Feykir


Feykir - 22.05.1991, Side 8

Feykir - 22.05.1991, Side 8
22. maí 1991, 19. tölublað 11. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum BÍLALEIGA SAUÐÁRKRÓKS FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR TÖYOTA Hl - LUX DOUBLE CAB 1991 LEYSIR FLUTNINGSVANDAMÁLIN GÓÐIR BÍLAR Á GÓÐUM KJÖRUM SÍMAR 36050 - 35011 H.S ( Stefán ) GÆÐAFRAMKOLLUN BÓKABÚD BRYNJARS Verðandi prestshjón á Skagaströnd, EgiII Hallgrímsson og Olafía Sigurjónsdóttir ásamt sautján mánaða dóttur sinni Sóleyju Lindu. Skagstrendingar fá prest og hjúkrunarfræðing Prestleysi Skagstrendinga og nágrannasókna er senn á enda. I'ilvonandi sóknarprestur Hólanes- Hofs- og Höskulds- staðasóknar, séra Egill Hall- grímsson, var sunnudaginn 12. maí sl. vígður til prestsþjónustu ásamt fimm öðrum prestsefnum í Dóm- kirkjunni í Reykjavík af biskupi íslands herra Ólafi Skúlasyni. Séra Egill _er 36 ára Hvergerðingur. I samtali við Feyki sagði hann að reyndar hefðu þau hjónin gælt við þá hugmynd að setjast að á Skagaströnd, alveg síðan brauðið var auglýst laust til umsóknar á síðasta _ vori. Eiginkona Egils, Ólavía Sigurjónsdóttir, er hjúkrunar- fræðingur að mennt, og það kemur sér vel þar sem hjúkrunarfræðing hefur vant- að um tíma á Skagaströnd. „Eg kom í fyrsta skipti á Skagströnd í febrúar í vetur, skömmu áður en sóknar- nefndin þar kallaði mig til starfa. Þrátt fyrir stutt kynni líst mérákaflegavelástaðinn og þykist merkja jákvæðni og bjartsýni meðal íbúanna. Við erum full eftirvæntingar að flytjast norður”, sagði Egill sem bjóst við að það gerðist í þessari eða næstu viku. Séra Egill verður vígður til starfa í sóknunum þrem sunnudaginn 26. maí nk. Athöfnin fer fram í Hólanes- kirkju og mun prófasturinn sr. Guðni Þór Ólafsson á Melstað framkvæma vígsluna. Þöksund verkmenntahússins taka við gífurlegu magni vatns. Verknámshús fjölbrautar míglekur: Vaskaföt og keröld koma aö góðum notum Þegar verknámshús fjölbrauta- skólans var byggt á sínum tíma, höfðu margir uppi spádóma um að það yrði ótrúlega „margra bala” hús. Það er að segja niðurföllin úr sundunum milli þakanna myndu ekki hafa undan vatnsrennslinu þegar úrkoma væri mikil og snjór bráðnaði hratt. Þetta hefur skapað mikil not fyrir skúringarfötur og önnur keröld í eigu skólans, og þeim verið komið fyrir á helstu úrkomustöðum íhúsinu egar annig viðrar. Jón skólameistari sagði frá því í skólaslitaræðu sinni að nýlega hefðu tveir húskarlar menntamálaráðuneytisins komið í heimsókn til að meta fjárþörf skólans til búnaðar- kaupa, viðhalds og húsa- kosts. Hafi þeir orðið undrandi að sjá vatnsfötur víða við að fyllast, en hella verður oft úr þeim þegar rignir, því söfnunargeta þeirra er minni er svarar helgarskammti. Þótt þessu ástandi hafi verið lýst í bréfkornum suður þótti þessum gestum frá mennta- málaráðuneyti sjón sögu ríkari. Meistari sagði að árum saman hefði fé til búnaðar- kaupa og viðhalds verið mjög lítið og valdið nokkurri armæðu meðal starfsmanna skólans. ,,En vonin um bóknámshúsið herðir okkur”, sagði Jón. Framkvæmdir á Húnavöllum Þessa dagana eiga sér stað talsverðar endurbætur á skóla- húsnæðinu á Húnavöllunt og verður þeim lokið áður en sumarhótelið tekur til starfa viku af júní. Böð og eldhús verða nánast endurnýjuð. Nýjar innréttingar og tæki koma í eldhús og fullnaðarfrágangur gerður á flísalögnum á böðum. Að sögn Valgarðar Hilmars- sonar oddvita eru bókanir á Edduhótelinu á Húnavöllum góðar fyrir sumarið. Virðast þær vera í sókn, voru talsvert góðar í fyrra einnig. Fljótamenn kaupa gamla löndunarkranann Það fór aldrei svo að gamli löndunarkraninn á Sauðárkróki sem skemmdist á siðasta hausti kæmi ekki einhverjum að gagni. Nýlega keypti Fljótahreppur kranann á 50 þúsund krónur og er meiningin að þegar viðgerð hefur farið fram verði honum komið fyrir á bryggjunni í Haganesvík. Eins og menn muna keng- bognaði löndunarkraninn er einn togarinn var að leggjast að bryggju og rakst utan í hann. Þar sem fyrir lá að sterkari krana þyrfti til frambúðar var ekki talið borga sig að gera við þann gamla. Kraninn á að fjarlægast af hafnarbakkanum fyrir 1. júní, en Örn Þórarinsson oddviti Frá Haganesvík, séð fram í Flókadalinn. Fljótahrepps vonast til að smáfrestur fáist, eða þar til sauðburði lýkur. Talið er að viðgerð á krananum felist í því að þeir hlutarhans sem bognuðu verði fjarlægðir og nýir settir í þeirra stað. Trillukarlar í Haganesvík hafa til þessa þurft að beita ýmsum tilfæringum viðaðkoma gráslepputunnum og öðrum afla úr bátunum og upp á bryggjuna. Það verður því væntanlega allt önnur og betri löndunaraðstaða sem þeir búa við áður en langt ^wrllftur. Hagnaður á KVH Sjö milljóna hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Vestur- Húnvetninga á Hvammstanga á síðasta ári. Er það nokkur bati frá árinu á undan en þá var útkoman rétt ofan við núllið. Félagið kom út með 21 milljón króna í vaxtatekjur sem sýnir betur en nokkuð annað sterka eiginfjárstöðu og hvað skuldir eru litlar. Samt töpuðust einar 13 milljónir vegna gjaldþrota viðskiptaaðila. Gunnar V. Sigurðsson kaupfélagsstjóri segir ytri aðstæður til reksturs hafa verið mjög góðar á síðasta ári, gengis- stefnu hagstæða og lækkun verðbólgunnar komið til góða. Engra róttækra breyt- inga væri að vænta hvað þetta ár varðaði. „Við göngum ekki með neina stórveldisdrauma, en munum reyna að hlúa að því sem fyrir er hjá okkur”, sagði Gunnar.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.