Feykir


Feykir - 01.05.1991, Blaðsíða 5

Feykir - 01.05.1991, Blaðsíða 5
16/1991 FEYKIR 5 Æfingaferö Neista til Færeyja: Matarlausir fyrsta sólarhringinn og dansleikurinn reyndist samkoma Hún byrjaði ekkert sérlega vel æfingaferð Ungmennafélags- ins Neista á Hofsósi til Færeyja í síðustu viku. Kom þá í Ijós að sá aðili sem tók að sér að skipuleggja dvöl Islendinganna hafði ekki staðið í stvkkinu. Drengirnir fengu nefnilega ekkert að borða fyrsta sólarhringinn, utan súkkulaðis sem þeir keyptu í flugvélinni á leiðinni út. Það var ekki fyrr en síðdegis á sunnudag sem kaupfélagið í Eiði fékkst opnað fyrir Neistamenn. Um kvöldið gafst þeirn kostur á smurðu brauði í sjómanna- heimilinu í Rúnavík. Sá galli fylgdi hins vegargjöf Njarðar að áleggið var skerpikjöt, sem aðeins þeir allra svöng- ustu gátu lagt sér til munns. En sem betur fer tókst þeim Neistamönnum að útvega sér ágætis matseld þarna í Rúnavík og voru fæðumálin þar með kontin í höfn. Þetta var í annað skiptið sem Neistamenn fara í æfingaferð til Færeyja. lóru þangað líka í fyrra, þá um páskana. Ansi lítið varum að vera þá. enda Færeyingar sannkristnir. Vonir stóðu til að nú vrði breyting á og Skagfirðingarnir kæmust á ball síðasta kvöldið sitt í Færeyjum, sem var föstudags- kvöld. Frést hafði af dansleik í Rúnavík og þegar ekið var fram hjá húsi einu í bænum var ekki að sjá annað en hljómsveit léki og heilmikið fjör væri í uppsiglingu. Tveir úr hópnum voru sendir á undan til að kanna jarðveginn. Þegar þeir félagar komu til baka færðu þeir ekki góða fréttir. Það fyrsta sem þeir sáu er inn í salinn kom var prédikari í miklum ham. Þarna stóð yfir Godspil- samkoma en ekki dansleikur. Og það virtist sama vera uppi á teningnum og í fyrra skiptið. hvergi dansleikur. svo að Neistamenn eru enn jafn ófróðir um færeyska ballmenningu. Og svolítið Neistamenn híða brottfarar frá Eiði. voru piltar svekktir þegar einn þeirra sagði. ,,Ef þú vilt komast á verulega friðsælan stað. Þá skaltu fara til Færeyja, þar sem hlutirnir gerast alls ekki”. Neistamenn eru þrátt fyrir upphaf og endi ferðarinnar ánægðir með hana. Liðið lék þrjá leiki og æfði fimm sinnum, tvisvar sinnum á malarvellinum í Eiði og þrisvar á gervigrasi í Götur. Tveir leikjanna voru gegn þriðjudeildarliði EB í Eiði. Fyrri leiknum lyktaði með jafntefli 0:0, en þann seinni unnu heimamenn 2:0. I millitíðinni var leikið gegn B 68 í Tóftum sem eiga lið í 1. deild. Leikið var á gervigrasi við næstbesta lið staðarins, styrkt fimm mönnum úr aðalliðinu. Leiknum lauk með sigri Tóftarmanna 1:0. Frá Sálarrannsóknarfélagi Skagafjaröar Félagar athugiö Áöur auglýstur fjöldafundur sem vera átti laugardaginn 4. maí verður sunnudaginn 5. maí Stjórnin Amsterdam Kaupmannahöfn London Upplýsingar og farpantanir hjd umboðsmönnum Flugleiða á Norðurlandi og ferðaskrifstofum eða i síma 91-690300 par sem opið er alla daga vikunnar. 26.690 kr. FLUGLEIÐIR Flugleiðir bjóða Norðlendingum ódýrtfargjald og innifalið er flug til og frá áfangastöðum Flugleiða norðanlands. Þú kemst frá Húsavík, Akureyri eða Sauðárkróki til Amsterdam fyrir aðeins 26.250 kr, til Kaupmannahafnar fyrir aðeins 26.690 kr og til London fyrir aðeins 26.250 kr. Fyrstu 500 farþegarnir eiga að auki kost á sérstökum vildarkjörum: Þriðja gistinótt er án endurgjalds efþú kaupir trier gistinætur um helgi. Þetta einstaka tækifœri býðst aðeins til matloka. Tilboð um þriðju gistinótt án endurgjalds er sunnudags. Hámarksdvöl er 30 dagar og ferð bundið við tiltekin hótel í ofangreindum þremur verður að ljúka fyrir 1. júní n.k. Ekki þarf að bóka borgum. Miðað er við að gist sé aðfaranótt með sérstökum fyrirvara. Grciðsla við pöntun. fyrir Norðlendinga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.