Feykir


Feykir - 22.05.1991, Síða 4

Feykir - 22.05.1991, Síða 4
4 FEYKIR 19/1991 19/1991 FEYKIR 5 „Var hringt ef vantaði svo mikið sem túttu á pela" Spjallað við frú Minnu Ðang í tilefni 70 ára afmælis Sauðárkróksapóteks á morgun Á morgun, 23. maí, verða 70 ár liðin frá því að Sauðárkróksapótek var stofnsett af dönskum manni Lindgren að nafni. Er vel við hæfi að minnast þessara tíma- móta, þó svo Jóhannes Pálsson núverandi apó- tekari sé ekki til staðar en hann er staddur erlendis. Hinsvegar er Minna Bang fyrrverandi apótekarafrú oft á ferð- inni hér framhjá gamla bæjarþingsalnum á hjól- inu sínu eins og bæjar- búar eru vanir að sjá henni bregða fyrir. Og Minna félst á að skýra lesendum blaðsins frá þeim miklu breytingum sem átt hafa sér stað í apótekinu frá dögum þeirra Banghjóna. „Þá var apótekið opið frá því klukkan átta ámorgnana til átta og níu á kvöldin, vegna þess að læknarnir höfðu alltaf kvöldviðtalstíma. Og það þurftu að vera vaktir á laugardögum og sunnu- dögum og á nóttunni líka. Það var hringt ef einhvern vantaði svo mikiðsem túttu á pela. Maðurinn minn fékk varla frídag í 14 ár, því það var ómögulegt að fá lyfjafræð- ing til að leysa af á þessum tíma”. Einn læknir þá, fimm núna Það er margs sem Minna hefur að minnast frá því hún kom hingað. Þá var Ole maðurinn hennar búinn að vera apótekari hér í tvö ár, keypti apótekið óséð á sínum tíma. „Þegar ég kom vann Ólafur Gíslason við afgreiðsl- una og Helgi Hálfdánarson var lærlingur. Þá má ekki gleyma Marsa, Maríusi Páls- syni sem var í hinum og þessum snúningum, og Halldóm ræstingakonu. Þá var læknir hér á Króknum Jónas Kristjáns- son. Hann var nú svo mikið í 1 ■ Undir Nöfum reseptunum hans Og þetta er mjög mikil breyting í apótekinu. Þá voru ekki verksmiðjulyfin eins og núna, heldur allt búið til í apótekinu, öll smyrsl og öll meðul. Meira að segja magnyltöflurnar og það þurfti að vigta hvert gramm vandlega. Jú! það gat auðvitað munað á batanum ef ekki var nákvæmlega mælt”. Var erfitt að vinna í apótekinu þá? „Já hreinasti þrældómur að standa við bakkann og hrista þetta saman. Það má heldur ekki gleyma honum Guðmundi „dýra” Andrés- syni með öllum sínum ljótu smyrslum. Ekki vorum við hrifin af reseptunum hans. Þau voru svo erfið í vinnslu Gamla apótekið eins og það var fram til 1956 að byggt var við. Hér undir Nöfunum er vorið langþráða komið fyrir nokkru og ekki verður annað sagt en það sé með þeim mildari og betri. Meira að segja þó veðurfræðingarnir hafi alltaf annað veifið spáð kólnandi, hefur hitinn vart farið undir sjö stigin að deginum og þykir það nú þokkalegur maíhiti hér á norðurhjaranu. Eftir dæmalausan vetur, frost- og snjólausan nánast, Minna Banga er eins og margir þegar tekin til við garðyrkjustörfm. náttúrulækningunum svo það var ekki mikið um afgreiðslu á reseptum fyrstu tvö árin, en lyfseðlunum fjölgaði til muna þegar Torfi Bjarnason tók við 1937. Svo kom Friðrik J. og leysti Torfa af 1956. Fljótlega