Feykir


Feykir - 01.05.1991, Blaðsíða 1

Feykir - 01.05.1991, Blaðsíða 1
FKVKIR ^ 1. maí 1991, 16. tölublað 11. árgangur JM Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra rafsjá Sérverslun með raftæki Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Kaupfélag Skagfirðinga: Vallhólmi með besta Eiginfjármyndun KS jókst um 30% á síðasta ári Af 57 milljóna hagnaði Kaupfélags Skagfirðinga á síðasta ári, er drjúgur hluti kominn frá graskögglaverk- smiðjunni í Vallhólma, 7,1 milljón. Er athyglivert hve rekstur Vallhólma gengur vel nú, en kaupfélagið eignaðist fvrirtækið eftir gjaldþrot Vallhólma hf fvrir nokkrum árum. Engin birgðasöfnun hefur verið tvö síðustu rekstrarár, fóðurþörf verið mikil í kjölfar erfiðs árferðis. Þá er skuldastaða grasköggla- verksmiðjunnar allt önnur og betri eftir að fyrirtækið var gert upp. Litlu minni hagnaður varð á byggingavörudeild KS. 7 milljónir. A útibúinu í Varmahlíð varð 6,4 milljóna rekstrarafgangur. og Skag- firðingabúð á Sauðárkróki skilaði í fyrsta sinn hagnaði síðan hún var sett á stofn 1983. Batinn var9,5 milljónir milli ára. hagnaður síðasta árs 5.1 milljón. Rafmangs- verkstæðið skilað 1.5 millj. hagnaði. Rekstur mjólkur- samlagsins var í jafnvægi svo og starfsemi bíla- og véla- verkstæðis. Steinullarofninn brotinn niður Þessa dagana er unnið að langmestu endurbótum á bræðsluofni Steinullarverksmiðjunnar. sem gerðar hafa verið á starfstíma verksmiðjunnar. Skipt verður um hliðar ofnsins og steinahleðslan í botni hans endurnýjuð. Byrjað var á verkinu nú um hclgina og er stefnt að því að framleiðslan geti hafist aftur eftir hvítasunnuhelgina um 20. maí. Nýtt útgerðarfélag í burðar- liðnum á Skagaströnd 94 milljóna hagnaður á Skagstrendingi Skagafjörður: Lítið í þorskanetin Það fiskast lítið í þorskanetin í Skagafirðinum þessa dagana. Reyndar er einungis einn bátur á netaveiðum nú, Sandvíkin. Jökull gerir út á netin fvrir austan, frá Kópa- skeri. Sandvíkin er búin að vera á netunum í þrjár vikur og tíðin verið frekar stirð. Aflinn hefur því verið rýr úr trossunum sjö hjá Sandvík- ingunum, hangið svona í tonninu. „Maður veit ekki hvort þetta breytist eitthvað ef hlýnar. Ætli sé ekki bara lítið af liski. Þetta er alla vegana steindautt núna”. sagði Hartmann Halldórsson skipstjóri. Talsvert tap varð af rekstri sláturhúss og kemur þarfyrst og fremst til verulegur halli á sauðfjárslátrun. Kjötvinnsla kom út með 3 millj. tapi og eru ástæður fyrir því taldar flutningur vinnslunnar frá Skagfirðingabraut út í slátur- hús á árinu. samhliða fjárfestingum. Afram varð tap á útibúun- um á Hofsósi og Ketilási. Þó eru greinileg batamerki á Hofsósi. þar sem tapið minnkaði um nær helming frá árinu á undan, í 4,6 úr 9 milljónum. A Ketilási var um örlitla viðbót að ræða. 2.7 úr 2.5 millj. Eiginfjármvndun kauplélags- ins á síðasta ári var 815 milljónir og jókst um 30%. Þá óx^eiginfjárhlutfall í 40% úr 35.9%. KS átti velgengni að fagna á síðasta ári og hefur staða fyrirtækisins stvrkst til muna milli ára. Það er ekki aðeins að stjórn Skagstrendings hf hafi ákveðið smíði 60 metra langs frysti- skips í Noregi; heldur ætlar hún að gera Örvar út á frvstingu áfram, eftir að nýja skipið bætist í flotann í ágúst á næsta ári. Þá liggur fyrir ákvörðun um stofnun nýs útgerðarfélags um kaup og rekstur ísfisktogara, sem afla mun frystihúsi Hólaness hrá- efnis. Að því munu standa Hólanes, Skagstrendingur og Höfðahreppur. Gert er ráð fyrir að hlutafé verði um 200 milljónir. Skagstrendingur mun því áður en langt um líðurgera út tvö frystiskip. Fiskveiðisjóður ætlar að lána til smíði nýja skipsins 60% kaupverðs, sem er áætlað um 900 milljónir. Afganginn 40% ábyrgist Búnaðarbankinn. Þegar þar að kemur verður að færa veiðiheimildir Hjörleifs og Arnars á nýja skipið. Það er einmitt vegna væntanlegs brottfalls Arnars sem nauð- synlegt er að kaupa ísfisk- togara með kvóta til staðar- ins, en Arnar hefur skilað Hólanesi drjúgu hráefni síðan skipið kom til Skaga- strandar 1973. Rekstur Skagstrendings gekk með afbrigðum vel á síðasta ári, sem var eitt það besta í sögu félagsins. 94 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum og er það 57 milljóna bati frá árinu á undan. Þetta kom fram á aðalfundi Skagstrendings í síðustu viku. Þar var sam- þvkkt greiðsla 15% arðs til hluthafa. sem í dag eru 252. Akveðin var útgáfa 10 9? jöfnunarhlutabréfa og stjórn félagsins veitt heimild til hlutafjáraukningar, um 50 milljónir króna sem skal lokið fyrir 25. apríl 1993. Bílaviðgerðir - Hjólbarðaverkstæði Réttingar - Sprautun 6 hilmtrktodi SÆMUNDARGOTU - SlMI 35141 Almenn rafverkatakaþjonusta Frysti- og kæliþjónusta Bíla- og skiparafmagn Véla- og verkfæraþjónusta —ITTpmoSII UDI— Sími: 95-35519 1 Bílasími: 985-31419 Aðalgötu 26 Sauðárkróki ^ax: 95-36019

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.