Feykir


Feykir - 15.05.1991, Side 1

Feykir - 15.05.1991, Side 1
Almenn rafverkatakaþjónusta Frysti- og kæliþjónusta Ðíla- og skiparafmagn Véla- og verkfæraþjónusta ___^TiUfllll Li^ll----- Sími: 95-35519 l^ltn^lM f*|^/| Bílasími: 985-31419 Aðalgötu 26 Sauðárkróki Fax: 95-36019 Ðílaviðgerðir - Hjólbarðaverkstæði Réttingar - Sprautun SÆMUNDARGÖTU - SlMI 35141 Skagafjörður: Undirbúningur forseta- heimsóknar hafin Væntanlega verður hátíðlegt um að litast í Skagafirði dagana 23.-25. ágúst í sumar, þegar forseti Islands frú Vigdís Finnbogadóttir heim- sækir héraðið. Undirbúningur heimsóknarinnar er þegar hafínn og hefur gestgjafinn, héraðsnefnd Skagaljarðar, skipað fjögurra manna undirbúnings- nefnd. Skagafjörður er með síðustu héruðum landsins sem Vigdís forseti heimsækir. Magnús Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri héraðsnefndar segir að menn hefðu lengi velt því fyrir sér hvenær röðin kæmi að Skagafirði, t.d. minntist hann þess úr veru sinni í bæjarstjórn Sauðár- króks. Það væri hinsvegar þannig að það þyrfti að bjóða forsetanum. Þetta væri ekki vegna oflátungsskapar forsetans, heldur að það væri kostnaðar- samt að taka á móti honum og forsetinn vildi ekki íþyngja sveitarfélögunum nema þau óskuðu sjálf eftir því. „Þetta vissu menn ekki. Eg vissi þetta t.d. ekki fyrr en í lok síðasta árs þegar héraðs- nefnd bauð forsetanum hingað í umboði Sauðárkróksbæjar og hreppanna”, sagði Magnús. Hvað tímasetningu heim- sóknarinnar varðar, sagði Magnús að hún hafi verið ákveðin fyrir nokkru og ástæðan fyrir því að heim- sóknin væri svona síðla sumars taldi hann vera kosningarnar, Vigdís hafi líklega viljað vera nokkuð trygg með að búið væri að mynda ríkisstjórn áður en hún færi í Skagafjörðinn. Undirbúningsnefnd fyrir heimsóknina skipa þau Björn Sigurbjömsson formaður bæjar- ráðs, Halldór Þ. Jónsson sýslumaður, Elín Sigurðar- dóttir oddviti Sölvanesi og Magnús Sigurjónsson. Dag- skrána mun nefndin ákveða í samráði við oddvita og hreppstjóra í héraðinu. „Við munum að sjálfsögðu veita forsetanum skagfirskar mót- tökur. Eg finn að það er mikill hugur í mönnum að taka vel á móti Vigdísi og hennar fylgdarliði”, sagði Magnús. Malbikun á Hvammstanga: Samið við Króksverk Samningar Hvammstangahrepps við Króksverk um malbikun gatna í þorpinu eru á lokastigi. Áætlað er að verkið verði framkvæmt seinnipart sumars og næsta vor. Þar með verði lokið við að binda núverandi gatnakerfí varan- legu slitlagi. I sumar verður einnig malbikaður hluti af hafnarsvæðinu. Bjarni Þór Einarsson sveitar- stjóri kvað ástæðu fyrir því að verkið var ekki boðið út þá að malbikunarstöð Króks- verks er sú eina færanlega á stóru svæði, og malbiki verði ekki ekið frá föstu stöðvunum á Akureyri eða Reykjavík sökum vegalengda. Króks- verk keypti stöðina ekki alls fyrir löngu af Malbiki hf en það félag var á sínum tíma stofnað af þéttbýlisstöðunum á Norðurlandi vestra. Endurskipulagning hjá Serkjum „Það mun skýrast væntanlega innan fárra vikna. Ég hef góða von um að þetta takist’’, sagði Ágúst Sigurðsson framkvæmda- stjóri pappírspokaverksmiðjunn- ar Serkja á Blönduósi um fjárhagslega endurskipulagn- ingu fyrirtækisins sem nú stendur fyrir dyrum, en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um að Serkir verði teknir til gjaldþrotaskipta á næstu dögum. „Það er ekkert meira á hausnum núna en það hefur verið lengi”, sagði Ágúst um stöðu fyrirtækisins. Hann sagðist ekki geta greint frá því í hverju endurskipulagn- ingin fælist, með því væri hann að skerða viðskipta- hagsmuni umbjóðenda sinna. „Það sem hefur háð okkur er of lítill markaður. Við erum bjartsýnir á að geta aukið hann og ef okkar útreikningar ganga upp gæti fyrirtækið orðið arðvænt í betra lagi”. I undirbúningi er fram- leiðsla á pappírspokum undir sorp. Ágúst telur engan vafa að sú staðreynd, að umhverfis- mál séu að verða æ mikilsmetnari þáttur hér á landi, eigi eftir að koma verksmiðjunni mjög til góða. „Pappírinn hefur það umfram plastið að hann eyðist og það er þessvegna sem pappírs- pokar eru notaðir undir sorp í nágrannalöndunum en notkun plastpoka bönnuð. Spurningin er hvaða stefnu íslensk stjórnvöld taka. Sorphirðumálin héreru að taka á sig nýja og breytta mynd, með flokkun sorps sem nú er að hefjast á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Ég tel að þarna vinni tíminn með okkur”, sagði ÁgústSigurðs- son frá Geitaskarði fram- kvæmdastjóri Serkja. Tilboö í gatnagerð á Hvammstanga: Öllum hafnað Á hreppsnefndarfundi í síðustu viku var hafnað öllum tilboðum er borist höfðu í gatnagerðarframkvæmdir á Hvammstanga. Að sögn Guðmundar Hauks Sigurðssonar oddvita er hugmyndin að ganga til samninga við heimamenn á grundvelli kostnaðaráætlunar og lýstu þeir sig reiðubúna til viðræðna á þeim nótum, en kostnaðaráætlun er nokkuð hærri en lægsta tilboðið í þessar framkvæmdir. EA rœr w ■ 'v. 'f' 4 & - Tilbúin í skólaferðalagið Prófum er nú sem óðast að ljúka og sumarvinnan framundan. Þessi glaðværi hópur hafði verið prófaður og var að leggja upp í skólaferðalagið þegar mvndin var tekin á mánudagsmorgun. Þetta er 10. bekkur Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Ferðinni var heitið til Suðurlands og Vestmannaeyja. í Eyjum njóta krakkarnir leiðsagnar þess manns sem nýlega var útnefndur ferðamálafrömuður ársins. 15. maí 1991, 18. tölublað 11. árgangur Óháð fréttablað á Norðuiiandi vestra rafsjá Sérverslun með raftæki Sæmundargötu 1 Sauðárkróki

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.