upp úr því kom svo Ólafur og nýja sjúkrahúsið var byggt. I dag eru þeir orðnir fimm læknarnirsvo að þetta hefur vaxið allt saman óskaplega. Ekki hrifin af öll lyfin sem hann var með. Svo var líka vandamál með umbúðir á þessum tíma og það var allt nýtt. Við seldum t.d. lýsi í apótekinu á allt upp í þriggja pela flöskum. Og það voru keyptar gamlar flöskur, brennivínsflöskur og hvað eina, og allt var þetta soðið og sótthreinsað í þvottahúsinu. Þetta er orðið alltsaman auðveldara í dag, en sjálfsagt meiri skriffinnska en var þá. Á nokkuð löngu tímabili unnum við bara tvö hjónin í apótekinu með eina stúlku með okkur. Sigur- björg Guðmundsdóttir var hjá okkur þeirra lengst, í sjö ár”. Einn aðal- samkomustaður bæjarins Hvernig var vinnuaðstaðan í apótekinu? „Það var ákaflega þröngt lengst af, alveg þangað til byggt var við 1956. Fyrst var húsnæðið aðeins þar sem skrifstofan er núna og lítil vinnustofa þar bak við. Annars var kostur við gamla apótekið að þar var maður mikið meira innan um fólkið og kynntist því meira. Þetta var einn aðalsamkomustaður bæjarins. Það var mikið spjallað um pólitíkina í bænum, landsmálin, spila- mennsku o.fl. Og viðskipta- vinunum fannst það miður þegar apótekarinn var allt í einu kominn einshvers staðar bak við, sérstaklega hafði sveitafólkið orð á þeim ókosti sem aukið pláss í apótekinu hafði í för með sér”. Manstu eftir einhverju skemmtilegu atviki frá þessum árum? ,,Já, ég man að það var einn ágætur bóndi framan út sveit sem kom í apótekið og keypti sér hóstamixtúru. Þegar hann var búinn að fá glasið afhent strunsaði hann í burtu án þess að borga. Afgreiðslumaðurinn kallaði og spurði hvort hann ætlaði ekki að borga. „Það er nógur tíma að gera það þegar maður sér hvort mixtúran virkar”, sagði bóndi þá og hefur líklega verið búinn að uppgötva það sem sagt hefur verið oft síðan, að þú tryggir ekki eftir á”. Að lokum vill Minna Bang óska Sauðárkróksapóteki bjart- rar framtíðar, og sendir apótekarahjónunum og starfs- liði sínar bestu hamingjuóskir með 70 ára afmælið. Forstöðumenn Sauðárkróks- apóteks frá upphafi: K.M. Lindgren 23/5 1921- 9/11 1928. Ingvard Sörensen 9/11 1928- 1/11 1931. Ole Bang 1/11 1931- 17/11 1969. Sigurður Jónsson 1/5 1970- 1/7 1989. Jóhannes Pálsson 1/7 1989- Lion gefur kirkjunni stóla Lionsklúbbur Sauðárkróks gaf nýlega Sauðárkrókskirkju 60 stóla Þannig að fjölga megi sætum í kirkjunni við fjölmennar athafnir. Andvirði stólanna er um 200 þúsund krónur. Myndin er tekin í kirkjunni þegar stólarnir voru afhentir, en þar eru auk Lionsmanna sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur og gestur kvöldsins, Sigurður Þórólfsson listamaður, er þá var staddur í bænum. Lionsmenn hafa ákveðið að gefa heilsugæslustöð og sjúkrahúsi á Sauðárkróki kr. 300 þúsund til kaupa á sérstökum ljósaskáp til notkunar fyrir þá sem hafa húðsjúkdóminn psoriasis. Fé hafa þeir safnað með hellulögn við Búnaðarbankann á Sauðárkróki og með Ijósaperusölu