Feykir


Feykir - 26.06.1991, Blaðsíða 5

Feykir - 26.06.1991, Blaðsíða 5
24/1991 FEYKIR 5 Islandsk stemmeprakt! Islenskir raddtöfrar Þannig hljóðaði fyrirsögn norska blaðsins með þessari mynd. Pétur Pétursson einsöngvari kórsins þenur raddböndin og einn af yngri kórfélögunum einnig. Það er annarhvor tvíburabræðranna Þorleifur eða Kolbeinn Konráðsson. Alltaf jafn erfitt að þekkja þá sundur. Heimismenn fá góöa dóma í norskum blöðum Kórfélagar í Karlakórnum Heimi eru nýkomnir heim úr velheppnaðri söngferð til Norðurlandanna, sem stóð frá 6.-19. júní. Lengsta viðdvöl hafði kórinn í Noregi, enda til fararinnar stofnað vegna tengsla við fyrrverandi stjórn- anda kórsins Sven Arne Korshamn og blandaða kórinn í Stryn, en með þeim kór syngja einmitt skagfirsku hjónin Sigurður Þorvaldsson frá Þrastarstöðum og Hall- fríður Friðriksdóttir frá Sauðár- króki. I samtali við Feyki sagði Þorvaldur Oskarsson for- maður Heimis að mótttökur í ferðinni hefðu verið einstakar, og á þrem stöðum svo frammúrskarandi að ekki fái orð lýst. Það var til að byrja með hjá þeim hjónum Sigurði og Hallfríði, síðan í Haret heimabæ Sven Arne og að síðustu í Kristjanstad vinabæ Sauðárkróks í Svíþjóð. Þakkað góða veðrið Norsku blöðin fara mjög lofsamlegum oiðum um frammi- stöðu Heimismanna ekki aðeins í söngnum heldur þakkar Fjördingen staðar- blaðið í Sryn og nágrenni Heimismönnum fyriraðhafa komið með góða veðrið með sér. Eftir kulda- og vætutíð brá til betri tíðar við komu Islendinganna. Heimir var þátttakandi í kóramóti í Stryn, þar sem sungu 13 kórar. I grein staðaiblaðsins um kóramótið fær Heimir mestu umfjöllun- ina. Sagt er að Heimir hafi fengið stórkostlegar mót- tökur. Heimismenn hafi staðið sig frábærlega á báðum konsertunum, og þeir orðið að endurtaka lög þó svo að ákveðið hafi verið að ekki yrðu tekin aukalög, enda enginn tími fyrir slíkt. Stormandi og kraft- mikill flutningur í vikublaðinu Vesturpóst- inum frá 11. júní er að finna lofsamlega gagnrýni um tónleika Heimis. „íslending- arnir heilluðu Norðmenn” segir blaðið. Þessir frændur í vestri sem Norðmenn eigi svo margt skylt með, hafi sýnt sitt einkenni í söngnum. Sterklegast hafi þetta komið fram í stormandi og kraft- miklum fiutningi lagsins ,,í útsæ rísa íslandsfjöll”. Þægi- legur kliður hafi farið um áhorfandann og honum fundist hafsvalinn hríslast niður um hálsmálið. Húmorinn kom í Ijós Vesturpósturinn segir Heimi Keppni í fjórðu deild d-riðils virðist ætla að verða jöfn og spennandi í sumar. Liðin raða sér þétt á töfluna og það virðist einungis vera Þrymur frá Sauðár- króki og trúlega UMSE b einnig sem ætla ekki að blanda sér í toppbaráttuna. HSÞ b skaust á toppinn þegar Mývetningarnir lögðu Kormák örugglega að velli á Laugum, 4:1. Kormákur byrjaði þó betur og komst í 1:0 um miðjan fyrri hálfleik. Var markahrókurinn Albert Jónsson þar að verki. En Þingeyingamir jöfnuðu skömmu fyrir leikhlé og skoruðu síðan þrjú í seinni hálfleiknum, þar af tvö á síðustu tiu mínútunum. mjög einbeittan og agaðan kór. Það haft vakið athygli að stjómandinn Stefán R. Gísla- son hefði ekki einu sinni verið með nótur fyrir framan sig, en árangurinn samt verið hreint ótrúlegur. Hinn dug- mikli stjórnandi virtist hafa hvern einasta söngmann í hendi sinni. Síðan hafi húmor íslendinganna komið fram þegar þeir slepptu fram af sér beislinu í lokin og enduðu söngdagskrána með norska laginu „Kerlingin með stafinn”. Norðmönnum kom þó mest á óvart að á efnsisskrá Heimis voru nær eingöngu íslensk lög, en Norðmenn hafa vanist því í seinni tíð að þarlendir kórar fiytji nær eingöngu erlend lög. Þá þótti einnig athyglisvert að einn kórfélaga var einn af þremur íslenskum biskupum, Sigurður Guðmundsson þáverandi vígslubiskup á Hólum. Neisti komst í annað sætið þegar SM kom í heimsókn á Hofsós á laugardaginn. Neista- menn sýndu mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum og skoruðu þá þrjú mörk. Bættu síðan því fjórða við í upphafi seinni hálfleiks. Eftir það slökuðu þeir á og SM skoraði tvö mörk á lokakafla leiksins. Oddur Jóns- son þakkaði fyrir að fá tækifæri til að leika stöðu miðherja, með því að skora þrjú mörk og Olafur Olafsson gerði eitt. Meðal leikja um næstu helgi má nefna: Kormákur-Þrymur og Neisti-Hvöt. HSþ b er með 10 stig eftir 5 leiki og Neisti með 9, Hvöt með 8 og Kormákur 7, öll eftir 4 leiki. Jöfn keppni í fjórðu deild Grillað við Ásbvrgi í Miðfirði. Mvnd-EA. Laugarbakki Miöfiröi: Þroskaheftir í heimsókn Það var mikil stemmning sem ríkti meðal fólksins sem kom saman í félagsheimilinu Ásbyrgi Laugarbakka á föstudags- kvöldið. Voru þarna áferðinni þroskaheftir bæði frá Reykja- vík og Akureyri, og höfðu þeir ákveðið að hittast á miðri leið. Að sögn Gunnhildar Braga- dóttur hópsstjóra hjá Þroska- hjálp á Akureyri, var tilefni þessarar ferða að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman og segja frá helstu viðburðum vetrarstarfsins. Má segja að þetta hafi verið nokkurskonar uppskeruhátíð. Hópurinn byijaði að skoða nágrenni Laugarbakka á föstudaginn. Var m.a. litið við í Gallerí Bardúsa á Hvammstanga og einnig var Gauksmýrarheimilið heim- sótt. Um kvöldið var byrjað á grillveislu við félagsheimilið Asbyrgi, grillað var á nokkrum útigrillum og síðan matast innan dyra. A eftir var svo kvöldvaka þar sem m.a. var sagt frá málþingi þroskaheftra í Færeyjum í maí s.l. Á eftir var síðan diskótek og dansað fram á nótt. Á laugardag var síðan farinn hringurinn um Vatns- nes og m.a. staldrað við hjá Hvítserk og Borgarvirki. Leiðsögumaður var Kristján Isfeld á Jarðri en hann situr í Svæðisstjórn þroskahjálpará Norðurlandi vestra. EA.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.