Feykir


Feykir - 01.05.1991, Blaðsíða 2

Feykir - 01.05.1991, Blaðsíða 2
5 dagar í hlaup 2 I i:VKIR 16/1991 Hátíðisdagur verkalýðsins 1>csm nvju laglegu vinnubrögð er trúlega ástæðan l'yrir því að í dagvirðast margirlíta ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM AÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4. 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnus Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Verslið í heimabyggð l yrsti mai. baráttu- og hátíðisdagur verkalýðsins er i dag. Yt’irbragð dagsins hefur brevst í áranna rás. I eina tíð var 1. maí í fremstu röð hátiðisdaga hjá stórum hópi \ innandi l'ólks. en tímarnir liafa bre\st og mennirnir með. Tekin hafa verið upp ný og faglegri vinnubrögð \ið gerð kjara- samninga. Þeir sem fylgjast með þeim málum úr fjarska. hafa það á tilfinningunni að kjarasamningarnir séu nánast komnir inn í kerl’ið. og þetta virki allt saman eins og kaupútreikningarnir séu nánast deild hjá þjóðhagsstofnun eða einhverju ráðunevt- anna. Þessi breyting ásamt þeirri lelagslegu deyfð sem gegnsýrir þjóðlífið er trúlega meginástæðurnar Ivrir því að verkalýðs- hreyfing á Islandi er i lægð um þessar mundir og hefur verið um nokkurt skeið. Eiinnig er ekki vali að það slævði þrótt og bjartsýni verkafólks þegar þaðgerðist trekk i trekk að hver ríkistjórnin á fætur annarri eyðilagði nýgerða kjarasamninga með gengisfellingum og annarri óáran. á verkalýðsbaráttu sem liðna tíð. Varðsveit sé til staðar að halda í horfinu, en ekki sé að vænta neinna bættra kjara til launafólks. Það er kannski engin furða að þessi tilfinning ráði ferðinni. sérlega þegar þess er gætt hversu erfiðlega hefur gengiðað rétta hlut þeirra lægst launuðu í þessu landi. Og fyrsti maí er sérstakur að þessu sinni fyrir þær sakir að ný ríkisstjórn tók \ið völdum í gær. Margt verkafólk spvr sig sjálfsagt í dag. verður þessi stjórn vinveitt okkur. El' marka má öll þau fyrirheit sem gefin voru fyrir kosningar er ekkert að óttast. Sú skoðun virtist vera uppi hjá öllum tlokkum að fyrst að tekist hefði að sigrast á verðbólgunni. mikið til fyrirfórnir launþega þessa lands. yrði ný ríkisstjorn öðru fremur að beita sér fyrir bættum lífskjörum vinnandi fólks í þessu landi. Og því er ekki nema sjálfsagður hlutur á þessum degi, að íslenska þjóðin bjóði nýja ríkisstjórn velkomna til góðra verka. þ/ý. Bjarni Marons um kaupfélagsfundi: Þetta eru lýðræðislegar samkomur (O Auglýsing í jafn víðlesnu blaði borgar sig „Þetta var ekki neinn átaka- fundur, enda mál kaupfélagsins í góðu horfi unt þessar mundir. En það var talsvert unt að fólk tæki til máls og léti skoðanir sínar í Ijós”, sagði Bjarni Maronsson ritari stjórnar KS unt aðalfund félagsins sl. laugardag. ..Jú. eitthvað er þaðárvisst hverjir stíga í ræðustól. en annars fer það mest eftir því hvaða mál brenna á. hverjir tjó sig ó kaupfélagsfundum. Þetta eru lýðræðislegar sam- komur. og það er það góða við þetta félagsform. að óbreyttur félagsmaður getur haft áhrif með tilöguflutningi á deildarfundi sem síðan eru teknar upp á aðalfundi”. sagði Bjarni á Ásgeirsbrekku. Stefán Gestsson á Arnar- stöðum var kosinn stjórnar- formaður áfram. Með honum í stjórn eru auk Bjarna. Þorsteinn Ásgrímsson Varma- landi. Ríkharður Jónsson Brúnastöðum. Margrét Viggós- dóttir Skefilsstöðum. Stefán Guðmundsson Sauðárkróki. Árni Sigurðsson Marbæli og fulltrúi starfsmannafélags í stjóm er Valbjörn Geirmunds- son. Clandif/ W // Charme // 40 ára reynsla QjatUU// 25 ár á íslandi Græna línan Gæði og góð þjónusta Kaupvangstorgi 1 Sími 35132 550 Sauðárkrókur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.