sem er fastur liður klúbbsins. RHEINLAND-PFALZ - Ferðaævintýri í eigin bíl Njótið fegurðar Rínarlanda, þar sem hið heimsfræga Rínarvín er ræktað. Sjáið og siglið á fljótunum Rin-Mosel-Ahr og Lahn með fallega kastala og hallir á árbökkunum. Skoðið miðaldabæi með markaðstorgum og uppruna- legum miðaldahúsum. Rínarhéruð eru frábær staður til að skoða sig um, en jafnframt að njóta hvíldar. BÍLALEIGUR: Flugleiðir sjá um pöntun á bílaleigubílum á hagstæðum kjörum. SUMARHÚS/ÍBÚðlR: Sérstaklega hagstæðir samningar í Hunsruck í miðju Rínarhéraðí. í Hunsriick er skemmtilegt að dvelja og njóta lífsins í fallegu umhverfi eða fara í spennandi ferðir um nágrennið. HÓTEL: Flugleiðir hafa samninga við úrval hótela á góðu verði í Þýskalandi. TyskTurist-Information ■ Vesterbrogade 6 d,- DK-1620 Kbh.V. Simi: (90) 45 33 12 70 95 Upplýsingar og bókanir: FLUGLEIÐIR Flugáætlun Flugleiða er kjörin til þess að koma þér og þínum í þægilegt og skemmtilegt frí í Þýskalandi. Luxemborg 10 sinnum í viku Frankfurt 5 sinnum í viku Hamborg 2 sinnum í viku Amsterdam 5 sinnum í viku hefur græni liturinn líka verið óvenju snemma á ferðinni. Mesta umbreyting- in átti sér þó stað nótt eina, fyrir viku eða svo. Hita- mökkurinn mætti fólki strax í dyragættinni þegar það fór til vinnu, og þegar litið vartil Nafanna var engu líkar en græn slæða hafi breitt sig yfir þær um nóttina. Og gróður- anganinn í loftinu var sterkari en fyrr á þessu vori. Sterk litaskipti áttu sér stað á fleiri stöðum þennan dag. Fjörðurinn skartaði miklum litabrigðum. Sjá mátti dökkmórautt svæði út frá ósi Gönguskarðsár, þó- nokkuð langt út, sem síðan lýstist og bláminn tók við þar utan við. í bænum mátti sjá menn slá lóðina í fyrsta sinn og ilmurinn af nýslegnu grasinu fyllti angan. Mörgum finnst engin ilmur jafnistá viðþann af grasinu nýslegnu, þegar það er aðeins byrjað að þorna. Fuglasöngurinn hafði líka færst í aukana. í bland við hann mátti heyra í trjáklippunum sem víða voru komnar á loft og þeim beitt ótt og títt við að snyrta tré og runna. Og veiðimennirnir höfðu ekki lengur neina eirð í sínum beinum. Árni á Kálfstöðum búinn að taka stöngina fram og kominn á hjólið, með nestistöskuna á öxlinni sást hann halda niður á Borgar- sand. Niður við Ósinn dvelja þeir líka daglangt: Maggi Óllu, Valli Björns, Óli Gísla og fleiri gamlar veiðikempur ásamt þeim yngri í bland. Eins og sjá má hefur mannlífið tekið á sig mynd vorsins. Valli Björns rennir eftir fiski við Vesturós Héraðsvatna. Sæmundur Hermannsson sjötugur Meðal viðburða er sjötugs- afmæli Sæmundar Hermanns- sonar sjúkrahússtjóra frá Ysta- Mói í Fljótum. Leiðir okkar Sæmundar lágu saman fyrr á árum á safnaðarfundum fram- sóknarmanna í Reykjavík, en báðir töldumst við til þess pólitíska safnaðar. Orð fór af Hermanni á Ysta-Mói í Fljótum og sonum hans, langt út fyrir Skagafjörð. Með Hermanni Jónssyni á Ysta-Mói kom nýr kraftur í framsóknarmenn austan vatna, sem var upphaf veldissólar framsóknar