Feykir - 26.06.1991, Blaðsíða 8
26. júní 1991, 24. tölublað 11. árgangur
Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar
en um hádegi á fóstudögum
ísaö á markaðinn
Togararnir hafa fiskað feikivel undanfarið og ekkert verið
um annað að gera en ísa hluta aflans í gáma og senda á
markað. Hér eru skipverjar á Skagfirðingi að ísa í gáma nú
fyrir helgina.
BÍLALEIGA SAUÐÁRKRÓKS
FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR
TOYOTA Hl - LUX DOUBLE CAB 1991
LEYSIR FLUTNINGSVANDAMÁLIN
GÓÐIR BÍLAR Á GÓÐUM KJÖRUM
SÍMAR 36050 - 35011 H.S. (STEFÁN)
Áburði dreift á heiðarnar
Þessa dagana stendur vfir
áburðardreifing á Auðkúlu- og
Eyvindarstaðaheiði. Starfsmenn
landgræðslunnar og áburðar-
vélin Páll Sveinsson hófu
dreifinguna 18. júní og er
rciknað með að hún standi til
5. júlí. Dreift verður á þau
svæði sem grædd hafa verið
upp á heiðunum og að auki
sáð í 500 hektara til viðbótar á
Auðkúluheiði.
Uppgræðsla heiðarlandanna
er eingöngu kostuð af
Landsvirkjun vegna samninga
um virkjun Blöndu. Þetta er
II. sumarið sem uppgræðslan
á sér stað. A Auðkúluheiði
hafa verið græddir 1232
hektarar og 417 á Eyvindar-
staðaheiði. Sveinn Runólfs-
son landgræðslustjóri segir
að tæknilega hafi uppgræðslan
tekist mjög vel, en það sé með
heiðarnar eins og túnin að
þau þurfi sín efni og næringu
ef uppskera á að nást á hverju
ári.
Samningar bænda við
Landsvirkjun vegna Blöndu-
Við „Þristinn” á Alexandersflugvelli, talið frá hægri: Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri, Pétur Steinþórsson flugmaður,
Björn Guðmundsson sem verið hefur flugstjóri hjá
Landgræðslunni í 12 ár, Tómas Dagur Helgason flugmaður,
Þórir Brynjólfsson flugmaður og Þórður Eyjólfsson frá
Stóragerði sem fékk að skjótast með í útsýnisflug. Allir
flugmennirnir fljúga í sjálfboðavinnu hjá Landgræðslu ríkisins.
árlegri áburðardreifingu á dreifíngar í ár nemur 40
heiðarnar í framtíðinni. Þetta milljónum. Sveinn segir að
atriði hefurveriðgagnrýntog frá landgræðslulegu sjónar-
bent á að vegna samdráttar í miði sé þetta ekki spursmál;
sauðfjárrækt væri nær að það eigi að bæta fyrir það
verja fjármununum á annan gróið land sem við virkjanir
hátt. Kostnaður vegna áburðar- fari undir vatn.
Skagaströnd:
Hafnarframkvæmdir
í undirbúningi
Gaman í landshlaupi UMFI
Þeir voru glaðbeittir hlaupar-
arnir í Landshalupi UIVIFÍ
sem urðu á vegi ljósmyndara
Feykis í Hegranesinu á
laugardaginn, en þann dag kom
í hlut ungmenna UMSS að
skila keflinu um félagssvæði
sitt. Tekið var við keflinu af
Olafsfirðingum á Lágheiði og
skilað til Austur-Húnvetninga
á Vatnsskarði.
Þessa dagana er í undirbúningi
á Skagaströnd miklar fram-
kvæmdir sem verða við
höfnina þar í sumar. Af
gífurlegum endurbótum sem
gera þarf á Skagastrandar-
höfn hefur lagfæring gömlu
löndunarbryggjunnar fengið
forgang.
Magnús Jónsson sveitar-
stjóri segir að nær sé að tala
um nýja löndunarbryggju
svo mikil sem aðgerðin sé.
Þessa dagana er verið að
yfirfara kostnaðaráætlun og
efnistölur, en gengið hefur
verið til samninga við
heimamenn, verktakafyriitæki
Viggós Brynjólfssonar. Þó
svo að tilboð hans hafi verið
það næst lægsta, fannst
sveitarstjórn muna það litlu á
því og lægsta tilboðinu, að
vel verjandi væri að heima-
aðilar hlytu verkið. Um 600
þúsundum munaði á lægstu
tilboðunum, en gróflega
áætlaður kostnaður við verkið
er um 23,5 milljónir. Fimm
tilboð bárust.
Lagfæring gömlu löndunar-
bryggjunnar er fjarri lagi
eina framkvæmdin við Skaga-
strandarhöfn í sumar, þar er
áætlað að unnið verið fyrir
hátt í 100 milljónir.
GÆOAFRAMKOLLUN