Feykir - 26.06.1991, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 24/1991
FEYKIR
- Óháö fréttablaö á Noröurtandi vestra
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAOUR:
Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI:
Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2,
Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4,
550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95-
36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F.
Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur
Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og
Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús
Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI:
Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR-
VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; í
lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku-
dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN:
SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að
Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.
Suðurgata 1. Mynd Árni Ragnarsson, arkitekt hússins.
Suöurgata 1 tekin formlega í notkun
í gær var l'ormlega tekin í
notkun nýbygging sýslumanns-
og bæjarfógetaembættisins að
Suðurgötu 1 á Sauðárkróki.
Embættið flutti í skrifstofu-
álniu húsnæðisins 21. janúar í
vetur og um helgina flutti
síðan lögreglan í húsið, úr
þrengslunum að Suðurgötu 7 í
nýtt og glæsilegt rými á neðri
hæð Suðurgötu 1.
Von var á ráðherrum og
fyrirmönnum að sunnan að
athöfninni í gær. Rými
sýslumanns- og bæjarfógeta-
embættisins að Suðurgötu 1
er alls 476 fermetrar og
lögreglunnar 355, þar með
talin 60 fermetra bílgeymsla.
Aðalverktaki byggingarinnar
var Byggingarfélagið Hlynur
hf.
Noröurland vestra:
Sláttur hefst almennt
næstu daga
þrátt fyrir lélega sprettu
Hornbjargsviti, reistur 1930 í Látravík sunnan undir Hornbjargi. Yfir yitanum rís
Axarfjall en fjær eru Smiðjuvíkurbjarg og Geirólfs(g)núpur. Mynd GÓM.
Hvammstangi:
Sextán björgunarsveitarmenn
í ævintýraferð á Hornstrandir
„Jú, það er búið að vera
þónokkur tilhlökkun í mönn-
um og sumir hafa undirbúið
sig sérstaklega fyrir ferðina,
menn sjást hér á labbi með
poka. Við höfum líka hist
annað slagið til að spá í
búnaðinn. Við erum að vona
að veðrið verði heldur betra en
það var þegar við fórum fyrir
tveimur árum. Þá var ekki
hundi út sigandi”, sagði
Hilmar Hjartarson á Hvamms-
tanga í samtali við Feyki. Á
morgun leggur 16 manna
hópur úr Björgunarsveitinni
Káraborg í skemmtiferð á
Hornstrandir.
Þetta er í þriðja sinn sem
félagar í Káraborg fara á
Hornstrandir. Hingað til
hefur verið farið í ágúst, en
nú ætla þeir Káraborgar-
menn að fá nóttina bjarta, þó
svo að á móti komi að gróður
er skemmra á veg kominn.
„Við ökum til Nauteyrar á
morgun og þangað kemur
síðan hraðbátur frá Isafirði
sem skutlar okkur yfir í
Hrafnsfjörð í Jökulfjörðum.
Er reiknað með að það
ferðalag taki 1 1/2-2 tíma.
Síðan er meiningin að labba
yfir íFuruvíkogsvoáfram út
Hornstrandir í Bolungarvík,
Barðsvík og Smiðjuvík og
þaðan yfir í Hælavíkina. Við
áætlum að þetta ferðalagtaki
tvo daga og síðan verðum við
einhvern tíma að skoða
okkur um í Hælavík, Horn-
vík og björgunum”, sagði
Hilmar Hjartarson.
Með í för verða eigin-
konur þriggja björgunar-
sveitarmanna. Ferðalaginu á
Hornströndum lýkur föstu-
daginn 5. júlí en þá verður
farið með Djúpbátnum inn á
Isatjörð og síðan til Nauteyrar
morguninn eftir.
Sláttur er hafinn á einstaka
bæ í Skagafirði og Húnavatns-
sýslu og byrjuðu þeir fyrstu
fyrir um tveim vikum. Þurrkar
og vætuleysi í langan tíma
hafa háð sprettu. Sumstaðar
hafa tún byrjað að sviðna
vegna þurrkanna og eru dæmi
þess úr Vestur-Húnavatnssýslu
að bændur hafi séð sitt óvænna
og hafið slátt af þeim sökum.
I Skagafirði eru það mest
Hjaltdælingar sem eru byrjaðir
og einnig er farið að slá á
einuni þremur bæjum í
Blönduhlíð. í Húnaþingi eru
það Langdælingar og Vatns-
dælingar sem fara fyrstir af
stað. Snemmslegnu túnin eru
þau sem varin voru fyrir
skepnum í vor og fengu
áburðargjöf snemma. Þar
sem seinna var borið á hefur
víða engin væta komið á
áburðinn. Tún eru ekki
nægjanlega sprottin vegna
þurrkanna en samt nokkuð
íjóst að sláttur hefst almennt
í kringum næstu helgi, svo
framarlega sem þurrkurinn
Dagana 29. júní til 6. júlí mun
Skagfirðingabúð á Sauðár-
króki standa fvrir sumardögum í
Skagfirðingabúð.
Þessa daga verða vöru-
kynningar og tilboð ýmis-
konar daglegt brauð ásamt
ýmsum öðrum uppákomum.
Fjölmargir aðilar munu
kynna vörur sínar bæði
helst. Bændur vilja nýta hann
og treysta síðan á góða
háarsprettu.
Góð þátttaka
í kvenna-
hlaupi
í kvennahlaupinu sem fram
fór sl. laugardag, tóku um 80
þátt á Sauðárkróki og 20
konur í Varmahlíð. Konurnar
voru á öllum aldri, frá 76 ára
og niður úr.
Tvær vegalengdir voru í
boði, 2ja og fimm kílómetra.
Var konum frjálst að hlaupa,
skokka eða ganga. Veðrið
var eins og best verður á
kosið og nutu konur bæði
útiverunnar og hreyfingar-
innar. Vonandi er þetta bara
byrjunin á meiri íþróttaiðkun
kvenna.
HG.
skagfirskar sem og annars
staðar frá. Það er von
forráðamanna Skagfirðinga-
búðar að viðskiptavinir hafi
gaman af þessum sumai dögum.
Dagskrá daganna verður
send inn á hvert heimili á
Norðurlandi vestra.
(fréttat ilky nning)
Góðir áskrifendur!
Þeir fáu sem enn hafa ekki
greitt gíróseðla fyrir
áskriftagjöldum, eru beðnir
að gera skil hið allra fyrsta
Feykir
Sumardagar í
Skagfirðingabúð