Feykir


Feykir - 10.07.1991, Side 8

Feykir - 10.07.1991, Side 8
Mjög vel hefur viðrað til heyskapar undanfarið og margir langt komnir með fyrri slátt, einstaka maður meira að segja búinn. Það var hitamistur yfir Húnaþingi þegar Ijósmvndari Feykis var þar á ferð um helgina. Vel gekk undan heyskaparvólunum á sléttum velli á Hnausum í Sveinsstaðahreppi. Nýr sjúkrabíll til Hvammstanga Þann fimmta júlí sl. var til sýnis á Hvammstanga nýr >júkrabíll sem Hvammstanga- ik ild RKÍ hefurfestkaupá. Er pað Ford Econoline E- 350, luiinn mjög fullkomnum út- húnaði sem sjúkrabifreið. I lægt er að flytja tvo sjúklinga samtimis og sæti er fyrir lækni eða fylgdarmann hjá sjúkling- unum. Gunnar Konráðsson er formaður Hvammstangadeild- ar RKI. Segist hann reikna með að heildarkostnaður við sjúkrabílakaupin verði eitt- hvað á sjöundu milljón, en það er óljóst enn þá. Fjölmargir aðilar, fyrirtæki, félög og einstaklingar hafa styrkt þessi kaup og má segja að mjög mikil samstaða hafi verið um það meðal íbúa héraðsins að gera þetta mögulegt. Eitthvað vantar þó upp á að safnast hafi upp í kaupverðið. Þjónustusvæði sjúkrabifreiðar- innar er öll Vestur-Húnavatns- sýsla og Bæjarhreppur í Strandasýslu. Sjá má að svæðið er stórt og þó íbúar séu ekki mjög margir, voru á síðastliðnu ári skráðir 88 sjúkraflutningar svo þöifin fyrir fullkomna sjúkia- bifreið er fyrir hendi. Gunnar Konráðsson vildi koma á framfæri þakklæti til allra sem lagt hafa þessu máli lið, og sagði að án þess hefði þetta ekki orðið að veruleika. EA. Oháö fréttablaö á Noröurlandi vestra 10. júlí 1991, 26. tölublað 11. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á fóstudögum BÍLALEIGA SAUÐÁRKRÓKS FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR TOYOTA Hl -LUX DOUBLE CAB 1991 LEYSIR FLUTNINGSVANDAMÁLIN GÓÐIR BÍLAR Á GÓÐUM KJÖRUM SÍMAR 36050 - 35011 H.S. (STEFÁN) Serkir hf. gjaldþrota Dagaspursmál er hvenær óskað verói eftir gjaldþrota- skiptum á pappírspokaverk- smiðjunni Serkjum á Blöndu- ósi. Búist var jafnvel við að það vrði gert á stjórnarfundi í dag en að sögn Ofeigs Gestssonar stjórnarformanns er Ijóst að svo verður ekki. Talið er að gjaldþrotið muni nenia um 90 milljónum króna. Öllum starfsmönnum Seikja. átta að tölu, hefur verið sagt upp störfum og hætti verksmiðjan framleiðslu sl. föstudag. Því hefur verið haldið fram að einstaklingar séu í miklum persónulegum ábvrgðum í Serkjum, fyrir20 milljóna króna láni sem fyrirtækið tók á sínum tíma. Ófeigur sagði þetta ekki rétt, veðbönd hvíldu ekki lengurá þessum einstaklingum. Heimamenn á Blönduósi vonast til að unnt verði að stofna nýtt fyrirtæki upp úr gjaldþroti Serkja. Það fyrir- tæki kæmi til með að pappír. Talið er að mjög sem átt hefur sér stað um góður markaður sé fyrirslíka vistvænar og óvistvænar poka, eftir alla þá umræðu vörur að undanförnu. Menn hafa ekki verið á eitt sáttir hvort þetta hús við Kirkjutorgið eigi að standa eða ekki. Gárungarnirtöluðu um það hvort gestamóttaka Sauðárkróksbæjar fyrir forseta- heimsóknina yrði í Rússlandi? Samkvæmt dagskrá heimsóknarinnar, sem getið verður í næsta blaði, verður svo ekki. Vegklæðning á Skagaströnd Það fer ekki fram hjá þeim sem aka inn til Skagastrandar þessa dagana, að framkvæmdir við gatnagerð standa yfir. Stórvirk vinnutæki eru nú að störfum á Fellsbraut, aðalgöt- unni inn í þorpið, en á þann hluta hennar sem eftir er að binda varanlegu slitlagi, verður lögð vegklæðning svo og nokkrar aðrar götur í þorpinu. Aðrar götur á Skagströnd eru malbikaðar, svo hér er um tilraun að ræða. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar Jónssonar sveitar- stjóra er heildarlengd gatna sem vegklæðningin verður lögð á um kílómeter. Þegar þessari framkvæmd er lokið verða velflestar götur á Skagaströnd bundar varan- legu slitlagi. Einnig er unnið að gangstéttagerð og haldið verður áfram í sumar frágangi opinna svæða í þorpinu. Umhverfismálum hefur verið gefinn talsverður gaumur á Skagslrönd á undanförnum árum. ekki aðeins inni í þorpinu heldur einnig í nágrenni þess. Skógræktarfélagið hefur þar lagt sitt að mörkum og í fyrra var t.d. hafin plöntun trjáa í Spákonufellið og verður því umfangsmikla verki haldið áfram í sumar.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.