Feykir


Feykir - 26.06.1991, Blaðsíða 1

Feykir - 26.06.1991, Blaðsíða 1
raisjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Sala á steinull aukist frá því í fyrra en samdráttar gætt á síðustu vikum 2370 tonna sölu fyrstu fimm mánuði þessa árs. Að sögn Einars Einarsson framkvæmdastjóra vona menn að minnkandi sala undanfarið sé árstíðabundin, þó svo að menn þykist merkja viss teikn um samdrátt í sölu einangrunar á næsta hausti. Þá hefur gengisþróun verið rekstri verksmiðjunnar óhag- stæð á þessu ári, dollarinn hækkað en pundið lækkað. Fólk naut veðurblíðunnar í fallegu umhverfi dómkirkjunnar. Talsvert meiri sala varð á steinull fyrstu fimm mánuði ársins, en á sama tíma í fyrra og nánast jafnmikið og söluáætlun gerði ráð fyrir. Einangrunarsalan var mjög góð fyrstu mánuðina, en upp á síðkastið hefur salan dregist saman og hefur það aðalega gerst á Bretlandsmarkaðnum. Sala fyrstu fimm mánuði ársins var 2350 tonn. Sömu mánuði í fyrra nam hún 2060 tonnum og gert var ráð fyrir 26. júní 1991, 24. tölublað 11. árgangur w Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra Biskupsvígsla á Hólum Vilkó Blönduósi: Útflutningi á fjalla- grösum haldið áfram Það var hátíðlegt um að litast á Hólastað sl. sunnudag þegar fram fór vígsla nýs vígslu- biskups í Hólastifti, séra Bolla Gústafssonar. I máli hins nýja vígslubiskups kom fram að hann hefur fullan hug á að auka veg biskupsstóls á Hólum ennfrekar og Hólar verði nokkurs konar kirkjuleg akademía fyrir norðurhluta landsins. Reisn Hólastaðar verði mikil eins oghún varallt þar til biskupsstóll var lagður niður fyrir 190 árum. Þrátt fyrir blíðviðri á sunnudag var athöfnin ekki jafnfjölmenn og búist var við. Öll sæti í kirkju voru þó setin og nokkrir gesta nutu athafnarinnar undir berum himni í fallegu umhverfi Hóladómkiikju Fjömtíu prestai' tóku þátt í athöfninni, en í gær hófst einmitt prestastefna á Hólum. Biskup Islands herra Ólafur Skúlason vígði séra Bolla til embættist vígslubiskups. Séra Gísli Gunnarsson þjónaði fyrir altari og séra Birgir Snæbjörnsson lýsti vígslu. Vígsluvottar voru séra Arni Sigurðsson, séra Dalla Þórðar- dóttir, séra Hjálmar Jónsson og séra Ingimar Ingimarsson. Kirkjukór Hóla- og Viðvíkur- sókna söng undir sjtórn og undirleik Pálínu Skúladóttur. Gerður Bolladóttir söng einsöng. Meðal gesta var forseti íslands frú Vigdís Finnboga- dóttir, ráðherrarnir Halldór Blöndal og Þorsteinn Páls- son, helstu framámenn kirkju- mála í landinu og tveir sjðustu biskupar á undan Ólafi, Pétur Sigurgeirsson og Sigurbjörn Einarsson. Ný lög sem samþykkt voru á síðasta ái i gera vígslubiskupi skylt að hafa aðsetur á Hólum. Margir túlka lögin á þann hátt að vald og starf vígslubiskups komi til með að aukast á næstu árum. Vígslubiskupar komi til með að létta undir hinu yfirgrips- mikla starfi biskups, en skerða þó í engu hans starfsvettvang og kirkjulega vald. Útflutningi á fjallagrösum, sem súpugerðin Vilkó á Blönduósi stóð fyrir á síðasta ári í fyrsta sinn, verður haidið áfram í ár. I fyrra voru send út 300 kíló af fjallagrösum og í ár er stefnt á tínslu 500 kílóa. Það er þýskt lyfjafyrirtæki sem kaupir grösin, en ástæðan fyrir því að fyrirtækið sækist eftir jurtinni héðan er að hagar víða í Evrópu spilltust við Chernobilslysið. Þrjár húsfreyjur í Sveins- staðahreppi hafa tekið að sér tínslu grasanna: Vigdísamar á Hofi og Bjarnarstöðum og Kristín á Giljá. Að sögn Vigdísar á Hofi hafa þær stöllur aðeins farið í eina vettvangskönnun og þá kom í ljós að ekkert þýðir að heíja tínslu fyrr en eitthvað blotnar um. Þurrkarnir í vor hafa gert grösin hörð og stökk og að auki fylgir þeim mikið rusl þegar þau eru tínd í þannig ástandi. Ætlunin er að tínslan fari fram á heiðunum húnvetnsku og einnig hafa konurnar fengið vilyrði fyrir grasalendum vestur á Ströndum. „Við vitum ósköp lítið hvað við erum að fara út í, og búumst nú ekki við að tína sjálfar nema svona 200-250. Ætli við verðum ekki að fá fleiri til liðs við okkur til að ná 500 kílóunum”, sagði Vigdís á Hofi. Hörður Kristinsson á Náttúrufræðistofnun Norður- lands er fléttufræðingur og veit manna best um fjalla- grasalendur hér á landi. Hann segir fjallagrös stór- vaxnari til fjalla en á láglendi, og þónokkuð góðir möguleikar hljóti að vera á hentugum svæðum til tínslu á húnavetnsku heiðunum. T.d. innarlega á Auðkúluheiði í flánum við Sandkúlufell. Hörður segir að fjallafrös vaxi best þar sem votlendi og þurrlendi mætast, birta sé næg og skjólsælt. Vígslubiskupinn sr. Bolli Gústavsson nývígður í ræðustól. HCTe^iH U$— Aðalgötu 26 Sauöárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519» BlLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN Jfflfl [bilflverhtddi „ 1 SAUOíStíDKI ... o.w noi w SÆMUNDARGÖTU - S(MI 35141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.