Feykir - 15.05.1991, Síða 2
2 FEYKIR 18/1991
FEYKIR
- Óháö fréttablaö á Noröurtandi vestra
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAOUR:
Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI:
Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2,
Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4,
550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95-
36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F.
Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur
Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og
Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús
Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI:
Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR-
VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; í
lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvi’ku-
dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN:
SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að
Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.
Tilboö í byggingu bóknámshússins:
Byggingarfélagið
Hlynur lægstur
Fjórir aðilar skiluðu inn tilboðum í
byggingu bóknámshúss Fjölbrauta-
skólans, en þau voru opnuð á fundi
bygginarnefndar hússins í gær.
Byggingarfélagið Hlynur reyndist
með lægsta tilboðið 234,955
milljónir eða 87% af kostnaðar-
áætlun, sem var 267,1 milljónir.
Þar sem um mjög stórt
útboðsverk var að ræða óttuðust
heimamenn að verktakar héðan
og þaðan af landinu mundu bjóða
og jafnvel hreppa verkið. En
einungis einn aðili sendi inn
tilboð, SH verktakar frá Hafnar-
firði og voru þeir með hæsta
tilboðið.
Hlynur er einnig með fráviks-
tilboð upp á 230,34 millj. Friðrik
Jónsson sf kom næstur með
245,131 milljónir, þá Trésmiðjan
Borg með 246,585 millj. og
frávikstilboð að upphæð 245,352
milljónir. Tilboð SH verktaka var
288,692 millj. og frávikstilboðið
hljóðaði upp á 288,692 milljónir.
Taka mun nokkra daga að
yfirfara tilboðin áður en gengið
verður til samninga við tilboðs-
hafa. Telja verður Hlynsmenn þar
líklega.
ATVINNA!
Svæðisstjórn fatlaðra á
Norðurlandi vestra óskar eftir að
ráða þrjá starfsmenn til að starfa
við sumardvöl
fatlaðra á Hólum í Hjaltadal
tímabilið 1. júlí - 15. ágúst.
Húsnæði er á staðnum
Upplýsingar í síma 35002
Siemens innbygg-
ingartæki í eldhús
Hjá okkur fáið þið öll tœki á sama stað: Eldavél-
ar, uppþvottavélar, kœliskápa, frystiskápa, ör-
bylgjuofna, kaffivólar, hrærivélar, brauðristar og
þannig mætti lengi telja.
SIEMENS er trygging ykkar fyrir góðum tækjum
og samræmdu útliti.
íslenskir leiðarvísar fyigja með.
©rafsjá hf
Sæmundargötu 1
Sauðárkróki
Sími 95-5481
SUMARVINNA '91
Eftirtalinn störf eru laus til umsóknan
75% ræst / búr, sjúkradeild, frá 23/5
75% - 80% Kjallari / deild 5, tímabil 26/5 - 2/9 '91
100% deild 5 (Frí um helgar) tímabil 22/7 - 28/8
52.5% deild 6 (vikuvinna og vikufrí) túnabil 14/6 - 28/8
Nánari upplýsingar veitir ræstingastjóri í s: 35270
EINNIG ERU LAUSAR STÖÐUR VIÐ
AÐHLYNNINGU
Tímabil: Júnflok til ágústloka.
Upplýsingar veitir hjúkmnarforstjóri í s: 35270
Æskilegur aldur, 18 á ra og eldri
Stóðhestasýning
á Hólum
Föstudaginn 24. maí nk.
verða stóðhestar af stóð-
hestatamningastöðinni á Hólum
í Hjaltadal dæmdir. Jafnhliða
gefst norðlenskum hesta-
mönnum færi á að koma með
stóðhesta til dóms hvort
heldur að fá ungfola (3ja
vetra) byggingardæmda og
fullnaðardóm á eldri hesta.
Skráning fer fram til 21. maí í
síma 95-35962. Laugardaginn
25. maí verður svo yfirlits-
sýning á hestunum og hefst
hún kl. 14.
Starfsmenn
KS höfðingjar
Starfsmenn Kaupfélags Skag-
firðinga voru meðal hæstu
gefenda í söfnunarátaki Rásar
2 og Landssambands floka-
veikisjúklinga sem fram fór
nýlega, en þar varsafnaðfyrir
svokölluðum heilasírita sem
auðvelda á mjög greiningu
sjúkdómsins.
Þau Ieiðu mistök áttu sér
stað í síðasta blaði að
vinnuveitandanum KS var
eignaður þessi höíðingsskapur.
Þó að sama sé hvaðan gott
kemur er sjálfsagt og eðlilegt
að þetta leiðréttist. Eru
hlutaðeigandi aðilar beðnir
velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Hlíðavillt var farið í frétt af
skólaslitum Hólaskóla í
síðasta blaði. Valdimar Óskar
Sigmarsson er frá Sóheimum
í Sæmundarhlíð en ekki
Blönduhlíð.
Fjölbrautaskólanum verður slitið laugardaginn
18. maí n.k. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Athöfnin hefst kl. 14.
Allir velunnarar skólans eru velkomnir.
Einkunnaafhending og prófsýning verður
daginn áður kl. 14-15.30 í Verknámshúsi
skólans.
Innritun fyrir næsta skólaár lýkur föstudaginn
7. júní n.k.
Vegna mikillar aðsóknar að heimavist er
nemendum af Norðurlandi vestra ráðlagt að
sækja um sem allra fyrst.
Skólameistari