Feykir


Feykir - 01.05.1991, Blaðsíða 6

Feykir - 01.05.1991, Blaðsíða 6
6 FEVKÍR 16/1991 Fótboltinn er hyrjaður að rúlla, en ekki gekk Tindastóli vel í Tacticmótinu sem fram fór á Akureyri um helgina. I.iðið tapaði fyrir Leiftri 1:0, Þór 2:0 og KA 3:0, en þar skoraði Sverrir Sverrisson fyrrverandi Tindastólsmaður tvö rnörk. Á myndinni eru Tindastólsstrákarnir að herjast við Þórsara í æfingaleik um fyrri helgi, sem lauk með jafnatefli 2:2. Körfuboltastúlkur Tindastóls: Fimm í landslið Fimm stúlkurfrá Sauðárkróki léku i íslenska stúlknalands- liðinu á Norðurlandamótinu sem fram fór í Stykkishólmi um síðustu helgi, þær nöfnur Kristín Jónsdóttir og Magnús- dóttir, Kristjana Jónasdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir og llirna Valgarðsdóttir. Þettaer i l\rsta skipti sem stúlkur frá I indastóli leika í landsliði i körfubolta. Liðinu gekk ekki sem skyldi í mótinu. tapaði öllum leikjunum. enda undirbún- ingurinn ekki líkt því nægjanlegur. Samæfingarnar voru einungis sex að tölu og enginn æfingarleikur spilaður. Engu að síður var stígandi í liðinu á mótinu. síðasti leikurinn tapaðist einungis með 11 stigum fvrir Norður- landameisturum Svíum. Endurbætur vegar yfir Lágheiöi: Á dagskrá um aldamót Fljótamenn skora á vegageröina aö hefja snjómælingar strax næsta vetur Hreppsnefnd Fljótahrepps hefur óskað eftir því hréflega við vegamálastjóra og umdæmis- stjóra vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra og vestra, að bráðlega verði ráðist í gerð framtíðarvegar yfir Lágheiði milli Fljóta og Ólafsfjarðar, þar sem sýnt þyki að samgöngur milli þessara staða verði ekki um jarðgöng í framtíðinni. Samkvæmt nýrri 12 ára áætlun um gerð þjóðvega. eru endurbætur vegarins milli Fljóta og Ólafsfjarðar ekki á dagskrá fyrr en undir lok tímabilsins. eða 1999. Fljótamönnum og nágrönn- um þeirra í austri finnst það full löng bið. því nánast ekkert hefur verið gert f'yrir veginn vfir Lágheiði og í gegnum sveitirnar beggja vegna i áratugi. Finnst mönnum tími til kominn að vegirnir. sem á stórunr köflum eru niðurgrafnir. verði byggðir upp úr snjónum. Hreppsnefndin skorar á vegagerðina að hefja snjó- mælingar á Lágheiði og í grennd þegar næsta vetur. Slíkar mælingar í nokkra vetur ættu að auðvelda mönnum val vegarstæðis. sem líklega verði að færa að talsverðum hluta. Bæjarstjóm Ólafsfjarðar er sömu skoðunar og Fljótamenn um bætt vegarsamband yfir Lágheiði. og telur að samgöngur Ólafsfirðinga við Fljót og Siglufjörð hafi lengi verið algjörlega óviðunandi. Atvinna Vélsmiðja Sauðárkróks óskar eftir að ráða vélvirkja eða plötusmið. Upplýsingar hjá Vélsmiðju Sauðárkróks Borgartúni 1. Góðir áskrifendur! Munið að greiða heimsenda gíróseðla hið allra fyrsta Feykir L't í heim, feróabteklingur Flugleida, liggur frammi á söluskrifstofum Flugleióa, hjá umboósmönnum um lattd allt og á feróaskrifstofum. t.ika er lia-gt aó fá bteklinginn sendan t pósti meó þvi aó hringja i91-690300. FLUGLEIDIR 19 borgir. 15 þjóðlönd. Út íheim er ný- útkominn ferðabæklingur Flugleiða sem þú getur nálgast hjá umboðsmanni okkar í þinni heimabyggð. Markverðir staðir, leikhús, tónleikahallir, söfn, fornminjar, skemmtigarðar, skemmtanalíf, veitinga- hús, verslanir, hótel, náttúruperlur, útivistarsvæði, ökuleiðir. tt íheim greinir frá mörgu af því sem bíður ferðamannsins á áfangastöðum Flugleiða og á ferðalögum í eigin bíl um heillandi lönd í Evrópu og Bandaríkjunum. ílt i heim er grundvöllur aó ógleymanlegri upplifun í 19 borgum og 15 þjóólöndum austan hafs og vestan, veröld innan seilingar hrar sem þú ert. Þú þarft ekki að fara langt til að vera með út í heim!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.