í Skagafirði. Her- mann var upphafsmaður þess að Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra var kallaður til forystu fyrir Skagfirðinga og hjá framsóknarmönnum síðarmeir. Synir hans stóðu fyrir miklu pólitísku búi. Sæmundur var jafnan fremstur þeirra, eftir að hann snéri heim í hérað sitt. Hann gegndi veigamiklu hlut- verki á Sauðárkróki um aðsætta framsóknarmenn, sem höfðu skipt sér í tvo arma, m.a. vegna skiptra meininga um val á sýslumanni fyrir Skagfirðinga. Það var gæfuspor hjá Jóhanni Salberg Guðmundssyni sýslu- manni Skagfirðinga að kalla Sæmund til forystu um rekstur sjúkrastofnana í Skagafirði. Þessu starfi hefur Sæmundur gegnt með reisn um 30 ára skeið. Það var einmitt á þessum vettvangi, sem leiðir okkar Sæmundar lágu aftur saman. Svo atvikaðist á bæjarstjóra- árum mínum á Húsavík, að ég gegndi formennsku í stjórn Sjúkrahúss Húsavíkur. Að for- dæmi Skagfirðinga ákváðum við að reisa sjúkrahús á Húsavík.að hætti þeirra meistara er skópu héraðssjúkrahús á Sauðárkróki, sem af bar í landinu. Svo hagaði til, að eftir að ég hætti bæjarstjórastörfum á Húsa- vík réðst ég sem framkvæmda- stjóri sjúkrahússins á Húsavík. Margt bar að í því starfi sem mér var áður ókunnugt. Við það að verða starfsbróðir Sæmundar jukust kynni okkar og samband okkar varð gagnkvæmt. Báðir vorum við hugsjóna- menn um byggðamál. Það var að höfðu samráði við Sæmund Hermannsson að ég lagði í að sækja um það starf, sem ég hefi gegnt um 20 ára skeið. Liðsinni Sæmundar vóg þann baggamun, sem þurfti til að vinna tiltrú hinna bestu manna í Skagafirði. Þetta hefur reynst mér nota- drúgt veganesti í starfi mínu enn í dag. Svo hefur atvikast að við Sæmundur búum sitt hvoru megin við Tröllaskagann. Það hefur valdið því að brautir okkar hafa ekki legið saman. Trölla- skaginn hefur verið okkur mikið torleiði. Sæmundur er meiri Skagfirð- ingur en flestir samhéraðsmenn hans, sem eiga ættir sínar að rekja í beinan karllegg í Skagafirði allt til landnámstíðar. Safnaðarforysta framsóknar- manna á Sauðárkróki hefur á stundum ekki metið hæfileika Sæmundar að verðleikum. Ekkert af þessu hefur aftrað Sæmundi. Hann er sami trausti kletturinn sem ekkert fær bifað. Andi þeirra frænda frá Ysta- Mói mun svífa yfir vötnunum á Sauðárkróki. Þeirra er framtíðin. Sæmundur er grjótpállinn, sem braut landið. Unga kynslóðin frá Ysta-Mói nýtur uppsker- unnar. Áskell Einarsson. Sæmundar ég sæki fund, sit hér gleðivöku. Höfðingi með horska lund hlýddu á eina stöku. Sína gesti hressir hann, hér því flestir glösum klingja, hýsir mestan höfðingsrann að hætti bestu Skagfirðinga. Hugsjón byggir heilla starf hugsar tryggilega. Félagshyggju föðurarf fer með dyggilega. Gleði veldur geðið kátt, glaðir eldar vaki. Þrýtur ei heldur þor né mátt þó að kvelda taki. Andi þinn er aldrei veill auðnu víðir grói. Sjötugur nú sittu heill, Sæmundur frá Mói. Með vinarkveðju, Gunnar Oddsson.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.