Feykir


Feykir - 01.05.1991, Blaðsíða 4

Feykir - 01.05.1991, Blaðsíða 4
4 FliYKIR 16/1991 Sumardagurinn fyrsti á Hólum: Hestinum gert hátt undir höfði Þessar telpur héldu hlutaveltu á dögununi og létu Sjúkrahús Skagfirðinga njóta ágóðans sem var 2314 krónur. Þær eru frá vinstri: Lilja Ingimundardóttir, Dagmar Ingibjörg Birgisdóttir, Sunna Ingimundardóttir, Sunna Björk Björnsdóttir og Dagný Osk Simonardóttir. A myndina vantar Guðrúnu Rut Guðmundsdóttur. Þessir 11 ára strákar, Atli og Auddi, söfnuðu 2588 krónum með því að halda tombólu og gáfu Rauða krossinum afrakstur hennar. IVIilli drengjanna er Dæja svstir Audda. Húnaþing: Vaxandi samstarf kóra Fjölmenni var á söngskemmtun þriggja kóra í Félagsheimilinu á Blönduósi á föstudagskvöld. Þetta var kvennakór úr Borgarfirði undir stjóm Bjarna Guðráðssonar, Karlakór Ból- staðarhlíðarhrepps undir stjóm Gests Guðmundssonar og Samkórinn Björk undir stjórn Svanbjargar Sverrisdóttur. Kórarnir skemmtu með kór- söng, tvísöng, kvartettsöng og hljóðfæraleik. IJndirtektir sam- komugesta á þessari skemmtun voru mjög góðar, en að samsöng loknum var dans- leikur í Félagsheimilinu fyrir söngfólkið og styrktarfélaga. Fyrr í vetur voru Samkór- inn Björk. Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps, Kirk jukór Blöndu- óskirkju og barnakórar frá Blönduósi og Húnavöllum með sameiginlegar söng- skemmtanir á Blönduósi og Skagaströnd. Þessar semeigin- legu skemmtanir sýna vaxandi samstarf kóranna í Austur- Húnavatnssýslu, en í þessum kórum er þróttmikið starf. sem fjölmargir taka þátt í. Hinn svokallaði Hóladagur var haldinn hátíðlegur á sumardaginn fyrsta og er það í annað skiptið sem þessi samkoma er haldin. Að Ilóladeginum standa Bænda- skólinn á Hólum og Hesta- íþróttadeild Skagaljarðar. Boðið var upp á talsvert fjölbreytta dagskrá sem Ijölmargir áhorf- endur virtust kunna vel að nieta þrátt fvrir að nijög kalt væri þennan dag í reiðskemm- unni á Hólum. Dagskráin hófst meðfána- reið félags tamningamanna og að henni lokinni sýndu nemendur bændaskólans ýmis- legt af því sem þau hafa lært varðandi hesta, meðhöndlun þeirra og tamningu við bændaskólann. Mátti þar glöggt sjá að nemarnir höfðu náð talsverðum tökum á þeirn gripum sem þeir sýndu og kom það ekki síður fram í Skeifukeppninni sem var síðar á dagskránni. Það atriði sem tvímælalaust vakti mesta athygli var töltsýning. Þar komu fram tveir fulltrúar frá hverju hestamannafélagi í Skagafirði og vart þarf að taka fram að allir voru þeir á úrvals gripum. Þeir sem þarna sýndu voru Símon Gestsson og Sigurbjörn Þorleifsson (Svaða), Gestur Stefánsson og Friðrik Stefánsson (Stíganda) og Guðmundur Sveinsson og Jónas Sigurjónsson (Léttfeta). Tóku þeir félagar góða rispu allir saman í lokin við óskipta ánægju áhorfenda. Sýning Eyjólfs Isólfssonar aðalreiðkennara bænda- skólans var af nokkuð öðrúm toga. Hann lét hestinn sýna hinar margvíslegustu gang- tegundir og var erfitt að ímynda séraðsamspil manns og hests geti verið nánara en var í þessari sýningu. Þá er ógetið tveggja atriða. Svokallaðri munsturreið félaga Hesta- íþróttadeildarinnar og svarf- dælskri hestamennsku. Þar sýndi ungur maður úr Svarfaðardal nokkuð aðrar hliðar á hestamennskunni en tíðkast um þessar mundir. notaði hann ekki reiðtygi. en snærisspotti kom í stað beislis. Hann fór á bak með Frá unglingakeppninni. því að stökkva á hrossið af nokkurra metra færi og varð þá stundum viðskilnaður manns og hests með nokkuð spaugilegum hætti eins og raunar til var ætlast. ÖÞ. Ull og band sett á stofn á Tanganum Nýjasta afurð Átaksverkefnis Vestur- Húnvetninga er lítil spunaverksmiðja sem sett hefur verið á stofn á Hvammstanga. Ull og band, eins og verksmiðjan heitir, var með opið hús á dögunum og litu margir inn, enda ríkir bjartsýni með framgang starfseminnar sem þarna fer fram. Eggert Antonsson fréttaritari blaðsins á Hvammstanga leit inn hjá Ull og bandi og smellti nokkrum myndum auk þess sem hann skrifaði frétt um viðburðinn, er birtist í síðasta blaði. Fimmti gjalddagi fasteignagjalda 1991 er 15. maí n.k. Þeir gjaldendur sem eru í vanskilum eru hvattir til að gera skil nú þegar. Dráttarvextir reiknast 15. maí n.k. FRA INNHEIMTU SAUÐÁRKRÓKSBÆJAR

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.