skagastrandar á laugardaginn. Leikendur í Manni og konu eru Guðmundur Haukur Sigurðsson, Eggert Karlsson, Júlíus Guðni Antonsson, Bergur Guðbjömsson, Hall- mundur Guðmundsson, Jón Sigurðsson, Þorbjörn Gísla- son, Gísli Einarsson, Gunnar Þorvaldsson, Brynja Bjarna- dóttir, Sigurósk Garðarsdóttir, Lilja Hjartardóttir, Helga Hinriksdóttir og Bima María Þorbjörnsdóttir. Níu aðrir vinna að svnineunni auk nokkurra annarra sem lagt hafa leikflokknum lið með einum eða öðrum hætti á æfingatímanum. Áframhaldandi landgræðsluátak Á síðast liðnu ári hófst umfangsmikið átak í upp- græðslu lands á vegum áhugamanna, félaga og ein- staklinga. Skógræktarfélag íslands hafði forgöngu en fékk strax til liðs Skógrækt ríkisins, Landgræðsluna og Landbúnaðarráðuneytið. Mark- miðið var að gefa hinum mikla fjölda áhugafólks sem vill sjá landið betur búið kost á að klæða það í sameiginlegu átaki. Vakin var athygli fyrirtækja, stofnana og félaga- samtaka á þessu fyrirhugaða verkefni. Vinna átaksins var þriþætt: 1) Kynning á ástandi landsins og hvað væri hægt að gera. 2) Virkjun einstaklinga, félaga og fyrirtækja í öflun fjár. 3) Samningsbundin tramleiðsla á umfangsmiklu magni af skógarplöntum til gróður- setningar á landi til að byrja á uppgræðslu. Aðstoð við heimaaðila við skipulagningu og framkvæmd. Takmarkið var að allir sem unnu landinu sínu og vildu taka þátt í þessu landgræðslu- átaki fengju tækifæri til þess hver á sinn hátt: Með kaup á „grænu greininni”. Með þátttöku í gróðursetningu. Með beinu framlagi. Undirtektir urðu ótrúlega góðar og þúsundir fólks tóku þátt í plöntun víðsvegar um landið. Fé safnaðist til að hægt væri að framleiða á 2. milljón plantna. Gróðursetn- ing fór fram á 74 stöðum í landinu. Hér í Skagafirði voru þrjú svæði valin til uppgræðslu og gróðursetningar á vegum átaksins: í Reykjarhólnum við Varma- hlíð, við Sauðárkrók og í stækkun skógræktargirðingar- innar á Hólum. Samtals var plantað liðlega 70 þús. trjáplöntum á þessum stöðum. Ákveðið hefur verið að Landgræðslu- átakið haldi áfram í sumar. Baráttan við að halda gróðri landsins, bæta hann, styrkja og efla er eilíf. Með þátttöku í landgræðslu- átaki skógræktarfélaganna getur hver lagt sitt að mörkum á sinn hátt. 1) Með framlagi. 2) Með því að kaupa „grænu greinina” sem boðin verður nú á sumardaginn fyrsta. 3) Með þátttöku í sjálfboða- liðsvinnu í sumar að plöntun og hiiðingu uppgræðslusvæð- anna. Framkvæmd þess verður tilkynnt nánar síðar. Góðir héraðsbúargleðilegt átaksár í græðslu og fegrun lands okkar. Ragnar Arnalds: „Við getum verið mjög ánægðir með útkomuna hér í kjördæminu, að ekki sé minnst á fylgisaukninguna síðan Gallupkönnunin var gerð. Það er greinilegt að fólk hefur metið það að við sýndum skýra afstöðu í hinum ýmsu málum, t.d. hvernig við viljum að staðið sé að uppbyggingu hafna hér í kjördæminu. Ég held að það mál hafi komið okkur til góða. Þá hefur fólk greinilega kunnað meta það að Alþýðu- bandlagið var með skýra og ákveðna stefnu í efnahags- og skattamálum. Ég þakka öllum þeim sem unnu með okkur í baráttunni”. Vilhjálmur Egilsson: „Þetta var gífurlega spenn- andi nótt. Það var greinilegt þegar leið á talninguna að við vorum í sókn og þetta hafðist undir lokin. Ég var orðinn mjög bjartsýnn þegar kom að atkvæðunum úr Vestur- Húnavatnssýslu, þar sem ég vissi að við áttum mikið og síðan var vitað að við áttum mikið í utankjörstaðaatkvæð- unum, vorum með frábæra „maskínu” þar. Maður er vitaskuld mjög glaður yfir því að okkur skyldi takast það sem að var stefnt, og þakklátur öllu því fólki sem lagði sitt _af mörkum í baráttunni. Ég held að okkar styrkur hafi falist í sterkum lista, trúverðugum málflutn- ingi frambjóðenda sem eru tilbúnir að vinna kjördæm- inu og þjóðinni vel”. Stefán Guðmundsson: „Okkur tókst ekki að fylgja eftir þeim mikla sigri sem við unnum í síðustu kosningum. Hinir flokkarnir lögðu út af og Jón Sæmundur Sigurjónsson „Þetta var spennandi skemmtilegt þar til ég fékk rothöggið undir morgun. Það er vitaskuld alltaf leiðinlegt að falla, en við því í sinni baráttu að við hefðum ekki möguleika á þrem mönnum og ættum því mikið af ónýttum atkvæðum. Þetta bragð virðist hafa heppnast hjá þeim. En staða Framsóknarflokksins er enn sterk hér í kjördæminu. Það var mjög vel unnið hjá okkar fólki í kosningabaráttunni og ég held við getum alveg verið þokkalega ánægðir. Nú væri eðlilegast að þeir flokkar sem stóðu að síðustu ríkisstjórn reyndu að koma sérniðurámálefnagrundvöir^ bættum við okkur fylgi og það er hærra hlutfall bak við mig en flokksbræður mína í Austurlandi og á Vestfjörðum. Það er því fjarri lagi að kjósendur hafi hafnað mér, enda fann ég fyrir jákvæðum straumum í baráttunni og sá ný andlit sem gengu til liðs við flokkinn. Ég erþakklátur þeim sem stóðu í baráttunni með mér. Nú tekur við smá hvíld og svo er bara að bíða og sjá hvað gerist í sambandi við stjórnarmyndunina. Ég hef alltaf haft nóg að gera og kvíði þvi ekki”. GÆÐAFRAMKÖLLUN BÓKABÚÐ BBYNJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.