Feykir - 26.06.1991, Blaðsíða 3
24/1991 FEYKIR 3
Góð aðstaða Þyts á
Króksstaðamelum
Fyrir nokkrum árum flutti
hestamannafélagið Þytur í V-
Hún. mótsaðstöðu sína að
Króksstaðamelum í Miðfirði.
Hefur á undanförnum árum
verið unnið að því að bæta
aðstöðuna og gera hana sem
besta. I vetur gerðist svo það
óhapp að dómpallurinn fauk
og var ekki annað að gera en
reisa nýjan pall og var hann
gerður í sömu mynd og sá sem
fyrir var og gengið eins vel frá
festingum og frekast var unnt.
En hestamenn létu ekki
þar við sitja heldur reistu þeir
einnig 60 fermetra veitinga-
skála og tók það þá aðeins
þrjá daga að koma honum í
þá mynd sem hann er nú, en
búið var að vinna timbrið
áður. Vinna var að mestu
sjálfboðavinna og mættu
menn með nesti með sér svo
ekki þyrfti að eyða tíma í
óþarfa ferðir.
Að sögn Guðmundar
Sigurðssonar formanns Þyts,
er kostnaður við húsið orðinn
í kring um sex hundruð
þúsund og eftir er að innrétta
það svo nokkur kostnaður á
eftir að leggjast á það til
viðbótar.
í sumar, 24. og 25. ágúst
verður Bikarmót Norður-
lands haldið á Króksstaða-
melum og reiknað er með að
búið verði að ganga frá allri
aðstöðu inni í húsinu þegar
þar að kemur. Félagar í Þyt
eru nú 127 talsins. c*
Tökur þýsku þáttanna:
Héraðsvötn sund-
riðin og fleiri tilþrif
Kvikmyndun þýsku sjónvarps-
þáttanna Fast im Sattel, er
hófst á Hellulandi sl. miðviku-
dag, hefur gengið mjög
vel og veðrið leikið við leikara
og kvikmvndatökumenn. Greini-
legt er að þegar þar að kemur
muni sjónvarpsáhorfendur fá
að sjá hin tilþrifamestu atriði.
Héraðsvötn voru t.d. sundriðin
á föstudag og á laugardag var
hópreið kvenna við Garðssand
og grillveisla og söngur á eftir.
Tuttugu konur, flestar úr
héraðinu tóku þátt í kvenna-
reiðinni. Tökur á laugardag
tóku tímann sinn, byrjuðu
klukkan 10 um morguninn
og lauk klukkan 11 um
kvöldið. Að sögn kvennanna
var samt mjög skemmtilegt
að taka þátt í þessu.
Tökum á Hellulandi er
lokið og á mánudagsmorgun
vom myndatökumenn mættir
á Kirkjutorgið á Króknum,
eins og væntanlega fór ekki
framhjá vegfarendum. Komið
var fyrir símaklefa og
bekkjum á torginu, ogatriðið
sem þar var fest á filmu, er
þegar þýsku stúlkurnar sem
fara með aðalhlutverkið
senda fréttir heim af heimsókn
sinni til Islands.
I þessari viku verður
aðallega myndað úti í
náttúrunni, hestaatriði hingað
og þangað um fjörðinn. Þá
verður eitt atriði myndað á
Löngumýri, en þar á sam-
kvæmt handriti að vera
bústaður dýialæknisins íslenska
sem kemur við sögu í
þáttunum. Þess má geta að
íslenska sjónvarpið hefur
keypt sýningarétt á Fast im
Settel, en þættirnir njóta
mikilla vinsælda í suður-
þýska sjónvarpinu.